Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Jón Þór Stefánsson skrifar 5. nóvember 2024 11:09 Mynd úr skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa. RNSA Karlmaður hefur verið sakfelldur í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að aka bíl á 49 ára gamlan mann við Höfðabakka í Reykjavík í desember 2022, en ákvörðun um refsingu ökumannsins er frestað. Maðurinn sem varð fyrir bílnum lést á Landspítalanum skömmu eftir áreksturinn. Atvik málsins, samkvæmt skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa, voru á þann veg að vegfarandinn, hinn látni, var að fara yfir Höfðabakka, en á sama tíma var bíl ekið niður götuna og hann endaði á manninum. Sá ökumaður er ekki sá sem var sakfelldur, en hann fór af vettvangi án þess að tilkynna um atvikið og hefur aldrei fundist. Sjá nánar: Ók af vettvangi banaslyss og hefur aldrei fundist Eftir áreksturinn lá vegfarandinn í götunni. Stuttu síðar kom annar bíll, en ökumaður hans kom auga á vegfarandann og reyndi að sveigja sér frá, en náði ekki að forðast áreksturinn. Það var sá ökumaður sem var ákærður og sakfelldur vegna málsins. Líkt og áður segir lést vegfarandinn eftir áreksturinn. Fyrri áreksturinn meginörsökin Það var niðurstaða rannsóknarnefndar að fyrri áreksturinn hefði verið meginorsök slyssins. Fleiri ástæður voru nefndar, þar á meðal að ökumaður fyrri bílsins hafi farið af vettvangi og ekki tilkynnt áreksturinn. Þess má þó geta að ekki er heimilt að nota gögn eða skýrslur nefndarinnar sem sönnunargagn í dómsmálum. Mynd sem sýnir slysstaðinn.RNSA Í símanum við akstur Ökumaðurinn var ákærður fyrir að aka bíl sínum án nægilegrar varúðar og aðgæslu, og fyrir að nota farsíma við aksturinn. Bíll hans hafi hafnað á ökumanninum sem hafi kropið á veginum. Í fyrstu neitaði ökumaðurinn sök, en ákæruvaldið féll síðan frá hluta ákærunnar og þá játaði hann sök. Fram kemur í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur að eftir atvikið hafi ökumaðurinn átt erfitt með andlega líðan eftir atburðinn. Í dómnum segir að atvik málsins hafi verið fremur sérstæð og að taka verði tillit til þess. Þá hafi tafir orðið á meðferð málsins sem varð til þess að dómurinn yrði mildaður. Líkt og áður segir er ákvörðun um refsingu á hendur manninum frestað, og mun hún falla niður haldi hann skilorð. Dómsmál Reykjavík Samgönguslys Umferðaröryggi Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Atvik málsins, samkvæmt skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa, voru á þann veg að vegfarandinn, hinn látni, var að fara yfir Höfðabakka, en á sama tíma var bíl ekið niður götuna og hann endaði á manninum. Sá ökumaður er ekki sá sem var sakfelldur, en hann fór af vettvangi án þess að tilkynna um atvikið og hefur aldrei fundist. Sjá nánar: Ók af vettvangi banaslyss og hefur aldrei fundist Eftir áreksturinn lá vegfarandinn í götunni. Stuttu síðar kom annar bíll, en ökumaður hans kom auga á vegfarandann og reyndi að sveigja sér frá, en náði ekki að forðast áreksturinn. Það var sá ökumaður sem var ákærður og sakfelldur vegna málsins. Líkt og áður segir lést vegfarandinn eftir áreksturinn. Fyrri áreksturinn meginörsökin Það var niðurstaða rannsóknarnefndar að fyrri áreksturinn hefði verið meginorsök slyssins. Fleiri ástæður voru nefndar, þar á meðal að ökumaður fyrri bílsins hafi farið af vettvangi og ekki tilkynnt áreksturinn. Þess má þó geta að ekki er heimilt að nota gögn eða skýrslur nefndarinnar sem sönnunargagn í dómsmálum. Mynd sem sýnir slysstaðinn.RNSA Í símanum við akstur Ökumaðurinn var ákærður fyrir að aka bíl sínum án nægilegrar varúðar og aðgæslu, og fyrir að nota farsíma við aksturinn. Bíll hans hafi hafnað á ökumanninum sem hafi kropið á veginum. Í fyrstu neitaði ökumaðurinn sök, en ákæruvaldið féll síðan frá hluta ákærunnar og þá játaði hann sök. Fram kemur í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur að eftir atvikið hafi ökumaðurinn átt erfitt með andlega líðan eftir atburðinn. Í dómnum segir að atvik málsins hafi verið fremur sérstæð og að taka verði tillit til þess. Þá hafi tafir orðið á meðferð málsins sem varð til þess að dómurinn yrði mildaður. Líkt og áður segir er ákvörðun um refsingu á hendur manninum frestað, og mun hún falla niður haldi hann skilorð.
Dómsmál Reykjavík Samgönguslys Umferðaröryggi Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent