Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. nóvember 2024 20:02 Maya Rudolph í gervi Kamölu Harris, ásamt Kamölu Harris sjálfri í sjónvarpssal Saturday Night Live í gærkvöldi. Kamala Harris mælist með óvænt forskot á Donald Trump í ríki sem hann hefur hingað til unnið örugglega í forsetakosningum. Sagnfræðingur og fyrrverandi diplómati í Bandaríkjunum telur að úrslit kosninganna gætu sveiflast afgerandi í aðra hvora áttina. Óvænt atriði með Harris í skemmtiþætti hefur reitt repúblikana til reiði. New York Times og Siena-háskólinn, sem þykja með þeim áreiðanlegustu í bransanum, birtu í dag síðustu könnun sína fyrir forsetakosningarnar á þriðjudag. Hún sýnir fylgið í sveifluríkjunum sjö, ríkjunum þar sem niðurstöður kosninganna munu ráðast. Harris bætir örlítið við sig og leiðir í Wisconsin, Nevada, Norður-Karólínu og Georgíu, Trump hefur undanfarið haft örlítið forskot í þeim þremur síðarnefndu. Fylgið er hins vegar hnífjafnt í Pennsylvaníu og Michigan, hið síðarnefnda hefur verið talið öruggasta sveifluríki Harris, og Trump leiðir með fjórum prósentum í Arizona. Áfram er staðan því hnífjöfn og innan skekkjumarka. Niðurstöðurnar eru settar fram grafískt í fréttinni hér fyrir neðan. Í Iowa, djúprauðu ríki sem Trump hefur unnið örugglega í síðustu tveimur kosningum, mældist Harris skyndilega með þriggja prósenta forskot í nýrri könnun. Niðurstöðurnar þykja afar merkilegar, þó að þeim sé tekið með fyrirvara. Mögulega lýsi þær víðtækari þróun Harris í vil. Erlingur Erlingsson sagnfræðingur og fyrrverandi diplómati í Bandaríkjunum fór yfir stöðuna á Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Hann sagði að allt þar til í gær hafi Trump verið í betri stöðu. „En svo kom á óvart þessi Iowa-könnun, þar sem Harris stekkur allt í einu fram úr þarna í ríki sem er alls ekki eitt af þessum sveifluríkjum. En ég held að stærra spurningamerkið sé í kringum allar þessar kannanir, eru þær nákvæmar? Þær brugðust náttúrulega eins og frægt er 2016,“ segir Erlingur. Hann bendir jafnframt á að kannanir 2020 hafi spáð Joe Biden talsvert meira forskoti en kom upp úr kjörkössum en í kosningum fyrir tveimur árum hafi Demókrötum svo verið spáð mun lakara gengi en raunin varð. „Þannig að nú situr maður og veltir fyrir sér, hvar er skekkjan? Það gæti þýtt að úrslitin muni sveiflast mjög í aðra hverja áttina.“ Æsispennandi lokasprettur er framundan hjá frambjóðendunum. Þau voru bæði í Norður-Karólínu í gær og Harris dúkkaði svo óvænt upp í skemmtiþættinum Saturday Night Live, sem er í beinni frá New York. Repúblikanar risu í kjölfarið upp á afturlappirnar; það að Trump hafi ekki fengið boð í þáttinn segja þeir skýrt brot á jafnræðisreglu um tíma frambjóðenda í sjónvarpi og fjölmiðlum. Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Skoðanakannanir Kamala Harris Hollywood Tengdar fréttir Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump „Takk fyrir að bjarga lífi mínu!“ segir vinalegur maður á sextugsaldri um leið og hann skýst inn í hótel-lyftuna á leið niður í móttökuna. Hetjudáðin sem ég afrekaði var að troða fætinum á milli hurðanna þegar þær voru í þann mund að lokast svo maðurinn kæmist með. 3. nóvember 2024 12:16 „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir „Ég er bara komin með nóg af þessu,“ svarar ung kona á bak við afgreiðsluborðið á veitingastað nærri hótelinu mínu, þegar ég spyr hvers vegna hún ætlar ekki að kjósa. 2. nóvember 2024 15:03 Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Kamala Harris varaforseti Bandaríkjanna og forsetaefni Demókrata segir ummæli Donald Trump um að hann ætli að vernda konur „sama þótt þær vilji það eða ekki“ móðgun við alla. Harris segir þessi ummæli sýna að hann skilji ekki umboð kvenna, yfirráð þeirra eða rétt þeirra og getu til að taka ákvarðanir um sitt eigið líf, þar á meðal líkama sína. 1. nóvember 2024 07:26 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fleiri fréttir Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Sjá meira
New York Times og Siena-háskólinn, sem þykja með þeim áreiðanlegustu í bransanum, birtu í dag síðustu könnun sína fyrir forsetakosningarnar á þriðjudag. Hún sýnir fylgið í sveifluríkjunum sjö, ríkjunum þar sem niðurstöður kosninganna munu ráðast. Harris bætir örlítið við sig og leiðir í Wisconsin, Nevada, Norður-Karólínu og Georgíu, Trump hefur undanfarið haft örlítið forskot í þeim þremur síðarnefndu. Fylgið er hins vegar hnífjafnt í Pennsylvaníu og Michigan, hið síðarnefnda hefur verið talið öruggasta sveifluríki Harris, og Trump leiðir með fjórum prósentum í Arizona. Áfram er staðan því hnífjöfn og innan skekkjumarka. Niðurstöðurnar eru settar fram grafískt í fréttinni hér fyrir neðan. Í Iowa, djúprauðu ríki sem Trump hefur unnið örugglega í síðustu tveimur kosningum, mældist Harris skyndilega með þriggja prósenta forskot í nýrri könnun. Niðurstöðurnar þykja afar merkilegar, þó að þeim sé tekið með fyrirvara. Mögulega lýsi þær víðtækari þróun Harris í vil. Erlingur Erlingsson sagnfræðingur og fyrrverandi diplómati í Bandaríkjunum fór yfir stöðuna á Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Hann sagði að allt þar til í gær hafi Trump verið í betri stöðu. „En svo kom á óvart þessi Iowa-könnun, þar sem Harris stekkur allt í einu fram úr þarna í ríki sem er alls ekki eitt af þessum sveifluríkjum. En ég held að stærra spurningamerkið sé í kringum allar þessar kannanir, eru þær nákvæmar? Þær brugðust náttúrulega eins og frægt er 2016,“ segir Erlingur. Hann bendir jafnframt á að kannanir 2020 hafi spáð Joe Biden talsvert meira forskoti en kom upp úr kjörkössum en í kosningum fyrir tveimur árum hafi Demókrötum svo verið spáð mun lakara gengi en raunin varð. „Þannig að nú situr maður og veltir fyrir sér, hvar er skekkjan? Það gæti þýtt að úrslitin muni sveiflast mjög í aðra hverja áttina.“ Æsispennandi lokasprettur er framundan hjá frambjóðendunum. Þau voru bæði í Norður-Karólínu í gær og Harris dúkkaði svo óvænt upp í skemmtiþættinum Saturday Night Live, sem er í beinni frá New York. Repúblikanar risu í kjölfarið upp á afturlappirnar; það að Trump hafi ekki fengið boð í þáttinn segja þeir skýrt brot á jafnræðisreglu um tíma frambjóðenda í sjónvarpi og fjölmiðlum.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Skoðanakannanir Kamala Harris Hollywood Tengdar fréttir Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump „Takk fyrir að bjarga lífi mínu!“ segir vinalegur maður á sextugsaldri um leið og hann skýst inn í hótel-lyftuna á leið niður í móttökuna. Hetjudáðin sem ég afrekaði var að troða fætinum á milli hurðanna þegar þær voru í þann mund að lokast svo maðurinn kæmist með. 3. nóvember 2024 12:16 „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir „Ég er bara komin með nóg af þessu,“ svarar ung kona á bak við afgreiðsluborðið á veitingastað nærri hótelinu mínu, þegar ég spyr hvers vegna hún ætlar ekki að kjósa. 2. nóvember 2024 15:03 Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Kamala Harris varaforseti Bandaríkjanna og forsetaefni Demókrata segir ummæli Donald Trump um að hann ætli að vernda konur „sama þótt þær vilji það eða ekki“ móðgun við alla. Harris segir þessi ummæli sýna að hann skilji ekki umboð kvenna, yfirráð þeirra eða rétt þeirra og getu til að taka ákvarðanir um sitt eigið líf, þar á meðal líkama sína. 1. nóvember 2024 07:26 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fleiri fréttir Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Sjá meira
Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump „Takk fyrir að bjarga lífi mínu!“ segir vinalegur maður á sextugsaldri um leið og hann skýst inn í hótel-lyftuna á leið niður í móttökuna. Hetjudáðin sem ég afrekaði var að troða fætinum á milli hurðanna þegar þær voru í þann mund að lokast svo maðurinn kæmist með. 3. nóvember 2024 12:16
„Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir „Ég er bara komin með nóg af þessu,“ svarar ung kona á bak við afgreiðsluborðið á veitingastað nærri hótelinu mínu, þegar ég spyr hvers vegna hún ætlar ekki að kjósa. 2. nóvember 2024 15:03
Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Kamala Harris varaforseti Bandaríkjanna og forsetaefni Demókrata segir ummæli Donald Trump um að hann ætli að vernda konur „sama þótt þær vilji það eða ekki“ móðgun við alla. Harris segir þessi ummæli sýna að hann skilji ekki umboð kvenna, yfirráð þeirra eða rétt þeirra og getu til að taka ákvarðanir um sitt eigið líf, þar á meðal líkama sína. 1. nóvember 2024 07:26