Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Kári Mímisson skrifar 2. nóvember 2024 19:00 Liðin léku til úrslita á síðasta tímabili. vísir / anton brink Afturelding tók á móti FH í sannkölluðum toppslag í Olís deild karla í handbolta. Svo fór að lokum að FH fór með afar sannfærandi sex marka sigur af hólmi. Lokatölur 29-35 fyrir gestina sem jafna Aftureldingu að stigum en liðin deila nú toppsætinu þegar níu umferðum er lokið. Gestirnir byrjuðu leikinn í dag miklu betur og skoruðu fyrstu þrjú mörk leiksins og gáfu heldur betur tóninn fyrir það sem koma skyldi. Lið FH fór mikinn í fyrri hálfleik og náði mest átta marka forystu. Heimamenn áttu í stökustu vandræðum varnarlega og þá tókst markvörðum liðsins ekki að klukka einn einasta bolta í fyrri hálfleik. Staðan í hálfleik 13-20 fyrir gestina sem sýndu allar sínar fínustu hliðar. FH réð áfram lögum og lofum til að byrja með í seinni hálfleik. Vörn heimamann var ekki beint til útflutnings og þá gekk ekkert hjá þeim Einari Baldvin og Brynjari Vigni, markvörðum Aftureldingar. Fyrsta varða skotið kom eftir tæplega 44 mínútna leik hjá þeim. Þrátt fyrir þennan slæma varnarleik og nánast enga markvörslu tókst heimamönnum að koma leiknum niður í fimm mörk þegar seinni hálfleikur var hálfnaður og von um áhlaup lifði. Sigursteinn Arndal, þjálfari FH tók þá leikhlé sem kveikti greinilega á öllu aftur hjá FH aftur því liðið skoraði næstu fjögur mörk og fór ansi langt með leikinn. Lokatölur í Mosfellsbæ 29-25 fyrir FH. Atvik leiksins Ef ég ætti að velja eitthvað eitt atvik þá verður það að vera leikhléið hjá Steina um miðjan seinni hálfleikinn. Tekur það á hárréttum tíma og tekst að koma í veg fyrir að Afturelding nái að setja einhverja alvöru pressu á FH liðið í dag. Stjörnur og skúrkar Vörn og markvarsla hjá Aftureldingu fær þennan skúrka stimpilinn skuldlaust í dag. Að takast ekki að vera fyrir svo sem eins og einum bolta í fyrri hálfleik er bara ekki boðlegt í toppslag eins og þessum. Þeir enduðu með þrjú skot í dag og voru algjörlega ósýnilegir. Þá var vörn Aftureldingar því miður ekki að hjálpa þeim neitt. Það verður þó ekki tekið af gestunum að það að fara inn í hálfleik með 95 prósent skotnýtingu er líka hrikalega vel gert. Ásbjörn Friðriksson var öflugur fyrir FH í dag með níu mörk og þá gerði Jóhannes Berg átta mörk. Daníel Freyr Andrésson varði 11 bolta í marki FH. Hjá Aftureldingu var Birgir Steinn Jónsson sem var atkvæðamestur með 10 mörk. Dómarinn Ekki neitt hægt að setja út á Anton og Jónas í dag. Með þetta í teskeið eins og svo oft áður. Stemning og umgjörð Fín mæting á Varmá og skemmtileg umgjörð hjá Mosfellingum fyrir þennan toppslag. Því miður fyrir fjölmarga stuðningsmenn Aftureldingar átti liðið ekki sinn besta dag en það breytti þó engu fyrir þá allra hörðustu sem sungu og trölluðu allar 60 mínúturnar Olís-deild karla Afturelding FH
Afturelding tók á móti FH í sannkölluðum toppslag í Olís deild karla í handbolta. Svo fór að lokum að FH fór með afar sannfærandi sex marka sigur af hólmi. Lokatölur 29-35 fyrir gestina sem jafna Aftureldingu að stigum en liðin deila nú toppsætinu þegar níu umferðum er lokið. Gestirnir byrjuðu leikinn í dag miklu betur og skoruðu fyrstu þrjú mörk leiksins og gáfu heldur betur tóninn fyrir það sem koma skyldi. Lið FH fór mikinn í fyrri hálfleik og náði mest átta marka forystu. Heimamenn áttu í stökustu vandræðum varnarlega og þá tókst markvörðum liðsins ekki að klukka einn einasta bolta í fyrri hálfleik. Staðan í hálfleik 13-20 fyrir gestina sem sýndu allar sínar fínustu hliðar. FH réð áfram lögum og lofum til að byrja með í seinni hálfleik. Vörn heimamann var ekki beint til útflutnings og þá gekk ekkert hjá þeim Einari Baldvin og Brynjari Vigni, markvörðum Aftureldingar. Fyrsta varða skotið kom eftir tæplega 44 mínútna leik hjá þeim. Þrátt fyrir þennan slæma varnarleik og nánast enga markvörslu tókst heimamönnum að koma leiknum niður í fimm mörk þegar seinni hálfleikur var hálfnaður og von um áhlaup lifði. Sigursteinn Arndal, þjálfari FH tók þá leikhlé sem kveikti greinilega á öllu aftur hjá FH aftur því liðið skoraði næstu fjögur mörk og fór ansi langt með leikinn. Lokatölur í Mosfellsbæ 29-25 fyrir FH. Atvik leiksins Ef ég ætti að velja eitthvað eitt atvik þá verður það að vera leikhléið hjá Steina um miðjan seinni hálfleikinn. Tekur það á hárréttum tíma og tekst að koma í veg fyrir að Afturelding nái að setja einhverja alvöru pressu á FH liðið í dag. Stjörnur og skúrkar Vörn og markvarsla hjá Aftureldingu fær þennan skúrka stimpilinn skuldlaust í dag. Að takast ekki að vera fyrir svo sem eins og einum bolta í fyrri hálfleik er bara ekki boðlegt í toppslag eins og þessum. Þeir enduðu með þrjú skot í dag og voru algjörlega ósýnilegir. Þá var vörn Aftureldingar því miður ekki að hjálpa þeim neitt. Það verður þó ekki tekið af gestunum að það að fara inn í hálfleik með 95 prósent skotnýtingu er líka hrikalega vel gert. Ásbjörn Friðriksson var öflugur fyrir FH í dag með níu mörk og þá gerði Jóhannes Berg átta mörk. Daníel Freyr Andrésson varði 11 bolta í marki FH. Hjá Aftureldingu var Birgir Steinn Jónsson sem var atkvæðamestur með 10 mörk. Dómarinn Ekki neitt hægt að setja út á Anton og Jónas í dag. Með þetta í teskeið eins og svo oft áður. Stemning og umgjörð Fín mæting á Varmá og skemmtileg umgjörð hjá Mosfellingum fyrir þennan toppslag. Því miður fyrir fjölmarga stuðningsmenn Aftureldingar átti liðið ekki sinn besta dag en það breytti þó engu fyrir þá allra hörðustu sem sungu og trölluðu allar 60 mínúturnar
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti