„Mikilvægt að láta ekki hugfallast“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 29. október 2024 13:32 Vinstri græn og Píratar gætu þurrkast út af Alþingi verði niðurstaða nýrrar könnunar að veruleika. Svandís Svavarsdóttir formaður VG segir mikilvægt að hugfallast ekki. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir oddviti Pírata í Kraganum segist taka niðurstöðuna alvarlega. Vísir Formaður Vinstri grænna segir að mikilvægt að láta ekki hugfallast yfir gengi flokksins í skoðanakönnunum. Í nýrri könnun Maskínu er flokkurinn á útleið af þingi. Fylgi Pírata hrynur milli kannanna og mælist nú 4,5 prósent á landsvísu. Oddviti þeirra í Kraganum segir það alvarlegt en kosningabaráttan sé rétt að hefjast Þrátt fyrir að Vinstri græn hafi kynnt framboðslista í öllum kjördæmum fyrir komandi alþingiskosningar er það ekki að hafa jákvæð áhrif á fylgi flokksins samkvæmt nýrri skoðanakönnun Maskínu sem var birt í gær. Þar mælist fylgið 3,8 prósent á landsvísu og dalar milli kannanna. Erindið er algjörlega skýrt Svandís Svavarsdóttir hvetur félaga sína í Vinstri grænum. „Ég held að skipti máli á þessum tímapunkti að láta ekki hugfallast. Við erum í raun að sjá alla listanna raðast upp og ekki allir flokkar búnir að birta alla lista. Við erum að sjá kosningaáherslur verða til. Við sjáum að myndin er ekki alveg skýr af hinu pólitíska landslagi. Við í VG erum mjög ánægð með okkar lista. Þeir eru blanda af reynslu og nýju fólki. Erindið er algjörlega skýrt, við höfum ákveðna sérstöðu í íslenskri pólitík sem við teljum mikilvægt að tala fyrir,“ segir Svandís. Sérstaðan VG sé áhersla á kvenfrelsi, náttúruvernd, mikilvægi þess að almannaþjónusta sé á forsendum almennings, verðbólga og vextir. Aðspurð hvort Græningjar, takist þeim að bjóða fram, muni hafa áhrif á fylgi VG í komandi alþingiskosningum svarar Svandís: „Ég tel að við í Vinstri grænum séum afar vel mönnuð í grænu pólitíkinni og hvernig við tvinnum hana saman við félagslegt réttlæti og jöfnuð.“ Svandís ekki á þingi samkvæmt könnun Maskínu Svandís er oddviti VG í Reykjavík Suður og Orri Páll Jóhannsson þingflokksformaður í öðru sæti en þar mælist fylgi flokksins einungis 3,5 prósent samkvæmt könnun Maskínu og fengi engan mann á þing. Svandís segir of snemmt að draga ályktanir af stöðu einstakra kjördæma í könnuninni. „Það eru lágar tölur bak við þetta og ég held að við eigum ekki að draga of miklar ályktanir þegar könnunin er skipti upp í kjördæmi. Okkur er hins vegar alveg ljóst að vera okkar í ríkisstjórn hefur auðvitað haft mikil áhrif á fylgi okkar og þann trúverðugleika sem við byggjum á. Þetta er viðfangsefnið fram undan,“ segir hún. Píratar taki niðurstöðuna alvarlega Verði niðurstaða síðustu könnunar Maskínu að veruleika eru Píratar líka að mestu að detta út af þingi en þeir mælast með 4,5 prósent á landsvísu en voru með 6,8 prósent í síðustu könnun. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir er oddviti Pírata í Kraganum. „Við tökum þessa niðurstöðu mjög alvarlega og stefnum miklu hærra. Við erum með úrvalslið frambjóðenda sem verða kynntir í dag og á morgun. Mikilvæg stefnumál sem eiga fullt erindi við kjósendur og verða kynnt síðar í vikunni. Kosningabaráttan er rétt að byrja þannig að við horfum bjartsýnum augum til kosninga,“ segir Þórhildur Sunna. Eigum áfram erindi Hún telur að Píratar hafi verið einn öflugasti stjórnarandstöðuflokkurinn á þingi síðustu ár og eigi mikið inni. „Píratar hafa tekið hlutverki sínu í stjórnarandstöðunni mjög alvarlega. Við höfum veitt ríkisstjórninni virkt aðhald alla okkar tíð á þingi. Á síðasta kjörtímabili höfum við bent á aðgerðaleysi ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóðarmorðinu á Gaza, algjöru metnaðarleysi ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum ásamt því að taka baráttu fyrir mannréttindum sem aðrir flokkar virðast hættir afskiptum af. Þá höfum við kafað ofan í hvert spillingarmáli ríkisstjórnarinnar á fætur öðru. Við birtum Lindarhvolsskýrsluna og krufðum Íslandsbankasöluna og sendiherraskipan Bjarna Benediktssonar svo fátt eitt sé nefnt. Það er ekki alltaf vinsælt en við gerum það vegna þess að við stöndum með hagsmunum almennings og tökum hlutverk okkar alvarlega. Við eigum svo sannarlega erindi áfram á þingi,“ segir Þórhildur Sunna. Vinstri græn Píratar Alþingiskosningar 2024 Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira
Þrátt fyrir að Vinstri græn hafi kynnt framboðslista í öllum kjördæmum fyrir komandi alþingiskosningar er það ekki að hafa jákvæð áhrif á fylgi flokksins samkvæmt nýrri skoðanakönnun Maskínu sem var birt í gær. Þar mælist fylgið 3,8 prósent á landsvísu og dalar milli kannanna. Erindið er algjörlega skýrt Svandís Svavarsdóttir hvetur félaga sína í Vinstri grænum. „Ég held að skipti máli á þessum tímapunkti að láta ekki hugfallast. Við erum í raun að sjá alla listanna raðast upp og ekki allir flokkar búnir að birta alla lista. Við erum að sjá kosningaáherslur verða til. Við sjáum að myndin er ekki alveg skýr af hinu pólitíska landslagi. Við í VG erum mjög ánægð með okkar lista. Þeir eru blanda af reynslu og nýju fólki. Erindið er algjörlega skýrt, við höfum ákveðna sérstöðu í íslenskri pólitík sem við teljum mikilvægt að tala fyrir,“ segir Svandís. Sérstaðan VG sé áhersla á kvenfrelsi, náttúruvernd, mikilvægi þess að almannaþjónusta sé á forsendum almennings, verðbólga og vextir. Aðspurð hvort Græningjar, takist þeim að bjóða fram, muni hafa áhrif á fylgi VG í komandi alþingiskosningum svarar Svandís: „Ég tel að við í Vinstri grænum séum afar vel mönnuð í grænu pólitíkinni og hvernig við tvinnum hana saman við félagslegt réttlæti og jöfnuð.“ Svandís ekki á þingi samkvæmt könnun Maskínu Svandís er oddviti VG í Reykjavík Suður og Orri Páll Jóhannsson þingflokksformaður í öðru sæti en þar mælist fylgi flokksins einungis 3,5 prósent samkvæmt könnun Maskínu og fengi engan mann á þing. Svandís segir of snemmt að draga ályktanir af stöðu einstakra kjördæma í könnuninni. „Það eru lágar tölur bak við þetta og ég held að við eigum ekki að draga of miklar ályktanir þegar könnunin er skipti upp í kjördæmi. Okkur er hins vegar alveg ljóst að vera okkar í ríkisstjórn hefur auðvitað haft mikil áhrif á fylgi okkar og þann trúverðugleika sem við byggjum á. Þetta er viðfangsefnið fram undan,“ segir hún. Píratar taki niðurstöðuna alvarlega Verði niðurstaða síðustu könnunar Maskínu að veruleika eru Píratar líka að mestu að detta út af þingi en þeir mælast með 4,5 prósent á landsvísu en voru með 6,8 prósent í síðustu könnun. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir er oddviti Pírata í Kraganum. „Við tökum þessa niðurstöðu mjög alvarlega og stefnum miklu hærra. Við erum með úrvalslið frambjóðenda sem verða kynntir í dag og á morgun. Mikilvæg stefnumál sem eiga fullt erindi við kjósendur og verða kynnt síðar í vikunni. Kosningabaráttan er rétt að byrja þannig að við horfum bjartsýnum augum til kosninga,“ segir Þórhildur Sunna. Eigum áfram erindi Hún telur að Píratar hafi verið einn öflugasti stjórnarandstöðuflokkurinn á þingi síðustu ár og eigi mikið inni. „Píratar hafa tekið hlutverki sínu í stjórnarandstöðunni mjög alvarlega. Við höfum veitt ríkisstjórninni virkt aðhald alla okkar tíð á þingi. Á síðasta kjörtímabili höfum við bent á aðgerðaleysi ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóðarmorðinu á Gaza, algjöru metnaðarleysi ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum ásamt því að taka baráttu fyrir mannréttindum sem aðrir flokkar virðast hættir afskiptum af. Þá höfum við kafað ofan í hvert spillingarmáli ríkisstjórnarinnar á fætur öðru. Við birtum Lindarhvolsskýrsluna og krufðum Íslandsbankasöluna og sendiherraskipan Bjarna Benediktssonar svo fátt eitt sé nefnt. Það er ekki alltaf vinsælt en við gerum það vegna þess að við stöndum með hagsmunum almennings og tökum hlutverk okkar alvarlega. Við eigum svo sannarlega erindi áfram á þingi,“ segir Þórhildur Sunna.
Vinstri græn Píratar Alþingiskosningar 2024 Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira