Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar 4. nóvember 2024 17:02 „Veit ekki hvort margir sáu það en minn mætti, já hann átti að vera á Vog innlögn 8 des, en nei "hann missti af því" því hann er í banni á skýlinu og engin til að reka á eftir, sem er ekki satt því ég var í símasambandi við hann oft um daginn , að biðja hann að fara. Hann lýtur hroðalega út, mjög illa farin og veikur, svo sárt að skilja hann eftir grátandi þegar við fórum, en það er ekkert sem ég get gert, hann er það mikið veikur........." Þetta skrifaði ég í lokuðum hóp á Facebook þann 10 des 2023 daginn eftir að við vorum með mótmæli vegna úrræðaleysis í málefnum fólks með fíknisjúkdóma, enduðum við mótmælin með táknrænum gjörning þar sem við lögðum rauða rós á tröppur alþingishússins til minningar um þau sem höfðu tapað í baráttunni við sjúkdóminn mörg að bíða eftir úrræði en fengu ekki hjálp í tæka tíð. Ég hélt að ég myndi ekki sjá hann aftur á lífi Hann var það veikur og í banni á Gistiskýlinu, ískalt úti og hann og þrír aðrir hírðust í óupphituðum bílastæðakjallara, illa klæddir og engin hugsun nema redda næsta skammti til að deyfa sig fyrir kuldanum, hungrinu og sáraukanum. Sem betur fer fékk sonur minn tækifæri, hann komst inn á Vog 11 des og núna 11 mánuðum seinna færði hann mér málað mynd af fallegri rós. Ég var með honum í gær í afmælisveislu dóttur hans og tengdasonar, knúsandi afa tvíburastrákana sína, svo hamingjusaman að sú gamla komst nú bara við. En hvað hefur gerst þessa ellefu mánuði í málefnum fólks með fíknisjúkdóm? jú það var opnað neyslurými, loksins, og gerður samningur við Vog svo þeir geti hjálpað fleirum með ópíóðafíkn til bata. En við þurfum að gera svo miklu meira, það vantar húsnæði, fleiri meðferðarúrræði, styttri biðtíma, en best væri að við gætum gripið þau þegar þau eru ung, áður en þau lenda á götunni, við erum að missa svo marga flotta krakka í neyslu vegna þess að þau fá ekki þá aðstoð sem þau þurfa nógu snemma, að ótöldum öllum þeim sem hafa fallið frá og skilja eftir aðstandendur í sárum, já bak við hvern einstakling með fíknisjúkdóm eru aðstandendur sem gera allt sem í þeirra valdi stendur til að fá hjálp en ganga ítrekað á lokaðar dyr. Höfum við efni á þessu, einstaklingur í neyslu kostar samfélagið miklu meira en sú hjálp sem hann þarf myndi kosta, það er sturluð staðreynd, og öll þau sem töpuðu í baráttunni og létust langt fyrir aldur fram er fórnarkostnaður sem við getum ekki sætt okkur við. Við þurfum að aðstoða þá sem eru að ljúka afplánun og ekkert bíður nema gatan og sama vonleysið og varð til þess að þeir hlutu dóma. Hvað ætla þessi ellefu flokkar sem eru í framboði núna að gera í málefnum fíknisjúkra, í löngum biðlistum barna í vanda og í heilbrigðismálum yfirleitt ef þeir komast á þing? Úrræðaleysi og langir biðlistar eru ekki ásættanlegir. Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar 6. janúar 2024 11:31 Er barnið þitt eða náinn aðstandandi að deyja vegna fálætis? Ragna Gestsdóttir birti þetta á DV Mánudaginn 8. janúar 2024 13:30 „Ég vil ekki að sonur minn verði rós á tröppum Alþingishússins“ Höfundur er tilvonandi kjósandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmunda G. Guðmundsdóttir Mest lesið Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
„Veit ekki hvort margir sáu það en minn mætti, já hann átti að vera á Vog innlögn 8 des, en nei "hann missti af því" því hann er í banni á skýlinu og engin til að reka á eftir, sem er ekki satt því ég var í símasambandi við hann oft um daginn , að biðja hann að fara. Hann lýtur hroðalega út, mjög illa farin og veikur, svo sárt að skilja hann eftir grátandi þegar við fórum, en það er ekkert sem ég get gert, hann er það mikið veikur........." Þetta skrifaði ég í lokuðum hóp á Facebook þann 10 des 2023 daginn eftir að við vorum með mótmæli vegna úrræðaleysis í málefnum fólks með fíknisjúkdóma, enduðum við mótmælin með táknrænum gjörning þar sem við lögðum rauða rós á tröppur alþingishússins til minningar um þau sem höfðu tapað í baráttunni við sjúkdóminn mörg að bíða eftir úrræði en fengu ekki hjálp í tæka tíð. Ég hélt að ég myndi ekki sjá hann aftur á lífi Hann var það veikur og í banni á Gistiskýlinu, ískalt úti og hann og þrír aðrir hírðust í óupphituðum bílastæðakjallara, illa klæddir og engin hugsun nema redda næsta skammti til að deyfa sig fyrir kuldanum, hungrinu og sáraukanum. Sem betur fer fékk sonur minn tækifæri, hann komst inn á Vog 11 des og núna 11 mánuðum seinna færði hann mér málað mynd af fallegri rós. Ég var með honum í gær í afmælisveislu dóttur hans og tengdasonar, knúsandi afa tvíburastrákana sína, svo hamingjusaman að sú gamla komst nú bara við. En hvað hefur gerst þessa ellefu mánuði í málefnum fólks með fíknisjúkdóm? jú það var opnað neyslurými, loksins, og gerður samningur við Vog svo þeir geti hjálpað fleirum með ópíóðafíkn til bata. En við þurfum að gera svo miklu meira, það vantar húsnæði, fleiri meðferðarúrræði, styttri biðtíma, en best væri að við gætum gripið þau þegar þau eru ung, áður en þau lenda á götunni, við erum að missa svo marga flotta krakka í neyslu vegna þess að þau fá ekki þá aðstoð sem þau þurfa nógu snemma, að ótöldum öllum þeim sem hafa fallið frá og skilja eftir aðstandendur í sárum, já bak við hvern einstakling með fíknisjúkdóm eru aðstandendur sem gera allt sem í þeirra valdi stendur til að fá hjálp en ganga ítrekað á lokaðar dyr. Höfum við efni á þessu, einstaklingur í neyslu kostar samfélagið miklu meira en sú hjálp sem hann þarf myndi kosta, það er sturluð staðreynd, og öll þau sem töpuðu í baráttunni og létust langt fyrir aldur fram er fórnarkostnaður sem við getum ekki sætt okkur við. Við þurfum að aðstoða þá sem eru að ljúka afplánun og ekkert bíður nema gatan og sama vonleysið og varð til þess að þeir hlutu dóma. Hvað ætla þessi ellefu flokkar sem eru í framboði núna að gera í málefnum fíknisjúkra, í löngum biðlistum barna í vanda og í heilbrigðismálum yfirleitt ef þeir komast á þing? Úrræðaleysi og langir biðlistar eru ekki ásættanlegir. Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar 6. janúar 2024 11:31 Er barnið þitt eða náinn aðstandandi að deyja vegna fálætis? Ragna Gestsdóttir birti þetta á DV Mánudaginn 8. janúar 2024 13:30 „Ég vil ekki að sonur minn verði rós á tröppum Alþingishússins“ Höfundur er tilvonandi kjósandi.
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar