Iðjuþjálfun fyrir öll! Þóra Leósdóttir skrifar 28. október 2024 12:16 Alþjóðlegur dagur iðjuþjálfunar er 27. október ár hvert og að þessu sinni er yfirskriftin: „Iðjuþjálfun fyrir öll.“ Deginum er fagnað af iðjuþjálfum um allan heim þar sem þeir lyfta faginu upp, styrkja samstöðu og tengsl og draga fram helstu áherslumál. Þrátt fyrir að iðjuþjálfun sé almennt vaxandi faggrein á heimsvísu þá er eftirspurn eftir iðjuþjálfum töluvert meiri en framboðið, bæði hér á landi og nágrannalöndunum. Iðjuþjálfar eru háskólamenntuð heilbrigðisstétt og starfa á fjölbreyttum vettvangi samfélagsins. Má þar nefna innan heilbrigðis- og félagsþjónustu, í leik- og grunnskólum, á hjúkrunarheimilum og endurhæfingarstofnunum auk félagasamtaka sem sinna fólki með geðrænar áskoranir. Iðjuþjálfar vinna einnig við ráðgjöf þegar kemur að vinnuvernd og vinnuvistfræði hjá fyrirtækjum og stofnunum. Þeir starfa í auknu mæli sjálfstætt til að mæta þörfum fólks með iðjuvanda af ýmsum toga en hefur ekki aðgang að þjónustu iðjuþjálfa í sínu nærumhverfi svo sem á heilsugæslustöð eða í eigin sveitarfélagi. Ætla mætti að fólk sem leitar til iðjuþjálfa á stofu fái þjónustuna niðurgreidda hjá Sjúkratrygginum Íslands líkt og gildir um sjúkraþjálfun en svo er ekki. Úr því þarf að bæta! Kjarninn í iðjuþjálfun er sú sýn að öll eigum við rétt á að lifa innihaldsríku lífi, taka þátt í samfélaginu og þeirri iðju sem er okkur mikilvæg, óháð stétt og stöðu. Iðja fólks er fjölbreytt og hefur ólíka merkingu fyrir hvern og einn. Rannsóknir sýna að það að hafa eitthvað gefandi fyrir stafni í hversdeginum hefur jákvæð áhrif á heilsu, velferð og lífsgæði fólks á öllum aldri. Sem dæmi má nefna að stunda nám eða vinnu, sinna áhugamálum og tómstundaiðju, rækta sál, líkama og félagsleg tengsl auk þess að sinna sjálfum sér og fjölskyldu og leggja af mörkum til samfélagsins. Iðjuþjálfar hafa samspil einstaklings, iðju og umhverfis ávallt að leiðarljósi í störfum sínum. Með gagnreyndum aðferðum greina þeir styrkleika fólks og hindranir í umhverfinu sem hafa neikvæð áhrif á þátttöku í iðju. Fagstétt á traustum grunni Sérhver faggrein þarf á öflugum rannsóknum að halda til að þróast og dafna. Með rannsóknum og vísindastarfi verður til þekking og nýsköpun sem skilar sér til samfélagsins. Sýnt hefur verið fram á að þrátt fyrir að vera frekar fámenn heilbrigðisstétt hér á landi þá er rannsóknarvirkni íslenskra iðjuþjálfa mikil. Það er afar brýnt að styrkja nám í iðjuþjálfun og iðjuvísindum enn frekar hér á landi með því að tryggja nægilegar fjárveitingar til iðjuþjálfunardeildar Háskólans á Akureyri þannig að unnt sé að mennta fleiri iðjuþjálfa og veita þeim tækifæri til framhaldsnáms í sínu fagi. Löng hefð er einnig fyrir því að iðjuþjálfar sinni rannsóknum og fræðastarfi samhliða vinnu. Fjölmargar hugmyndir spretta úr daglegum viðfangsefnum og margir starfandi iðjuþjálfar stunda rannsóknir eða tengjast slíkum verkefnum á einn eða annan hátt. Sem dæmi má nefna þýðingar og staðfæringar á matstækjum til notkunar í klínísku starfi. Iðjuþjálfar eru frumkvöðlar þegar kemur að nýjum úrræðum í velferðarþjónustu, bæði innan og utan stofnana. Hægt er að nefna Janus endurhæfingu, Hugarafl, Hlutverkasetur og Ljósið – allt eru þetta iðjuþjálfar að verki. Farsæl öldrun - þekkingarmiðstöð, TravAble appið og Bara sem sérhæfir sig í hönnun og framleiðslu á heilsuvörum eru einnig dæmi um nýsköpunarverkefni þar sem iðjuþjálfar koma við sögu. Aðgengi að iðjuþjálfun Það er skortur á iðjuþjálfum hér á landi. Lítum aðeins á tölur. Samkvæmt þeim upplýsingum sem Iðjuþjálfafélag Íslands (IÞÍ) hefur með höndum var félagsfólk með stéttarfélagsaðild 339 talsins í febrúar 2024 en það gerir um það bil 88 iðjuþjálfa á hverja 100 þúsund íbúa. Í Danmörku eru starfandi iðjuþjálfar alls 170 á hverja 100 þúsund íbúa, í Noregi 106 og Svíþjóð 118. Við stöndum því verr að vígi en frændþjóðir okkar. En það er ekki nóg að miða við fjölda heldur þarf að skoða hvar iðjuþjálfar starfa til að fá mynd af því hversu gott aðgengið er að þjónustu þeirra. Samkvæmt upplýsingum IÞÍ starfa flestir iðjuþjálfar á sjúkrahúsum og heilbrigðisstofnunum, hjá sveitarfélögum, sjálfseignarstofnunum og félagasamtökum, einkafyrirtækjum sem reka hjúkrunarheimili og endurhæfingarþjónustu. Þótt iðjuþjálfum hafi fjölgað verulega hér á landi frá því Háskólinn á Akureyri hóf að brautskrá iðjuþjálfa 2001 þá hefur aðgengi að iðjuþjálfun raunar lítið breyst í áranna rás nema ef frá er talin félags- og skólaþjónusta sveitarfélaga á landsbyggðinni. Akureyrarbær er eitt þeirra sveitarfélaga þar sem flestir iðjuþjálfar starfa eða um 27 talsins. Í Reykjavík starfa 11 iðjuþjálfar og nær allir innan heimaþjónustu borgarinnar. Það blasir við að miðað við íbúafjölda þá er aðgengi að þjónustu iðjuþjálfa í þessum stærstu sveitarfélögum landsins í hróplegu ósamræmi. Ef þú ert grunnskólanemandi og þarft iðjuþjálfun í skólanum þá er eins gott að búa fyrir norðan! Endurhæfingin byrjar heima Rauður þráður í iðjuþjálfun er forvarnir og endurhæfing í víðu samhengi. Iðjuþjálfar eru endurhæfingarstétt samkvæmt skilgreiningu Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO). Lönd heims eru hvött til þess að leggja áherslu á endurhæfingu og sníða hana að þörfum hvers og eins. Bent er meðal annars á að endurhæfing sé fjárfesting sem dragi úr vanheilsu fólks og þörf fyrir dýrari heilbrigðisþjónustu. Gott aðgengi að endurhæfingu stuðlar auk þess að því að markmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbærni náist. Það er stefna íslenskra stjórnvalda að fólk fái heilbrigðisþjónustu á réttum stað á réttum tíma. Í því felst meðal annars að endurhæfingarteymi í heilsugæslu verði sett á fót í öllum heilbrigðisumdæmum – hvar eru þau? Það er einnig stefnan að fólk með færniskerðingar, til dæmis vegna fylgikvilla öldrunar búi sem lengst á eigin heimili og fái nauðsynlegan stuðning og þjónustu heim. Þar gegna iðjuþjálfar lykilhlutverki því þeir búa yfir menntun og sérþekkingu á samspili iðju, einstaklings og umhverfis. Það er kominn tími til að Matthildur 86 ára sem býr í Hlíðahverfinu geti bókað tíma hjá iðjuþjálfa gegnum Heilsuveru. Matthildur veit ósköp vel að iðjuþjálfi er hárrétta manneskjan til að greina iðjuvandann og finna leiðir til að efla færni og sjálfstæði í daglegu lífi. Til dæmis með því að útvega hjálpartæki og meta þörf fyrir aðlögun í baðherberginu þannig að Matthildur geti farið í sturtu án aðstoðar og eigi síður á hættu að detta og slasa sig. Færum þjónustu iðjuþjálfa nær notendum, breytum áherslum og fjárfestum í forvörnum og endurhæfingu í nærumhverfinu! Iðjuþjálfar þurfa að vera aðgengilegir fólki á öllum aldri og óháð félagslegri stöðu, á réttum stað á réttum tíma. Fólk á ekki að þurfa að leggjast inn á sjúkrahús eða stofnun til þess að njóta þjónustu iðjuþjálfa eða greiða fyrir hana dýrum dómi úr eigin vasa. Að öðrum kosti er iðjuþjálfun ekki fyrir öll. Höfundur er formaður Iðjuþjálfafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Skoðun Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Alþjóðlegur dagur iðjuþjálfunar er 27. október ár hvert og að þessu sinni er yfirskriftin: „Iðjuþjálfun fyrir öll.“ Deginum er fagnað af iðjuþjálfum um allan heim þar sem þeir lyfta faginu upp, styrkja samstöðu og tengsl og draga fram helstu áherslumál. Þrátt fyrir að iðjuþjálfun sé almennt vaxandi faggrein á heimsvísu þá er eftirspurn eftir iðjuþjálfum töluvert meiri en framboðið, bæði hér á landi og nágrannalöndunum. Iðjuþjálfar eru háskólamenntuð heilbrigðisstétt og starfa á fjölbreyttum vettvangi samfélagsins. Má þar nefna innan heilbrigðis- og félagsþjónustu, í leik- og grunnskólum, á hjúkrunarheimilum og endurhæfingarstofnunum auk félagasamtaka sem sinna fólki með geðrænar áskoranir. Iðjuþjálfar vinna einnig við ráðgjöf þegar kemur að vinnuvernd og vinnuvistfræði hjá fyrirtækjum og stofnunum. Þeir starfa í auknu mæli sjálfstætt til að mæta þörfum fólks með iðjuvanda af ýmsum toga en hefur ekki aðgang að þjónustu iðjuþjálfa í sínu nærumhverfi svo sem á heilsugæslustöð eða í eigin sveitarfélagi. Ætla mætti að fólk sem leitar til iðjuþjálfa á stofu fái þjónustuna niðurgreidda hjá Sjúkratrygginum Íslands líkt og gildir um sjúkraþjálfun en svo er ekki. Úr því þarf að bæta! Kjarninn í iðjuþjálfun er sú sýn að öll eigum við rétt á að lifa innihaldsríku lífi, taka þátt í samfélaginu og þeirri iðju sem er okkur mikilvæg, óháð stétt og stöðu. Iðja fólks er fjölbreytt og hefur ólíka merkingu fyrir hvern og einn. Rannsóknir sýna að það að hafa eitthvað gefandi fyrir stafni í hversdeginum hefur jákvæð áhrif á heilsu, velferð og lífsgæði fólks á öllum aldri. Sem dæmi má nefna að stunda nám eða vinnu, sinna áhugamálum og tómstundaiðju, rækta sál, líkama og félagsleg tengsl auk þess að sinna sjálfum sér og fjölskyldu og leggja af mörkum til samfélagsins. Iðjuþjálfar hafa samspil einstaklings, iðju og umhverfis ávallt að leiðarljósi í störfum sínum. Með gagnreyndum aðferðum greina þeir styrkleika fólks og hindranir í umhverfinu sem hafa neikvæð áhrif á þátttöku í iðju. Fagstétt á traustum grunni Sérhver faggrein þarf á öflugum rannsóknum að halda til að þróast og dafna. Með rannsóknum og vísindastarfi verður til þekking og nýsköpun sem skilar sér til samfélagsins. Sýnt hefur verið fram á að þrátt fyrir að vera frekar fámenn heilbrigðisstétt hér á landi þá er rannsóknarvirkni íslenskra iðjuþjálfa mikil. Það er afar brýnt að styrkja nám í iðjuþjálfun og iðjuvísindum enn frekar hér á landi með því að tryggja nægilegar fjárveitingar til iðjuþjálfunardeildar Háskólans á Akureyri þannig að unnt sé að mennta fleiri iðjuþjálfa og veita þeim tækifæri til framhaldsnáms í sínu fagi. Löng hefð er einnig fyrir því að iðjuþjálfar sinni rannsóknum og fræðastarfi samhliða vinnu. Fjölmargar hugmyndir spretta úr daglegum viðfangsefnum og margir starfandi iðjuþjálfar stunda rannsóknir eða tengjast slíkum verkefnum á einn eða annan hátt. Sem dæmi má nefna þýðingar og staðfæringar á matstækjum til notkunar í klínísku starfi. Iðjuþjálfar eru frumkvöðlar þegar kemur að nýjum úrræðum í velferðarþjónustu, bæði innan og utan stofnana. Hægt er að nefna Janus endurhæfingu, Hugarafl, Hlutverkasetur og Ljósið – allt eru þetta iðjuþjálfar að verki. Farsæl öldrun - þekkingarmiðstöð, TravAble appið og Bara sem sérhæfir sig í hönnun og framleiðslu á heilsuvörum eru einnig dæmi um nýsköpunarverkefni þar sem iðjuþjálfar koma við sögu. Aðgengi að iðjuþjálfun Það er skortur á iðjuþjálfum hér á landi. Lítum aðeins á tölur. Samkvæmt þeim upplýsingum sem Iðjuþjálfafélag Íslands (IÞÍ) hefur með höndum var félagsfólk með stéttarfélagsaðild 339 talsins í febrúar 2024 en það gerir um það bil 88 iðjuþjálfa á hverja 100 þúsund íbúa. Í Danmörku eru starfandi iðjuþjálfar alls 170 á hverja 100 þúsund íbúa, í Noregi 106 og Svíþjóð 118. Við stöndum því verr að vígi en frændþjóðir okkar. En það er ekki nóg að miða við fjölda heldur þarf að skoða hvar iðjuþjálfar starfa til að fá mynd af því hversu gott aðgengið er að þjónustu þeirra. Samkvæmt upplýsingum IÞÍ starfa flestir iðjuþjálfar á sjúkrahúsum og heilbrigðisstofnunum, hjá sveitarfélögum, sjálfseignarstofnunum og félagasamtökum, einkafyrirtækjum sem reka hjúkrunarheimili og endurhæfingarþjónustu. Þótt iðjuþjálfum hafi fjölgað verulega hér á landi frá því Háskólinn á Akureyri hóf að brautskrá iðjuþjálfa 2001 þá hefur aðgengi að iðjuþjálfun raunar lítið breyst í áranna rás nema ef frá er talin félags- og skólaþjónusta sveitarfélaga á landsbyggðinni. Akureyrarbær er eitt þeirra sveitarfélaga þar sem flestir iðjuþjálfar starfa eða um 27 talsins. Í Reykjavík starfa 11 iðjuþjálfar og nær allir innan heimaþjónustu borgarinnar. Það blasir við að miðað við íbúafjölda þá er aðgengi að þjónustu iðjuþjálfa í þessum stærstu sveitarfélögum landsins í hróplegu ósamræmi. Ef þú ert grunnskólanemandi og þarft iðjuþjálfun í skólanum þá er eins gott að búa fyrir norðan! Endurhæfingin byrjar heima Rauður þráður í iðjuþjálfun er forvarnir og endurhæfing í víðu samhengi. Iðjuþjálfar eru endurhæfingarstétt samkvæmt skilgreiningu Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO). Lönd heims eru hvött til þess að leggja áherslu á endurhæfingu og sníða hana að þörfum hvers og eins. Bent er meðal annars á að endurhæfing sé fjárfesting sem dragi úr vanheilsu fólks og þörf fyrir dýrari heilbrigðisþjónustu. Gott aðgengi að endurhæfingu stuðlar auk þess að því að markmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbærni náist. Það er stefna íslenskra stjórnvalda að fólk fái heilbrigðisþjónustu á réttum stað á réttum tíma. Í því felst meðal annars að endurhæfingarteymi í heilsugæslu verði sett á fót í öllum heilbrigðisumdæmum – hvar eru þau? Það er einnig stefnan að fólk með færniskerðingar, til dæmis vegna fylgikvilla öldrunar búi sem lengst á eigin heimili og fái nauðsynlegan stuðning og þjónustu heim. Þar gegna iðjuþjálfar lykilhlutverki því þeir búa yfir menntun og sérþekkingu á samspili iðju, einstaklings og umhverfis. Það er kominn tími til að Matthildur 86 ára sem býr í Hlíðahverfinu geti bókað tíma hjá iðjuþjálfa gegnum Heilsuveru. Matthildur veit ósköp vel að iðjuþjálfi er hárrétta manneskjan til að greina iðjuvandann og finna leiðir til að efla færni og sjálfstæði í daglegu lífi. Til dæmis með því að útvega hjálpartæki og meta þörf fyrir aðlögun í baðherberginu þannig að Matthildur geti farið í sturtu án aðstoðar og eigi síður á hættu að detta og slasa sig. Færum þjónustu iðjuþjálfa nær notendum, breytum áherslum og fjárfestum í forvörnum og endurhæfingu í nærumhverfinu! Iðjuþjálfar þurfa að vera aðgengilegir fólki á öllum aldri og óháð félagslegri stöðu, á réttum stað á réttum tíma. Fólk á ekki að þurfa að leggjast inn á sjúkrahús eða stofnun til þess að njóta þjónustu iðjuþjálfa eða greiða fyrir hana dýrum dómi úr eigin vasa. Að öðrum kosti er iðjuþjálfun ekki fyrir öll. Höfundur er formaður Iðjuþjálfafélags Íslands.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar