Litlir sigrar, stór áhrif – Hvernig iðjuþjálfar Ljóssins hjálpa krabbameinsgreindum að auka og viðhalda virkni, gleði og styrk Guðný Katrín Einarsdóttir skrifar 24. október 2024 15:31 Það að eiga sér tómstundaiðju og stunda hana er hluti af heilbrigðum lífsstíl. Með tómstundaiðju er átt við allar þær athafnir sem við gerum okkur til ánægju en ekki af því að við verðum. Dæmi um tómstundaiðju er að lesa, spila, iðka íþróttir, handavinnu, hjóla, ganga, veiða, fara í bíó, taka þátt í félagsstarfi, stunda garðyrkja og áfram væri lengi hægt telja. Hvað veitir þér ánægju? Segðu mér aðeins frá áhugamálum þínum – hvað finnst þér gaman að gera? Í fyrsta viðtali við iðjuþjálfa spyrjum við út í áhugamál og þá er stundum fátt um svör. Með fullorðinsárunum koma oftast fleiri og fleiri störf inn í okkar daglega rútinu – vinna, nám, heimilishald, umönnun barna eða annarra ættingja svo eitthvað sé nefnt. Dagarnir eru hlaðnir skyldustörfum og margir hafa lítinn tíma gefið sér fyrir tómstundaiðju eða að velta fyrir sér hvað þeim finnst skemmtileg eða endurnærandi iðja. Við krabbameinsgreiningu og meðferð verður breyting á þessum vanabundnu hlutverkum og flestir fara a.m.k. tímabundið af vinnumarkaði. Í þessum breytingum getur tómstundaiðja verið mikilvægur hluti af daglegri rútínu, veitt gleði og tilgang. Við iðjuna er hægt að gleyma sér, sleppa tökum á erfiðum tilfinningum og einbeita sér að einhverju jákvæðu. Litlir sigrar eins og að læra nýja handverkstækni sem þú hafðir ekki trú á að þú gætir eða koma heim með fallega leirskál efla trú á eigin getu og hafa jákvæð áhrif á sjálfsmyndina. Tómstundaiðja og heilsuefling Tómstundaiðja gegnir lykilhlutverki í að veita einstaklingum viðfangsefni og ánægju á erfiðum tímum. Hún getur hvatt fólk til að stíga upp úr rúminu, klæða sig og fara út úr húsi, að vera í kringum annað fólk og njóta augnabliksins. Þannig fá einstaklingar tækifæri til að gleyma sér, sleppa tökunum á erfiðum tilfinningum og einbeita sér að einhverju jákvæðu, jafnvel á meðan þeir glíma við neikvæð áhrif krabbameins og meðferða þess. Áhugasvið okkar eru mörg og mismunandi og ekkert eitt sem hentar öllum. Í Ljósinu hefur frá upphafi verið margs konar handverk í boði og margir hafa farið út fyrir þægindarammann og uppgötvað sinn innri listamann. Hreyfing og útivera er áhugasvið margra og þeir finna svo sannarlega eitthvað við sitt hæfi í Ljósinu og lestrarhestar geta farið í leshóp. Að fá tækifæri til að gera eitthvað sem veitir gleði og ánægju, getur haft stórkostleg áhrif á líkamlega og andlega heilsu. Tómstundaiðja og áhrif á taugakerfið Í krabbameinsferli getur taugakerfið orðið fyrir miklu álagi. Þar kemur inngrip í formi tómstundaiðju inn sem afar mikilvægur þáttur. Rannsóknir sýna að þátttaka í tómstundum getur haft jákvæð áhrif á taugakerfið með því að skapa gleði, vinna gegn neikvæðum tilfinningum og stuðla að innri ró. Það að komast í svokallað "flæði" – þar sem einstaklingurinn er svo niðursokkinn í iðju sína að hann gleymir stað og stund – hefur verið sýnt fram á að hafi mikilvæg áhrif á heilsu. Í flæðinu upplifir einstaklingurinn aukna einbeitingu og vellíðan sem bæði dregur úr streitu og byggir upp andlega og líkamlega heilsu. Handverk býður upp á ýmis tækifæri til að þjálfa upp færni og bæta líðan. Það getur þjálfað fínhreyfingar og samhæfingu augna og handa. Þjálfað úthald og einbeitingu, þol fyrir umhverfisáreiti og bætt skynúrvinnslu. Það eykur trú á eigin áhrifamátt, gefur tilgang og ýtir undir félagsleg samskipti. Handverkið er þannig mikilvægur þáttur í endurhæfingunni í Ljósinu og ég hvet Ljósbera nýta tækifærið og prófa ýmis konar iðju – hver veit nema þú uppgötvir nýtt og skemmtilegt áhugamál sem getur gefið þér ánægjustundir á komandi árum? Í heildina getur tómstundaiðja stuðlað að bata og vellíðan á margvíslegan hátt fyrir krabbameinsgreinda. Hún veitir gleði, tilgang, félagsleg tengsl og stuðla að enduruppbyggingu á líkamlegri og andlegri heilsu. Sem iðjuþjálfi hef ég séð að slíkar athafnir geta gert kraftaverk, ekki aðeins til að styrkja einstaklingana, heldur einnig til að veita þeim gleði í daglegu lífi. Að finna sér tómstundiðju sem veitir ánægju er því stórt skref í átt að betri líðan og endurheimt lífsgæða. Höfundur er iðjujálfi í Ljósinu endurhæfingarmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda en í tilefni dags iðjuþjálfunar þann 27. október vekur miðstöðin athygli á þessari mikilvægu starfsstétt næstu daga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason Skoðun Þögnin í háskólanum Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir Skoðun Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson Skoðun Skoðun Skoðun Er hægt að bíða lengur? Björg Baldursdóttir skrifar Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Um meint hlutleysi Kína í Úkraínustríðinu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun VR-félagar, ykkar er valið! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Laufey og brúin milli kynslóðanna Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Árangur skólanna, hvað veist þú um hann? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Kartöflurnar eru of dýrar til að kasta í veiðiþjófa Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Þögnin í háskólanum Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Neyðarkall frá Gaza: Svona getur þú hjálpað skrifar Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvíti stafur menningarinnar Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er leiðandi í jafnréttismálum Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Hvernig borgarfulltrúar verðmeta tímann þinn Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg skrifar Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Það að eiga sér tómstundaiðju og stunda hana er hluti af heilbrigðum lífsstíl. Með tómstundaiðju er átt við allar þær athafnir sem við gerum okkur til ánægju en ekki af því að við verðum. Dæmi um tómstundaiðju er að lesa, spila, iðka íþróttir, handavinnu, hjóla, ganga, veiða, fara í bíó, taka þátt í félagsstarfi, stunda garðyrkja og áfram væri lengi hægt telja. Hvað veitir þér ánægju? Segðu mér aðeins frá áhugamálum þínum – hvað finnst þér gaman að gera? Í fyrsta viðtali við iðjuþjálfa spyrjum við út í áhugamál og þá er stundum fátt um svör. Með fullorðinsárunum koma oftast fleiri og fleiri störf inn í okkar daglega rútinu – vinna, nám, heimilishald, umönnun barna eða annarra ættingja svo eitthvað sé nefnt. Dagarnir eru hlaðnir skyldustörfum og margir hafa lítinn tíma gefið sér fyrir tómstundaiðju eða að velta fyrir sér hvað þeim finnst skemmtileg eða endurnærandi iðja. Við krabbameinsgreiningu og meðferð verður breyting á þessum vanabundnu hlutverkum og flestir fara a.m.k. tímabundið af vinnumarkaði. Í þessum breytingum getur tómstundaiðja verið mikilvægur hluti af daglegri rútínu, veitt gleði og tilgang. Við iðjuna er hægt að gleyma sér, sleppa tökum á erfiðum tilfinningum og einbeita sér að einhverju jákvæðu. Litlir sigrar eins og að læra nýja handverkstækni sem þú hafðir ekki trú á að þú gætir eða koma heim með fallega leirskál efla trú á eigin getu og hafa jákvæð áhrif á sjálfsmyndina. Tómstundaiðja og heilsuefling Tómstundaiðja gegnir lykilhlutverki í að veita einstaklingum viðfangsefni og ánægju á erfiðum tímum. Hún getur hvatt fólk til að stíga upp úr rúminu, klæða sig og fara út úr húsi, að vera í kringum annað fólk og njóta augnabliksins. Þannig fá einstaklingar tækifæri til að gleyma sér, sleppa tökunum á erfiðum tilfinningum og einbeita sér að einhverju jákvæðu, jafnvel á meðan þeir glíma við neikvæð áhrif krabbameins og meðferða þess. Áhugasvið okkar eru mörg og mismunandi og ekkert eitt sem hentar öllum. Í Ljósinu hefur frá upphafi verið margs konar handverk í boði og margir hafa farið út fyrir þægindarammann og uppgötvað sinn innri listamann. Hreyfing og útivera er áhugasvið margra og þeir finna svo sannarlega eitthvað við sitt hæfi í Ljósinu og lestrarhestar geta farið í leshóp. Að fá tækifæri til að gera eitthvað sem veitir gleði og ánægju, getur haft stórkostleg áhrif á líkamlega og andlega heilsu. Tómstundaiðja og áhrif á taugakerfið Í krabbameinsferli getur taugakerfið orðið fyrir miklu álagi. Þar kemur inngrip í formi tómstundaiðju inn sem afar mikilvægur þáttur. Rannsóknir sýna að þátttaka í tómstundum getur haft jákvæð áhrif á taugakerfið með því að skapa gleði, vinna gegn neikvæðum tilfinningum og stuðla að innri ró. Það að komast í svokallað "flæði" – þar sem einstaklingurinn er svo niðursokkinn í iðju sína að hann gleymir stað og stund – hefur verið sýnt fram á að hafi mikilvæg áhrif á heilsu. Í flæðinu upplifir einstaklingurinn aukna einbeitingu og vellíðan sem bæði dregur úr streitu og byggir upp andlega og líkamlega heilsu. Handverk býður upp á ýmis tækifæri til að þjálfa upp færni og bæta líðan. Það getur þjálfað fínhreyfingar og samhæfingu augna og handa. Þjálfað úthald og einbeitingu, þol fyrir umhverfisáreiti og bætt skynúrvinnslu. Það eykur trú á eigin áhrifamátt, gefur tilgang og ýtir undir félagsleg samskipti. Handverkið er þannig mikilvægur þáttur í endurhæfingunni í Ljósinu og ég hvet Ljósbera nýta tækifærið og prófa ýmis konar iðju – hver veit nema þú uppgötvir nýtt og skemmtilegt áhugamál sem getur gefið þér ánægjustundir á komandi árum? Í heildina getur tómstundaiðja stuðlað að bata og vellíðan á margvíslegan hátt fyrir krabbameinsgreinda. Hún veitir gleði, tilgang, félagsleg tengsl og stuðla að enduruppbyggingu á líkamlegri og andlegri heilsu. Sem iðjuþjálfi hef ég séð að slíkar athafnir geta gert kraftaverk, ekki aðeins til að styrkja einstaklingana, heldur einnig til að veita þeim gleði í daglegu lífi. Að finna sér tómstundiðju sem veitir ánægju er því stórt skref í átt að betri líðan og endurheimt lífsgæða. Höfundur er iðjujálfi í Ljósinu endurhæfingarmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda en í tilefni dags iðjuþjálfunar þann 27. október vekur miðstöðin athygli á þessari mikilvægu starfsstétt næstu daga.
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar
Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun