Sprengiefnin skildi maðurinn eftir á Neukölln-lestarstöðinni í sunnanverðri Berlín. Þegar ríkislögreglumenn stöðvuðu hann tók hann til fótanna, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Sprengusveit lögreglunnar eyddi sprengiefnunum á bílastæði í nágrenninu.
Þýska dagblaðið Bild hélt því fram að efnið í töskunni hafi verið þríasetón þríperoxíð, óstöðugt sprengiefni sem gengur undir heitinu TATP, sem öfgamenn hafa áður notað í hryðjuverkaárásum. Lögreglan hvorki neitar né staðfestir þær fregnir en segist rannsaka alla möguleika.
Lögreglumaður sem dagblaðið Berliner Zeitung vitnar í segir að svo virðist sem að tekist hafi að koma í veg fyrir árás.