Stórsigur beggja innan skekkjumarka Samúel Karl Ólason skrifar 31. október 2024 14:15 Donald Trump og Kamala Harris. AP Óáreiðanlegar kannanir og nafnlausir aðilar á veðmálamörkuðum eru sagðir hafa byggt upp væntingar Repúblikana um sigur í forsetakosningunum. Fari svo að Kamala Harris vinni, gæti Donald Trump, notað þessar væntingar kjósenda sinna til að grafa undan trúverðugleika niðurstaðanna. Trúverðugari kannanir benda til jafnar baráttu og að fjölmargar sviðsmyndir séu í kortunum. Í aðdraganda forsetakosninganna í Bandaríkjunum hafa þó nokkrar kannanir litið dagsins ljós sem gefa til kynna að Trump eigi greiða leið að sigri næsta þriðjudag. Það er þrátt fyrir að lang flestar kannanir sem framkvæmdar eru vestanhafs sýna kosningabaráttuna hnífjafna. Í greiningu New York Times segir að þessar kannanir eigi það allar sameiginlegt að hafa verið framkvæmdar af íhaldssömum aðilum. Þó þær hafi lítil áhrif haft á spálíkön sérfræðinga eru ýmsir sem telja þessar kannanir, og annarskonar væringar á veðmálamörkuðum í Bandaríkjunum, þjóna öðrum tilgangi. Sá tilgangur gæti verið að veita Trump sjálfum skotfæri til að grafa undan trúverðugleika niðurstaðna kosninganna og halda því fram, aftur, að kosningasvindl hafi kostað hann sigur. Trump er þegar byrjaður að halda því fram að verið sé að svindla gegn honum í kosningunum. Það gerði hann einnig bæði fyrir kosningarnar 2016, sem hann vann, og fyrir og eftir kosningarnar 2020, sem hann tapaði. Trump birti þessa færslu á samfélagsmiðli sínum í gær. Úr fimmtán í 37 Í greiningu NYT segir að undir lok kosningabaráttunnar 2020 hafi aðilar tengdir Repúblikanaflokknum birt fimmtán kannanir í svokölluðum sveifluríkjum. Á sama tímabili þessarar baráttu eru kannanirnar 37. Trump leiddi baráttuna í þrjátíu þeirra. Á sama tíma hefur dregið töluvert úr fjölda hlutlausra kannana, eins og þeirra sem framkvæmdar eru af stórum fjölmiðlum. Af sem hafa verið birtar hefur um helmingur þeirra gefið til kynna að Trump eigi von á sigri. Svipaða sögu er að segja af veðmálamörkuðum eins og Polymarket og Kalshi þar sem líkur Trumps á sigri hafa hækkað verulega umfram kannanir. Útlit er fyrir að þessar hækkanir megi rekja til tiltölulega fárra en hárra veðmála á sigur Trumps. Verður sífellt jafnara Samkvæmt spálíkani New York Times, sem byggir á meðaltali fjölmargra kannana, er fylgi Harris á landsvísu 49 prósent og fylgi Trumps 48 prósent. Vegna kjörmannakerfis Bandaríkjanna eru að þessu sinni sjö ríki sem skipta mestu máli. Sjá einnig: Enn allt í járnum skömmu fyrir kjördag Það eru Arizona, Georgía, Michigan, Nevada, Norður-Karólína, Pennsylvanía og Wisconsin. Þau Harris og Trump mælast jöfn í Nevada og Wisconsin. Harris er minna en einu prósentustigi yfir Trump í Michigan og mælist Trump með forskot í hinum fjórum ríkjunum. Þriggja prósentustiga forskot í Arizona, tveggja prósentustiga forskot í Georgíu og um eins prósentustiga forskot í Norður-Karólínu og í Pennsylvaníu. Allt er þetta innan skekkjumarka. Bæði gætu unnið stórsigur Í grein sem birt var á vef tölfræðimiðilsins FiveThirtyEight í gær segir að þó kannanir sýni að mestu að lítill munur sé á fylgi Harris og Trumps, sé ljóst að úrslitin geti orðið margskonar. Fjölmargar sviðsmyndir séu innan skekkjumarka kannana. Þar kemur fram að í kosningunum 2020 hafi fylgi Joes Biden ofmetið í könnunum og árið 2016 hafi fylgi Trumps verið vanmetið. (Fyrst stóð ofmetið hér. Það var rangt.) Munurinn á fylgi þeirra Harris og Trumps var í gær, samkvæmt líkani FiveThirtyEight, innan fjögurra prósentustiga í sjö ríkjum. Það feli til dæmis í sér að hafi fylgi Harris verið ofmetið eins og fylgi Bidens var ofmetið 2020, muni Trump sigra öll þau ríki og þannig tryggja sér 312 kjörmenn. Fylgi Repúblikana hefur einnig verið ofmetið í aðdraganda forsetakosninga í Bandaríkjunum. Hafi fylgi Trumps verið ofmetið að þessu sinni, er útlit fyrir að Harris myndir vinna öll þessi sjö ríki og tryggja sér 319 kjörmenn. 270 kjörmenn þarf til að tryggja sér sigur. Bandaríkin Donald Trump Kamala Harris Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Trump lék ruslakarl í Wisconsin Bandarísku forsetaframbjóðendurnir Kamala Harris og Donald Trump voru bæði stödd í Wisconsin ríki í gærkvöldi þar sem þau komu fram á fjöldafundum. 31. október 2024 07:15 Orðljótir stuðningsmenn Trump létu gamminn geisa í New York Púertó Ríkó er „fljótandi ruslaeyja“, gyðingar nískir og Palestínumenn grjótkastarar. Þá er Kamala Harris and-Kristur og vændiskona. Þetta er meðal þess sem kom fram á kosningafundi Donald Trump í Madison Square Garden í gærkvöldi. 28. október 2024 07:15 Óttast umsátur og ofbeldi við kjörstaði Allt er í járnum í Bandaríkjunum nú þegar rúm vika er í forsetakosningar þar ytra. Borgarfulltrúi segir söguna sýna að Trump fái oft meira fylgi en kannanir gefi til kynna. Óttast er að umsátursástand myndist við kjörstaði vegna ólgu í tengslum við kosningarnar. 26. október 2024 13:01 Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ Innlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira
Trúverðugari kannanir benda til jafnar baráttu og að fjölmargar sviðsmyndir séu í kortunum. Í aðdraganda forsetakosninganna í Bandaríkjunum hafa þó nokkrar kannanir litið dagsins ljós sem gefa til kynna að Trump eigi greiða leið að sigri næsta þriðjudag. Það er þrátt fyrir að lang flestar kannanir sem framkvæmdar eru vestanhafs sýna kosningabaráttuna hnífjafna. Í greiningu New York Times segir að þessar kannanir eigi það allar sameiginlegt að hafa verið framkvæmdar af íhaldssömum aðilum. Þó þær hafi lítil áhrif haft á spálíkön sérfræðinga eru ýmsir sem telja þessar kannanir, og annarskonar væringar á veðmálamörkuðum í Bandaríkjunum, þjóna öðrum tilgangi. Sá tilgangur gæti verið að veita Trump sjálfum skotfæri til að grafa undan trúverðugleika niðurstaðna kosninganna og halda því fram, aftur, að kosningasvindl hafi kostað hann sigur. Trump er þegar byrjaður að halda því fram að verið sé að svindla gegn honum í kosningunum. Það gerði hann einnig bæði fyrir kosningarnar 2016, sem hann vann, og fyrir og eftir kosningarnar 2020, sem hann tapaði. Trump birti þessa færslu á samfélagsmiðli sínum í gær. Úr fimmtán í 37 Í greiningu NYT segir að undir lok kosningabaráttunnar 2020 hafi aðilar tengdir Repúblikanaflokknum birt fimmtán kannanir í svokölluðum sveifluríkjum. Á sama tímabili þessarar baráttu eru kannanirnar 37. Trump leiddi baráttuna í þrjátíu þeirra. Á sama tíma hefur dregið töluvert úr fjölda hlutlausra kannana, eins og þeirra sem framkvæmdar eru af stórum fjölmiðlum. Af sem hafa verið birtar hefur um helmingur þeirra gefið til kynna að Trump eigi von á sigri. Svipaða sögu er að segja af veðmálamörkuðum eins og Polymarket og Kalshi þar sem líkur Trumps á sigri hafa hækkað verulega umfram kannanir. Útlit er fyrir að þessar hækkanir megi rekja til tiltölulega fárra en hárra veðmála á sigur Trumps. Verður sífellt jafnara Samkvæmt spálíkani New York Times, sem byggir á meðaltali fjölmargra kannana, er fylgi Harris á landsvísu 49 prósent og fylgi Trumps 48 prósent. Vegna kjörmannakerfis Bandaríkjanna eru að þessu sinni sjö ríki sem skipta mestu máli. Sjá einnig: Enn allt í járnum skömmu fyrir kjördag Það eru Arizona, Georgía, Michigan, Nevada, Norður-Karólína, Pennsylvanía og Wisconsin. Þau Harris og Trump mælast jöfn í Nevada og Wisconsin. Harris er minna en einu prósentustigi yfir Trump í Michigan og mælist Trump með forskot í hinum fjórum ríkjunum. Þriggja prósentustiga forskot í Arizona, tveggja prósentustiga forskot í Georgíu og um eins prósentustiga forskot í Norður-Karólínu og í Pennsylvaníu. Allt er þetta innan skekkjumarka. Bæði gætu unnið stórsigur Í grein sem birt var á vef tölfræðimiðilsins FiveThirtyEight í gær segir að þó kannanir sýni að mestu að lítill munur sé á fylgi Harris og Trumps, sé ljóst að úrslitin geti orðið margskonar. Fjölmargar sviðsmyndir séu innan skekkjumarka kannana. Þar kemur fram að í kosningunum 2020 hafi fylgi Joes Biden ofmetið í könnunum og árið 2016 hafi fylgi Trumps verið vanmetið. (Fyrst stóð ofmetið hér. Það var rangt.) Munurinn á fylgi þeirra Harris og Trumps var í gær, samkvæmt líkani FiveThirtyEight, innan fjögurra prósentustiga í sjö ríkjum. Það feli til dæmis í sér að hafi fylgi Harris verið ofmetið eins og fylgi Bidens var ofmetið 2020, muni Trump sigra öll þau ríki og þannig tryggja sér 312 kjörmenn. Fylgi Repúblikana hefur einnig verið ofmetið í aðdraganda forsetakosninga í Bandaríkjunum. Hafi fylgi Trumps verið ofmetið að þessu sinni, er útlit fyrir að Harris myndir vinna öll þessi sjö ríki og tryggja sér 319 kjörmenn. 270 kjörmenn þarf til að tryggja sér sigur.
Bandaríkin Donald Trump Kamala Harris Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Trump lék ruslakarl í Wisconsin Bandarísku forsetaframbjóðendurnir Kamala Harris og Donald Trump voru bæði stödd í Wisconsin ríki í gærkvöldi þar sem þau komu fram á fjöldafundum. 31. október 2024 07:15 Orðljótir stuðningsmenn Trump létu gamminn geisa í New York Púertó Ríkó er „fljótandi ruslaeyja“, gyðingar nískir og Palestínumenn grjótkastarar. Þá er Kamala Harris and-Kristur og vændiskona. Þetta er meðal þess sem kom fram á kosningafundi Donald Trump í Madison Square Garden í gærkvöldi. 28. október 2024 07:15 Óttast umsátur og ofbeldi við kjörstaði Allt er í járnum í Bandaríkjunum nú þegar rúm vika er í forsetakosningar þar ytra. Borgarfulltrúi segir söguna sýna að Trump fái oft meira fylgi en kannanir gefi til kynna. Óttast er að umsátursástand myndist við kjörstaði vegna ólgu í tengslum við kosningarnar. 26. október 2024 13:01 Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ Innlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira
Trump lék ruslakarl í Wisconsin Bandarísku forsetaframbjóðendurnir Kamala Harris og Donald Trump voru bæði stödd í Wisconsin ríki í gærkvöldi þar sem þau komu fram á fjöldafundum. 31. október 2024 07:15
Orðljótir stuðningsmenn Trump létu gamminn geisa í New York Púertó Ríkó er „fljótandi ruslaeyja“, gyðingar nískir og Palestínumenn grjótkastarar. Þá er Kamala Harris and-Kristur og vændiskona. Þetta er meðal þess sem kom fram á kosningafundi Donald Trump í Madison Square Garden í gærkvöldi. 28. október 2024 07:15
Óttast umsátur og ofbeldi við kjörstaði Allt er í járnum í Bandaríkjunum nú þegar rúm vika er í forsetakosningar þar ytra. Borgarfulltrúi segir söguna sýna að Trump fái oft meira fylgi en kannanir gefi til kynna. Óttast er að umsátursástand myndist við kjörstaði vegna ólgu í tengslum við kosningarnar. 26. október 2024 13:01