Stamaði svo mikið að hann varð að fara í talþjálfun í fimm ár Stefán Árni Pálsson skrifar 23. október 2024 10:31 Stýrivaxtahækkanir Ásgeir hafa sannarlega verið á milli tannanna á fólki undanfarna mánuði. Nú síðast lækkaði hann vexti um 0,25 punkta. Seðlabankastjórinn Ásgeir Jónsson bjóst við að verða bóndi, átti erfitt með lestur í æsku en kláraði á endanum doktorspróf. Sindri Sindrason fór í morgunkaffi til seðlabankastjóra í Íslandi í dag í vikunni en hann býst við frekari vaxtalækkun á komandi mánuðum. Ásgeir segist vakna alla morgna klukkan hálf sjö eða sjö til að fara út að hlaupa með hundinn. Hann býr á fallegu heimili sínu í Reykjavík ásamt eiginkonu sinni Helgu Viðarsdóttur og sonum sínum tveimur. „Ég á eina stelpu sem er orðin þrítug og vinnur á Landspítala en ég var 21 árs þegar ég átti fyrsta barnið. Helga á síðan tvö börn, son sem er 27 ára sem er að læra efnafræði í London og 22 ára stúlku sem býr í Kaupmannahöfn,“ segir Ásgeir sem er nokkuð íhaldssamur maður, samkvæmur sjálfum sér og lætur álit annarra ekki hafa áhrif á sig. En gagnrýni hefur hann svo sannarlega fengið og ekki bara hvað vexti varðar heldur einnig fyrir það hvernig hann talar. Kemur upp í álagi „Ég náttúrulega stamaði og stamaði mjög illa þegar ég var krakki og áttu bara mjög erfitt með að tala og þetta háði mér. Þegar ég fór í doktorsnám til Bandaríkjanna þá fór ég í talþjálfun í einhver fimm ár sem hjálpaði mér mjög mikið en síðan hefur þetta aðeins minnkað með aldrinum. Maður lærir ákveðna tækni hvernig maður á að bregðast við en þetta kemur alveg í dag, þegar ég er þreyttur eða undir álagi.“ Hann segir að þeir sem stami séu mikið til með þetta á heilanum og hræddir við að stama fyrir framan annað kvöld. „Það vindur síðan upp á sig og fólk fer þá að forðast að vera í aðstæðum ef það skildi stama. Ég tók þá ákvörðun á sínum tíma að láta þetta ekki stoppa mig. Að leyfa fólki bara að heyra að ég stamaði. Þegar þú gerir það og tekst á við þinn mesta ótta þá vinnur þú bug á því.“ Ásgeir segir að sú gagnrýni sem taki mest á hann þegar fólk vænir hann um að vera ekki heiðarlegur. „Að ég sé að vinna gegn betri vitund og það finnst mér verulega ósanngjarnt,“ segir Ásgeir sem lækkaði stýrivexti á dögunum um 0,25 punkta. „Við töldum svo að verðbólgan væri þá á leiðinni niður og erum að gera ráð fyrir því að hún haldi áfram að lækka og við erum aðeins að sjá hvernig þetta lækkunarferli fer og sjá hvort við séum ekki að vinna okkur í haginn.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Seðlabankinn Ástin og lífið Morgunkaffi í Íslandi í dag Mest lesið Ættleiða tvö börn á sama ári Lífið Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Bíó og sjónvarp Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Lífið Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Lífið Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Lífið Fleiri fréttir Ættleiða tvö börn á sama ári Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Sjá meira
Sindri Sindrason fór í morgunkaffi til seðlabankastjóra í Íslandi í dag í vikunni en hann býst við frekari vaxtalækkun á komandi mánuðum. Ásgeir segist vakna alla morgna klukkan hálf sjö eða sjö til að fara út að hlaupa með hundinn. Hann býr á fallegu heimili sínu í Reykjavík ásamt eiginkonu sinni Helgu Viðarsdóttur og sonum sínum tveimur. „Ég á eina stelpu sem er orðin þrítug og vinnur á Landspítala en ég var 21 árs þegar ég átti fyrsta barnið. Helga á síðan tvö börn, son sem er 27 ára sem er að læra efnafræði í London og 22 ára stúlku sem býr í Kaupmannahöfn,“ segir Ásgeir sem er nokkuð íhaldssamur maður, samkvæmur sjálfum sér og lætur álit annarra ekki hafa áhrif á sig. En gagnrýni hefur hann svo sannarlega fengið og ekki bara hvað vexti varðar heldur einnig fyrir það hvernig hann talar. Kemur upp í álagi „Ég náttúrulega stamaði og stamaði mjög illa þegar ég var krakki og áttu bara mjög erfitt með að tala og þetta háði mér. Þegar ég fór í doktorsnám til Bandaríkjanna þá fór ég í talþjálfun í einhver fimm ár sem hjálpaði mér mjög mikið en síðan hefur þetta aðeins minnkað með aldrinum. Maður lærir ákveðna tækni hvernig maður á að bregðast við en þetta kemur alveg í dag, þegar ég er þreyttur eða undir álagi.“ Hann segir að þeir sem stami séu mikið til með þetta á heilanum og hræddir við að stama fyrir framan annað kvöld. „Það vindur síðan upp á sig og fólk fer þá að forðast að vera í aðstæðum ef það skildi stama. Ég tók þá ákvörðun á sínum tíma að láta þetta ekki stoppa mig. Að leyfa fólki bara að heyra að ég stamaði. Þegar þú gerir það og tekst á við þinn mesta ótta þá vinnur þú bug á því.“ Ásgeir segir að sú gagnrýni sem taki mest á hann þegar fólk vænir hann um að vera ekki heiðarlegur. „Að ég sé að vinna gegn betri vitund og það finnst mér verulega ósanngjarnt,“ segir Ásgeir sem lækkaði stýrivexti á dögunum um 0,25 punkta. „Við töldum svo að verðbólgan væri þá á leiðinni niður og erum að gera ráð fyrir því að hún haldi áfram að lækka og við erum aðeins að sjá hvernig þetta lækkunarferli fer og sjá hvort við séum ekki að vinna okkur í haginn.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Seðlabankinn Ástin og lífið Morgunkaffi í Íslandi í dag Mest lesið Ættleiða tvö börn á sama ári Lífið Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Bíó og sjónvarp Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Lífið Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Lífið Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Lífið Fleiri fréttir Ættleiða tvö börn á sama ári Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist