Baldur: Yrði hissa ef minn sjúkraþjálfari myndi fara í svona baráttu Andri Már Eggertsson skrifar 31. október 2024 22:11 Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Stjörnunnar, var ánægður með fimmta sigur liðsins Vísir/Jón Gautur Stjarnan vann sex stiga sigur gegn Grindavík 104-98. Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Stjörnunnar, var ánægður með sigurinn en þótti það ansi sérstakt að sjúkraþjálfari Grindavíkur hafi tekið þátt í slagsmálum sem brutust út meðal leikmanna. „Við gerðum virkilega vel í þriðja leikhluta í þessum leik sem fór langt með sigurinn en Grindavík gerði vel í að koma til baka og voru góðir í fjórða leikhluta. En okkur tókst að halda þetta út og það var ánægjulegt að ná sigri,“ sagði Baldur Þór Ragnarsson í viðtali eftir leik. Stjarnan var fjórum stigum yfir í hálfleik 52-48 og að mati Baldurs var lítill munur á liðunum í fyrstu tveimur leikhlutunum. „Í fyrri hálfleik var þetta bara barátta og liðin skiptust á körfum. Þeir voru að setja erfiða þrista ofan í sem þeir fengu ekki í seinni hálfleik. Við náðum öflugri vörn í þriðja leikhluta en í fjórða leikhluta var vörnin ekki góð.“ Stjarnan byrjaði síðari hálfleik á að gera sextán stig gegn aðeins þremur hjá Grindavík og Baldur var afar ánægður með hvernig hans lið byrjaði seinni hálfleikinn. „Varnarleikurinn var þéttari og þegar þeir sendu út í skot þá voru þau ekki að detta eins og í fyrri hálfleik. Við náðum nokkrum stoppum í röð og skoruðum líka. Í grunninn unnum við leikinn út af því við skoruðum 104 stig það var ekki út af varnarleiknum þar sem við fengum 98 stig á okkur.“ Það brutust út mikil læti í fjórða leikhluta þar sem það myndaðist mikill hiti á milli leikmanna Stjörnunnar og Grindavíkur. Baldri þótti það afar lélegt að sjúkraþjálfari Grindavíkur hafi farið inn í þvöguna og var að ýta við leikmönnum „Ég sá harða villu þar sem Björgvin Hafþór Ríkharðsson braut af sér og fylgdi eftir. Ég hefði viljað sjá ásetning þegar menn fara á eftir leikmönnum og það voru viðbrögð frá Hilmari Smára sem vildi verja sinn mann og þá fóru bæði lið að verja sína menn og það var einhver stemning þarna út í horni sem ég sá ekki neitt.“ „Eina sem mér fannst skrítið var að sjúkraþjálfarinn var mættur inn á völlinn í barning. Ég yrði mjög hissa ef minn sjúkraþjálfari væri kominn í baráttuna en það er mismunandi hvernig menn taka á þessum bransa,“ sagði Baldur Þór að lokum. Stjarnan Bónus-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Sjá meira
„Við gerðum virkilega vel í þriðja leikhluta í þessum leik sem fór langt með sigurinn en Grindavík gerði vel í að koma til baka og voru góðir í fjórða leikhluta. En okkur tókst að halda þetta út og það var ánægjulegt að ná sigri,“ sagði Baldur Þór Ragnarsson í viðtali eftir leik. Stjarnan var fjórum stigum yfir í hálfleik 52-48 og að mati Baldurs var lítill munur á liðunum í fyrstu tveimur leikhlutunum. „Í fyrri hálfleik var þetta bara barátta og liðin skiptust á körfum. Þeir voru að setja erfiða þrista ofan í sem þeir fengu ekki í seinni hálfleik. Við náðum öflugri vörn í þriðja leikhluta en í fjórða leikhluta var vörnin ekki góð.“ Stjarnan byrjaði síðari hálfleik á að gera sextán stig gegn aðeins þremur hjá Grindavík og Baldur var afar ánægður með hvernig hans lið byrjaði seinni hálfleikinn. „Varnarleikurinn var þéttari og þegar þeir sendu út í skot þá voru þau ekki að detta eins og í fyrri hálfleik. Við náðum nokkrum stoppum í röð og skoruðum líka. Í grunninn unnum við leikinn út af því við skoruðum 104 stig það var ekki út af varnarleiknum þar sem við fengum 98 stig á okkur.“ Það brutust út mikil læti í fjórða leikhluta þar sem það myndaðist mikill hiti á milli leikmanna Stjörnunnar og Grindavíkur. Baldri þótti það afar lélegt að sjúkraþjálfari Grindavíkur hafi farið inn í þvöguna og var að ýta við leikmönnum „Ég sá harða villu þar sem Björgvin Hafþór Ríkharðsson braut af sér og fylgdi eftir. Ég hefði viljað sjá ásetning þegar menn fara á eftir leikmönnum og það voru viðbrögð frá Hilmari Smára sem vildi verja sinn mann og þá fóru bæði lið að verja sína menn og það var einhver stemning þarna út í horni sem ég sá ekki neitt.“ „Eina sem mér fannst skrítið var að sjúkraþjálfarinn var mættur inn á völlinn í barning. Ég yrði mjög hissa ef minn sjúkraþjálfari væri kominn í baráttuna en það er mismunandi hvernig menn taka á þessum bransa,“ sagði Baldur Þór að lokum.
Stjarnan Bónus-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Sjá meira