Erlent

Vaktin: For­seta­kosningar í Banda­ríkjunum

Samúel Karl Ólason, Jón Þór Stefánsson, Tómas Arnar Þorláksson og Rafn Ágúst Ragnarsson skrifa
Kamala Harris og Donald Trump berjast um Hvíta húsið.
Kamala Harris og Donald Trump berjast um Hvíta húsið. getty

Bandaríkjamenn hafa gengið að kjörborðinu í dag og valið sér forseta til næstu fjögurra ára. Kannanir hafa bent til þess að lítill munur sé á fylgi þeirra Donalds Trump og Kamölu Harris. Fylgst verður með gangi mála í vaktinni að neðan í allan dag og fram á morgun.

Um áttatíu milljónir kjósenda hafa þegar greitt atkvæði utan kjörfundar en kosningarnar snúast ekki eingöngu um Hvíta húsið, heldur er einnig barist um yfirráð á þingi. Kosið verður um þriðjung sæta í öldungadeildinni og öll sæti fulltrúadeildarinnar.

Repúblikanar þykja mun líklegri til að tryggja sér meirihluta í öldungadeildinni en Demókratar þykja líklegri til að ná meirihluta í fulltrúadeildinni.

Demókratar: 0
Repúblikanar: 0
/>

*Skv. New York Times

Hér má nýjasta þátt Baráttunnar um Bandaríkin frá því í dag þar sem farið var yfir stöðuna.

Vísir fylgist með gangi mála í vaktinni hér að neðan. Þá má einnig sjá kosningasjónvarp AP, CBS, NBC og CNN.

Ef vaktin birtist ekki strax hér að neðan er ráð að endurhlaða síðunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira
×