Affleck ræddi myndina ásamt félaga sínum og æskuvini Matt Damon við Entertainment Tonight. Eins og alþjóð veit standa þau nú í miðjum skilnaði og hafa ekki sést saman opinberlega síðan í mars. Fregnir hafa borist af því að þau séu þrátt fyrir allt ágætis félagar en þau eru enn að skipta eigum sín á milli í gegnum lögfræðinga.
Í viðtalinu ber Affleck mynndina Unstoppable við hans fyrri myndir. Unstoppable er um líf og störf glímukappans Anthony Robles en Jharrel Jerome og Jennifer Lopez fara með aðalhlutverkin sem Anthony og Jules Robles, ásamt stórleikaranum Don Cheadle.
„Jennifer er stórkostleg. Þetta er önnur mynd sem við erum virkilega stolt af,“ segir Affleck í viðtalinu. Ummælin hafa vakið mikla athygli enda ekki á hverjum degi sem Affleck tjáir sig um sína fyrrverandi.