Föðurlaus börn og fjölskyldusjúkdómurinn Sigmar Guðmundsson skrifar 30. október 2024 08:00 Það er ekki að ósekju að áfengis og vímuefnasýki sé kölluð fjölskyldusjúkdómur. Það er ekki bara sá veiki sem þjáist, öll fjölskyldan og jafnvel vinir finna mikið fyrir afleiðingum neyslunnar. Frásögn af bræðrunum Jóni Kjartani og Sindra Geir, sem faðir þeirra Ásgeir Gíslason treysti mér fyrir, vakti mikla athygli á dögunum. Að bræður í blóma lífsins látist á sama sólarhringnum í sömu íbúð úr ofskömmtun er sorglegra en orð fá lýst. En um leið er þetta grimm áminning um hræðilegar afleiðingar sjúkdómsins. Eftir sitja aðstandendur í djúpri sorg og vanmætti. Þann 9. ágúst létust ekki bara tveir bræður. Faðir missti líka drengina sína tvo. Þrjár systur syrgja núna bræður sína. Tvö ung börn Sindra, þriggja ára sonur og dóttir sem er tæpra tveggja ára, fá aldrei að kynnast föður sínum. Sindri lagði mikið á sig til þess að ná að vera edrú fyrir sig og fjölskyldu sína. En því miður náði sjúkdómurinn yfirhöndinni í lokin. Kemur þar margt til, meðal annars skortur á eftirfylgni að lokinni meðferð. Og nú eru tvö lítil börn föðurlaus. Hér verður að árétta að fjölskylda Sindra og Jóns Kjartans kenna engum um að svo illa fór. Þau vilja bara að samfélagið viðurkenni vandann eins og hann er. Að raunverulegar úrbætur forði öðrum frá svona mikilli sorg. Ábyrgðin liggur hjá stjórnmálamönnum og fjárveitingarvaldinu, ekki fagfólkinu og meðferðarstöðvunum. Allt fagfólkið okkar sem vinnur í þessum málaflokki gerir það ekki bara fyrir launin heldur líka af hugsjón. Þeim finnst sárt að löng bið sé eina svarið. Biðlistar og forgangsröðun kemur til af illri nauðsyn í fjársveltu kerfi. Aðstandendur gleymast of oft. En stöðu þeirra verðum við líka að geta rætt. Ekki til að velta okkur upp úr sorg eða erfiðleikum heldur til þess að öðlast skilning á raunverulegum afleiðingum sjúkdómsins og þá miklu þjáningu sem aðstandendur ganga líka í gegnum. Við erum samfélag og eigum að sýna samkennd, en ekki fjárhagslegt fálæti gagnvart erfiðleikum fólks. Ég ræddi nýverið við föður sem kom syni sínum í meðferð í einu af nágrannalöndunum. Það lá mikið á, plássið losnaði óvænt og fjölskyldan greiddi háar fjárhæðir í ferðakostnað, meðferðina og uppihald. Þegar allt var talið reyndist þetta vera um þrjár milljónir króna. Svarið sem fæst frá hinu opinbera er að úr því samþykki fékkst ekki fyrir fram, þá verður ekkert endurgreitt. Faðirinn sér ekki eftir peningunum enda gengur syni hans vel. En honum finnst sérstakt að fólk sem í flýti kemur ástvini í skjól erlendis, af því hér eru langir biðlistar, fái þessi svör. Sú sjálfsagða sjálfsbjargarviðleitni leiðir síðan til þess að kerfið hér fer í lás. Computer says no. Þetta er dæmi um álagið sem aðstandendur standa frammi fyrir. Áhyggjur af velferð ástvina sem fá ekki aðstoð. Áhyggjur af fjárhagnum. Það er álag að sinna veiku fólki. Ekki síst innan fjölskyldunnar. Mér finnst að við eigum að gera meira til að létta aðstandendum lífið. Aukin sálfræðistuðningur, niðurgreiddur, og bætt aðgengi að þjónustu geðlækna væri gott fyrsta skref. Ekki veitir af. Höfundur er þingmaður Viðreisnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmar Guðmundsson Fíkn Heilbrigðismál Geðheilbrigði Viðreisn Mest lesið Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Það er ekki að ósekju að áfengis og vímuefnasýki sé kölluð fjölskyldusjúkdómur. Það er ekki bara sá veiki sem þjáist, öll fjölskyldan og jafnvel vinir finna mikið fyrir afleiðingum neyslunnar. Frásögn af bræðrunum Jóni Kjartani og Sindra Geir, sem faðir þeirra Ásgeir Gíslason treysti mér fyrir, vakti mikla athygli á dögunum. Að bræður í blóma lífsins látist á sama sólarhringnum í sömu íbúð úr ofskömmtun er sorglegra en orð fá lýst. En um leið er þetta grimm áminning um hræðilegar afleiðingar sjúkdómsins. Eftir sitja aðstandendur í djúpri sorg og vanmætti. Þann 9. ágúst létust ekki bara tveir bræður. Faðir missti líka drengina sína tvo. Þrjár systur syrgja núna bræður sína. Tvö ung börn Sindra, þriggja ára sonur og dóttir sem er tæpra tveggja ára, fá aldrei að kynnast föður sínum. Sindri lagði mikið á sig til þess að ná að vera edrú fyrir sig og fjölskyldu sína. En því miður náði sjúkdómurinn yfirhöndinni í lokin. Kemur þar margt til, meðal annars skortur á eftirfylgni að lokinni meðferð. Og nú eru tvö lítil börn föðurlaus. Hér verður að árétta að fjölskylda Sindra og Jóns Kjartans kenna engum um að svo illa fór. Þau vilja bara að samfélagið viðurkenni vandann eins og hann er. Að raunverulegar úrbætur forði öðrum frá svona mikilli sorg. Ábyrgðin liggur hjá stjórnmálamönnum og fjárveitingarvaldinu, ekki fagfólkinu og meðferðarstöðvunum. Allt fagfólkið okkar sem vinnur í þessum málaflokki gerir það ekki bara fyrir launin heldur líka af hugsjón. Þeim finnst sárt að löng bið sé eina svarið. Biðlistar og forgangsröðun kemur til af illri nauðsyn í fjársveltu kerfi. Aðstandendur gleymast of oft. En stöðu þeirra verðum við líka að geta rætt. Ekki til að velta okkur upp úr sorg eða erfiðleikum heldur til þess að öðlast skilning á raunverulegum afleiðingum sjúkdómsins og þá miklu þjáningu sem aðstandendur ganga líka í gegnum. Við erum samfélag og eigum að sýna samkennd, en ekki fjárhagslegt fálæti gagnvart erfiðleikum fólks. Ég ræddi nýverið við föður sem kom syni sínum í meðferð í einu af nágrannalöndunum. Það lá mikið á, plássið losnaði óvænt og fjölskyldan greiddi háar fjárhæðir í ferðakostnað, meðferðina og uppihald. Þegar allt var talið reyndist þetta vera um þrjár milljónir króna. Svarið sem fæst frá hinu opinbera er að úr því samþykki fékkst ekki fyrir fram, þá verður ekkert endurgreitt. Faðirinn sér ekki eftir peningunum enda gengur syni hans vel. En honum finnst sérstakt að fólk sem í flýti kemur ástvini í skjól erlendis, af því hér eru langir biðlistar, fái þessi svör. Sú sjálfsagða sjálfsbjargarviðleitni leiðir síðan til þess að kerfið hér fer í lás. Computer says no. Þetta er dæmi um álagið sem aðstandendur standa frammi fyrir. Áhyggjur af velferð ástvina sem fá ekki aðstoð. Áhyggjur af fjárhagnum. Það er álag að sinna veiku fólki. Ekki síst innan fjölskyldunnar. Mér finnst að við eigum að gera meira til að létta aðstandendum lífið. Aukin sálfræðistuðningur, niðurgreiddur, og bætt aðgengi að þjónustu geðlækna væri gott fyrsta skref. Ekki veitir af. Höfundur er þingmaður Viðreisnar
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson Skoðun