Fjallað er um málið í dag bók lögreglunnar. Þar kemur einnig fram að tveir hafi gisti í fangageymslu í nótt og að 59 mál hafi verið bókuð í kerfi lögreglunnar frá því klukkan 17 til 5.
Þar segir einnig að Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafi nú til rannsóknar líkamsárás sem tilkynnt var um í Hafnarfirði eða Garðabæ. Grunaður gerandi hljóp af vettvangi.
Þá segir í dagbókinni að skráningarmerki hafi verið tekin af tíu ökutækjum. Ýmist vegna skorts á tryggingum eða skoðun.