Umsókn um stöðu kennara í (vonandi) nálægri framtíð Heiða Ingunn Þorgeirsdóttir skrifar 26. október 2024 14:02 Ég undirrituð sótti um og fékk starf í grunnskóla. Eftir tvö ítarleg viðtöl við mannauðsstjóra annars vegar og svo skólastjórnendur hins vegar, varð starfið loks mitt! Ég ræð mér varla fyrir kæti. Það er góð tilfinning að vera metin að verðleikum, enda hef ég þá einu hugsjón að kenna nemendum mínum og gera það vel. En byrjum á byrjuninni, í febrúar sá ég auglýsingu þar sem auglýst var eftir umsjónarkennara á yngsta stigi fyrir næstkomandi skólaár. Ég sendi inn umsókn og frétti síðar að þessi staðaheillaði greinilega fleiri en mig því alls sóttu 15 manns um stöðuna. Í fyrra viðtalinu fékk ég spurningar frá mannauðsstjóra skólans sem voru á eftirfarandi leið: · Af hverju ertu að sækja um starf við kennslu? · Hvaða þekkingu og reynslu hefur þú fram að færa til komandi kynslóða? · Hvað myndu meðmælendur þínir segja um þig ef við hefðum samband við þá? · Af hverju ættum við að ráða þig fram yfir einhvern annan? Þegar ég mætti í seinna viðtalið örlaði á stressi hjá mér eftir að ég fékk að renna yfir spurningalistann sem lá fyrir mér að svara. Ég þurfti að svara mörgum spurningum og vera sannfærandi í mínum svörum. Ég varð að sannfæra þau um að með ráðningu minni væri skólinn að fá verðugan einstakling til starfa og verða partur af þeim framúrskarandi kennarahópi sem starfar í skólanum. Ég þurfti til að mynda að segja frá því hvernig ég ætlaði mér að koma til móts við ólíkar þarfir nemenda, hvernig ég ætlaði að sjá til þess að allir nemendur fengju kennslu við hæfi og næðu sem mestum árangri í skóla margbreytileikans því í honum er jú að finna fjölbreyttan hóp nemenda með mismunandi þarfir og áskoranir. Einnig var ég spurð hvaða gagnreyndu aðferðum ég myndi beita t.d. í lestrarkennslu og kennslu til að auka lesskilning nemenda. Ég fór líka yfir styrkleika mína sem myndu gera það teymi sem ég myndi starfa með enn traustara og sterkara. Allt þetta sem talið er að ofan er aðeins brot af þeim verkefnum sem kennarar þurfa að leysa á hverjum degi. Ég hins vegar ákvað að segja ykkur brotabrot af því sem bar á góma í viðtali framtíðarinnar sem ég sé fyrir mér að verði að veruleika í menntastofnunum samtímans. Að fara yfir öll þau verkefni sem kennari þarf að leysa á hverjum degi er yfirgripsmeira en svo að sagt verði frá í lítilli grein. En þrátt fyrir það gæti þetta viðtal verið örlítið dæmi um hvernig ráðningar sérhæfðs starfsfólks menntastofnana gætu litið út ef laun væru samkeppnishæf. Ef þau væru í takt við menntun, starf og fagmennsku þá kæmust færri að en vildu og aðeins sá hæfasti hreppti hnossið hverju sinni. Það er nefnilega þannig í raunveruleikanum að allt of oft sækir enginn menntaður kennari um laus störf. Aðalinntak þessara skrifa minna er að fá öll sem sitja við samningaborðið, í kjaradeilu okkar, til að skilja hvers vegna aðgerðir okkar eru nauðsynlegar. Við sættum okkur ekki við minna en það sem við eigum skilið, leiðrétting launa er forgangsmál. Fjárfestið í sérfræðingum menntastofnana til framtíðar! Höfundur er grunnskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Kennaraverkfall 2024 Kjaraviðræður 2023-24 Grunnskólar Kjaramál Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Ég undirrituð sótti um og fékk starf í grunnskóla. Eftir tvö ítarleg viðtöl við mannauðsstjóra annars vegar og svo skólastjórnendur hins vegar, varð starfið loks mitt! Ég ræð mér varla fyrir kæti. Það er góð tilfinning að vera metin að verðleikum, enda hef ég þá einu hugsjón að kenna nemendum mínum og gera það vel. En byrjum á byrjuninni, í febrúar sá ég auglýsingu þar sem auglýst var eftir umsjónarkennara á yngsta stigi fyrir næstkomandi skólaár. Ég sendi inn umsókn og frétti síðar að þessi staðaheillaði greinilega fleiri en mig því alls sóttu 15 manns um stöðuna. Í fyrra viðtalinu fékk ég spurningar frá mannauðsstjóra skólans sem voru á eftirfarandi leið: · Af hverju ertu að sækja um starf við kennslu? · Hvaða þekkingu og reynslu hefur þú fram að færa til komandi kynslóða? · Hvað myndu meðmælendur þínir segja um þig ef við hefðum samband við þá? · Af hverju ættum við að ráða þig fram yfir einhvern annan? Þegar ég mætti í seinna viðtalið örlaði á stressi hjá mér eftir að ég fékk að renna yfir spurningalistann sem lá fyrir mér að svara. Ég þurfti að svara mörgum spurningum og vera sannfærandi í mínum svörum. Ég varð að sannfæra þau um að með ráðningu minni væri skólinn að fá verðugan einstakling til starfa og verða partur af þeim framúrskarandi kennarahópi sem starfar í skólanum. Ég þurfti til að mynda að segja frá því hvernig ég ætlaði mér að koma til móts við ólíkar þarfir nemenda, hvernig ég ætlaði að sjá til þess að allir nemendur fengju kennslu við hæfi og næðu sem mestum árangri í skóla margbreytileikans því í honum er jú að finna fjölbreyttan hóp nemenda með mismunandi þarfir og áskoranir. Einnig var ég spurð hvaða gagnreyndu aðferðum ég myndi beita t.d. í lestrarkennslu og kennslu til að auka lesskilning nemenda. Ég fór líka yfir styrkleika mína sem myndu gera það teymi sem ég myndi starfa með enn traustara og sterkara. Allt þetta sem talið er að ofan er aðeins brot af þeim verkefnum sem kennarar þurfa að leysa á hverjum degi. Ég hins vegar ákvað að segja ykkur brotabrot af því sem bar á góma í viðtali framtíðarinnar sem ég sé fyrir mér að verði að veruleika í menntastofnunum samtímans. Að fara yfir öll þau verkefni sem kennari þarf að leysa á hverjum degi er yfirgripsmeira en svo að sagt verði frá í lítilli grein. En þrátt fyrir það gæti þetta viðtal verið örlítið dæmi um hvernig ráðningar sérhæfðs starfsfólks menntastofnana gætu litið út ef laun væru samkeppnishæf. Ef þau væru í takt við menntun, starf og fagmennsku þá kæmust færri að en vildu og aðeins sá hæfasti hreppti hnossið hverju sinni. Það er nefnilega þannig í raunveruleikanum að allt of oft sækir enginn menntaður kennari um laus störf. Aðalinntak þessara skrifa minna er að fá öll sem sitja við samningaborðið, í kjaradeilu okkar, til að skilja hvers vegna aðgerðir okkar eru nauðsynlegar. Við sættum okkur ekki við minna en það sem við eigum skilið, leiðrétting launa er forgangsmál. Fjárfestið í sérfræðingum menntastofnana til framtíðar! Höfundur er grunnskólakennari.
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar