Íranar segja skaðann „takmarkaðan“ eftir árásir næturinnar Samúel Karl Ólason skrifar 26. október 2024 07:29 Frá Tehran, höfuðborg Íran í nótt. AP/Vahid Salemi Klerkastjórn Íran er þegar byrjuð að gera lítið úr árásum Ísrael á landið í nótt. Þær eru sagðar hafa beinst gegn hernaðarskotmörkum í landinu og segja ráðamenn í Íran að skaðinn hafi verið „takmarkaður“. Ísraelar segja árásunum lokið og að þær hafi verið gerðar á loftvarnarkerfi, eldflaugaverksmiðjur og önnur skotmörk. Að minnsta kosti tveir hermenn eru sagðir hafa fallið í árásunum í Íran í nótt. Talsmaður ísraelska hersins segir að markmiðum árásanna í nótt hafi verið náð. Þá hafa Ísraelar hvatt klerkastjórnina til að svara árásunum ekki frekar og segja að það yrðu mistök. Sjá einnig: Ísrael gerir loftárás á Íran Engar árásir virðast hafa verið gerðar á olíuvinnslu Íran eða kjarnorkurannsóknarstofur, eins og Ísraelar höfðu hótað að gera en fregnir hafa borist af því að ráðamenn í Bandaríkjunum hafi beðið Ísraela að gera það ekki. Í staðinn virðist sem Bandaríkjamenn hafi sent háþróað THAAD-loftvarnarkerfi til Ísrael og hermenn en kerfið er sérstaklega hannað til að skjóta niður skotflaugar. Wall Street Journal hefur eftir talsmanni þjóðaröryggisráðs Bandaríkjanna að árásir Ísraela í nótt hafi verið gerðar í sjálfsvörn og að Bandaríkjamenn hafi ekki komið að þeim með nokkrum hætti. Sjá einnig: „Einstök sýning“ á getu Bandaríkjanna í loftárásum Hann sagði einnig að Ísraelar hefðu markvisst reynt að komast hjá mannfalli meðal óbreyttra borgara. Daniel Hagari, talsmaður ísraelska hersins, sagði í nótt að árásunum væri lokið. “I can now confirm that we have concluded the Israeli response to Iran’s attacks against Israel. We conducted targeted and precise strikes on military targets in Iran — thwarting immediate threats to the State of Israel.”Watch IDF Spokesperson RAdm. Daniel Hagari talk about the… pic.twitter.com/1OOss3etpV— Israel Defense Forces (@IDF) October 26, 2024 Rúmlega hundrað flugvélar og drónar Árásirnar í nótt voru að sögn ríkisstjórnar Ísraels svar við árás Írans á Ísrael í síðasta mánuði, þegar tæplega tvö hundruð skotflaugum var skotið að Ísrael. Yfirvöld í Íran segja árásir hafa verið gerðar í þremur héruðum landsins og að engri ísraelski herflugvél hafi verið flogið inn í lofthelgi landsins. Heimildarmenn New York Times í Ísrael segja rúmlega hundrað herflugvélar og dróna hafa verið notaða til árásanna, sem gerðar voru í þremur áföngum. Í fyrsta áfanganum voru árásir gerðar á loftvarnarkerfi og ratsjár Írana og bandamanna þeirra í Sýrlandi og í Írak. Eftir það voru árásir gerðar á loftvarnarkerfi í Íran og þriðja bylgjan er sögð hafa verið gegn eldflaugaverksmiðjum og skotpöllum í Íran. Í þriðju bylgjunni munu árásir hafa verið gerðar á um tuttugu skotmörk í Íran. Ísraelar og Íranar hafa um árabil átt í óbeinum átökum. Ísraelar hafa gert leynilegar árásir í Íran og ráðið embættismenn og vísindamenn sem komið hafa að kjarnokuáætlun ríkisins af dögum, svo eitthvað sé nefnt. Þá hafa Íranar ítrekað hvatt bandamenn sína og vígahópa á þeirra snærum að gera árásir á Ísrael. Staðan milli Ísrael og Íran þykir þó nokkuð breytt eftir vendingar síðustu vikna, þar sem Ísraelar virðast hafa valdið Hezbollah-samtökunum gífurlegum skaða. Margir af helstu leiðtogum samtakanna hafa verið felldir og Ísraelar segjast hafa grandað stórum hluta umfangsmikilla birgða Hezbollah af eldflaugum. Times of Israel hefur eftir Yair Lapid, einum af leiðtogum stjórnarandstöðunnar í Ísrael að árásirnar í nótt virðist hafa verið of takmarkaðar. Íranar þyrftu að gjalda dýru gjaldi fyrir árásir þeirra og vígahópa á þeirra vegum á Ísrael. Lýsti hann yfir vonbrigðum með að ekki hefðu verið gerðar árásir til að valda efnahagslegum skaða á Íran. Sú ákvörðun að gera það ekki hafi verið röng. „Við gætum og ættum að láta Íran gjalda munu dýrara gjaldi.“ Íran Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Írak Sýrland Bandaríkin Hernaður Líbanon Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Fleiri fréttir Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Sjá meira
Að minnsta kosti tveir hermenn eru sagðir hafa fallið í árásunum í Íran í nótt. Talsmaður ísraelska hersins segir að markmiðum árásanna í nótt hafi verið náð. Þá hafa Ísraelar hvatt klerkastjórnina til að svara árásunum ekki frekar og segja að það yrðu mistök. Sjá einnig: Ísrael gerir loftárás á Íran Engar árásir virðast hafa verið gerðar á olíuvinnslu Íran eða kjarnorkurannsóknarstofur, eins og Ísraelar höfðu hótað að gera en fregnir hafa borist af því að ráðamenn í Bandaríkjunum hafi beðið Ísraela að gera það ekki. Í staðinn virðist sem Bandaríkjamenn hafi sent háþróað THAAD-loftvarnarkerfi til Ísrael og hermenn en kerfið er sérstaklega hannað til að skjóta niður skotflaugar. Wall Street Journal hefur eftir talsmanni þjóðaröryggisráðs Bandaríkjanna að árásir Ísraela í nótt hafi verið gerðar í sjálfsvörn og að Bandaríkjamenn hafi ekki komið að þeim með nokkrum hætti. Sjá einnig: „Einstök sýning“ á getu Bandaríkjanna í loftárásum Hann sagði einnig að Ísraelar hefðu markvisst reynt að komast hjá mannfalli meðal óbreyttra borgara. Daniel Hagari, talsmaður ísraelska hersins, sagði í nótt að árásunum væri lokið. “I can now confirm that we have concluded the Israeli response to Iran’s attacks against Israel. We conducted targeted and precise strikes on military targets in Iran — thwarting immediate threats to the State of Israel.”Watch IDF Spokesperson RAdm. Daniel Hagari talk about the… pic.twitter.com/1OOss3etpV— Israel Defense Forces (@IDF) October 26, 2024 Rúmlega hundrað flugvélar og drónar Árásirnar í nótt voru að sögn ríkisstjórnar Ísraels svar við árás Írans á Ísrael í síðasta mánuði, þegar tæplega tvö hundruð skotflaugum var skotið að Ísrael. Yfirvöld í Íran segja árásir hafa verið gerðar í þremur héruðum landsins og að engri ísraelski herflugvél hafi verið flogið inn í lofthelgi landsins. Heimildarmenn New York Times í Ísrael segja rúmlega hundrað herflugvélar og dróna hafa verið notaða til árásanna, sem gerðar voru í þremur áföngum. Í fyrsta áfanganum voru árásir gerðar á loftvarnarkerfi og ratsjár Írana og bandamanna þeirra í Sýrlandi og í Írak. Eftir það voru árásir gerðar á loftvarnarkerfi í Íran og þriðja bylgjan er sögð hafa verið gegn eldflaugaverksmiðjum og skotpöllum í Íran. Í þriðju bylgjunni munu árásir hafa verið gerðar á um tuttugu skotmörk í Íran. Ísraelar og Íranar hafa um árabil átt í óbeinum átökum. Ísraelar hafa gert leynilegar árásir í Íran og ráðið embættismenn og vísindamenn sem komið hafa að kjarnokuáætlun ríkisins af dögum, svo eitthvað sé nefnt. Þá hafa Íranar ítrekað hvatt bandamenn sína og vígahópa á þeirra snærum að gera árásir á Ísrael. Staðan milli Ísrael og Íran þykir þó nokkuð breytt eftir vendingar síðustu vikna, þar sem Ísraelar virðast hafa valdið Hezbollah-samtökunum gífurlegum skaða. Margir af helstu leiðtogum samtakanna hafa verið felldir og Ísraelar segjast hafa grandað stórum hluta umfangsmikilla birgða Hezbollah af eldflaugum. Times of Israel hefur eftir Yair Lapid, einum af leiðtogum stjórnarandstöðunnar í Ísrael að árásirnar í nótt virðist hafa verið of takmarkaðar. Íranar þyrftu að gjalda dýru gjaldi fyrir árásir þeirra og vígahópa á þeirra vegum á Ísrael. Lýsti hann yfir vonbrigðum með að ekki hefðu verið gerðar árásir til að valda efnahagslegum skaða á Íran. Sú ákvörðun að gera það ekki hafi verið röng. „Við gætum og ættum að láta Íran gjalda munu dýrara gjaldi.“
Íran Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Írak Sýrland Bandaríkin Hernaður Líbanon Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Fleiri fréttir Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Sjá meira