Japanska ríkisstjórnin missti meirihluta sinn Kjartan Kjartansson skrifar 28. október 2024 08:50 Það var ekki bjart yfir Shigeru Ishiba forsætisráðherra Japans þegar hann ræddi við blaðamenn um úrslit þingkosninganna í gær. AP/Kyodo News Samsteypustjórn Shigeru Ishiba, forsætisráðherra Japans, missti meirihluta sinn í þingkosningum sem fóru fram um helgina. Úrslitin eru sögð skapa óvissu í japönskum stjórnmálum þrátt fyrir að ólíklegt sé talið að stjórnarskipti verði. Frjálslyndi lýðræðisflokkur (LDP), sem hefur verið við völd nánast óslitið frá 1955, hefur átt í vök að verjast vegna fjármálahneykslismála undanfarið. Hneykslið er talið ástæða þess að samsteypustjórn Ishiba og Komeito-flokksins tapaði 64 þingsætum og meirihluta í neðri deild japanska þingsins í kosningunum um helgina. Það eru verstu úrslit stjórnarinnar frá því að hún tapaði völdum til skamms tíma árið 2009, að sögn AP-fréttastofunnar. Úrslitin gætu þvingað Ishiba til þess að finna þriðja flokkinn til að taka inn í samsteypustjórnina. Hann segir að LDP ætli áfram að leiða samsteypustjórn og sé opinn fyrir því að vinna með stjórnarandstöðuflokkum. „Til þessa hafa úrslitin verið afar slæm og við tökum þeim mjög alvarlega. Ég tel að kjósendur séu að segja okkur að líta meira inn á við og að verða flokkur sem uppfyllir væntingar þeirra,“ sagði Ishiba við ríkisútvarpið NHK í gærkvöldi. Ishiba tók við embætti forsætisráðherra 1. október og boðaði strax til kosningana í von um að endurnýja umboð stjórnarinnar eftir að Fumio Kishida, forvera hans í embætti, mistókst að lægja öldurnar eftir hneykslismálin. Hátt settir þingmenn og ráðherrar frá LDP urðu uppvísir að því að stinga undan ágóða úr fjáröflun flokksins. Í sumum tilfellum fengu fulltrúar flokksins jafnvirði milljóna króna í eigin vasa án þessa að greiða af þeim skatt. Þessar leynilegu og ólöglegu sporslur mæltust sérstaklega illa fyrir hjá almenningi sem glímir nú við verðbólgu, dýrtíð og stöðnuð laun, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Japan Tengdar fréttir Mun boða til kosninga um leið og hann tekur við Shigeru Ishiba, leiðtogi japanska stjórnarflokksins Frjálslynda lýðræðisflokksins, segir að hann muni boða til þingkosninga í landinu þann 27. október um leið og hann tekur formlega við embætti forsætisráðherra á morgun. 30. september 2024 07:40 Ishiba verður næsti forsætisráðherra Japans Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn í Japan hefur valið Shigeru Ishiba, fyrrverandi varnarmálaráðherra, sem næsta formann flokksins. Hann verður því næsti forsætisráðherra landsins og mun hann taka við af Fumio Kishida sem tilkynnti í síðasta mánuði að hann hugðist ekki sækjast eftir endurkjöri og láta af embætti. 27. september 2024 07:52 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Sjá meira
Frjálslyndi lýðræðisflokkur (LDP), sem hefur verið við völd nánast óslitið frá 1955, hefur átt í vök að verjast vegna fjármálahneykslismála undanfarið. Hneykslið er talið ástæða þess að samsteypustjórn Ishiba og Komeito-flokksins tapaði 64 þingsætum og meirihluta í neðri deild japanska þingsins í kosningunum um helgina. Það eru verstu úrslit stjórnarinnar frá því að hún tapaði völdum til skamms tíma árið 2009, að sögn AP-fréttastofunnar. Úrslitin gætu þvingað Ishiba til þess að finna þriðja flokkinn til að taka inn í samsteypustjórnina. Hann segir að LDP ætli áfram að leiða samsteypustjórn og sé opinn fyrir því að vinna með stjórnarandstöðuflokkum. „Til þessa hafa úrslitin verið afar slæm og við tökum þeim mjög alvarlega. Ég tel að kjósendur séu að segja okkur að líta meira inn á við og að verða flokkur sem uppfyllir væntingar þeirra,“ sagði Ishiba við ríkisútvarpið NHK í gærkvöldi. Ishiba tók við embætti forsætisráðherra 1. október og boðaði strax til kosningana í von um að endurnýja umboð stjórnarinnar eftir að Fumio Kishida, forvera hans í embætti, mistókst að lægja öldurnar eftir hneykslismálin. Hátt settir þingmenn og ráðherrar frá LDP urðu uppvísir að því að stinga undan ágóða úr fjáröflun flokksins. Í sumum tilfellum fengu fulltrúar flokksins jafnvirði milljóna króna í eigin vasa án þessa að greiða af þeim skatt. Þessar leynilegu og ólöglegu sporslur mæltust sérstaklega illa fyrir hjá almenningi sem glímir nú við verðbólgu, dýrtíð og stöðnuð laun, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC.
Japan Tengdar fréttir Mun boða til kosninga um leið og hann tekur við Shigeru Ishiba, leiðtogi japanska stjórnarflokksins Frjálslynda lýðræðisflokksins, segir að hann muni boða til þingkosninga í landinu þann 27. október um leið og hann tekur formlega við embætti forsætisráðherra á morgun. 30. september 2024 07:40 Ishiba verður næsti forsætisráðherra Japans Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn í Japan hefur valið Shigeru Ishiba, fyrrverandi varnarmálaráðherra, sem næsta formann flokksins. Hann verður því næsti forsætisráðherra landsins og mun hann taka við af Fumio Kishida sem tilkynnti í síðasta mánuði að hann hugðist ekki sækjast eftir endurkjöri og láta af embætti. 27. september 2024 07:52 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Sjá meira
Mun boða til kosninga um leið og hann tekur við Shigeru Ishiba, leiðtogi japanska stjórnarflokksins Frjálslynda lýðræðisflokksins, segir að hann muni boða til þingkosninga í landinu þann 27. október um leið og hann tekur formlega við embætti forsætisráðherra á morgun. 30. september 2024 07:40
Ishiba verður næsti forsætisráðherra Japans Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn í Japan hefur valið Shigeru Ishiba, fyrrverandi varnarmálaráðherra, sem næsta formann flokksins. Hann verður því næsti forsætisráðherra landsins og mun hann taka við af Fumio Kishida sem tilkynnti í síðasta mánuði að hann hugðist ekki sækjast eftir endurkjöri og láta af embætti. 27. september 2024 07:52