Stamaði svo mikið að hann varð að fara í talþjálfun í fimm ár Stefán Árni Pálsson skrifar 23. október 2024 10:31 Stýrivaxtahækkanir Ásgeir hafa sannarlega verið á milli tannanna á fólki undanfarna mánuði. Nú síðast lækkaði hann vexti um 0,25 punkta. Seðlabankastjórinn Ásgeir Jónsson bjóst við að verða bóndi, átti erfitt með lestur í æsku en kláraði á endanum doktorspróf. Sindri Sindrason fór í morgunkaffi til seðlabankastjóra í Íslandi í dag í vikunni en hann býst við frekari vaxtalækkun á komandi mánuðum. Ásgeir segist vakna alla morgna klukkan hálf sjö eða sjö til að fara út að hlaupa með hundinn. Hann býr á fallegu heimili sínu í Reykjavík ásamt eiginkonu sinni Helgu Viðarsdóttur og sonum sínum tveimur. „Ég á eina stelpu sem er orðin þrítug og vinnur á Landspítala en ég var 21 árs þegar ég átti fyrsta barnið. Helga á síðan tvö börn, son sem er 27 ára sem er að læra efnafræði í London og 22 ára stúlku sem býr í Kaupmannahöfn,“ segir Ásgeir sem er nokkuð íhaldssamur maður, samkvæmur sjálfum sér og lætur álit annarra ekki hafa áhrif á sig. En gagnrýni hefur hann svo sannarlega fengið og ekki bara hvað vexti varðar heldur einnig fyrir það hvernig hann talar. Kemur upp í álagi „Ég náttúrulega stamaði og stamaði mjög illa þegar ég var krakki og áttu bara mjög erfitt með að tala og þetta háði mér. Þegar ég fór í doktorsnám til Bandaríkjanna þá fór ég í talþjálfun í einhver fimm ár sem hjálpaði mér mjög mikið en síðan hefur þetta aðeins minnkað með aldrinum. Maður lærir ákveðna tækni hvernig maður á að bregðast við en þetta kemur alveg í dag, þegar ég er þreyttur eða undir álagi.“ Hann segir að þeir sem stami séu mikið til með þetta á heilanum og hræddir við að stama fyrir framan annað kvöld. „Það vindur síðan upp á sig og fólk fer þá að forðast að vera í aðstæðum ef það skildi stama. Ég tók þá ákvörðun á sínum tíma að láta þetta ekki stoppa mig. Að leyfa fólki bara að heyra að ég stamaði. Þegar þú gerir það og tekst á við þinn mesta ótta þá vinnur þú bug á því.“ Ásgeir segir að sú gagnrýni sem taki mest á hann þegar fólk vænir hann um að vera ekki heiðarlegur. „Að ég sé að vinna gegn betri vitund og það finnst mér verulega ósanngjarnt,“ segir Ásgeir sem lækkaði stýrivexti á dögunum um 0,25 punkta. „Við töldum svo að verðbólgan væri þá á leiðinni niður og erum að gera ráð fyrir því að hún haldi áfram að lækka og við erum aðeins að sjá hvernig þetta lækkunarferli fer og sjá hvort við séum ekki að vinna okkur í haginn.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Seðlabankinn Ástin og lífið Morgunkaffi í Íslandi í dag Mest lesið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Lífið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Lífið Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Lífið Fleiri fréttir Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Sjá meira
Sindri Sindrason fór í morgunkaffi til seðlabankastjóra í Íslandi í dag í vikunni en hann býst við frekari vaxtalækkun á komandi mánuðum. Ásgeir segist vakna alla morgna klukkan hálf sjö eða sjö til að fara út að hlaupa með hundinn. Hann býr á fallegu heimili sínu í Reykjavík ásamt eiginkonu sinni Helgu Viðarsdóttur og sonum sínum tveimur. „Ég á eina stelpu sem er orðin þrítug og vinnur á Landspítala en ég var 21 árs þegar ég átti fyrsta barnið. Helga á síðan tvö börn, son sem er 27 ára sem er að læra efnafræði í London og 22 ára stúlku sem býr í Kaupmannahöfn,“ segir Ásgeir sem er nokkuð íhaldssamur maður, samkvæmur sjálfum sér og lætur álit annarra ekki hafa áhrif á sig. En gagnrýni hefur hann svo sannarlega fengið og ekki bara hvað vexti varðar heldur einnig fyrir það hvernig hann talar. Kemur upp í álagi „Ég náttúrulega stamaði og stamaði mjög illa þegar ég var krakki og áttu bara mjög erfitt með að tala og þetta háði mér. Þegar ég fór í doktorsnám til Bandaríkjanna þá fór ég í talþjálfun í einhver fimm ár sem hjálpaði mér mjög mikið en síðan hefur þetta aðeins minnkað með aldrinum. Maður lærir ákveðna tækni hvernig maður á að bregðast við en þetta kemur alveg í dag, þegar ég er þreyttur eða undir álagi.“ Hann segir að þeir sem stami séu mikið til með þetta á heilanum og hræddir við að stama fyrir framan annað kvöld. „Það vindur síðan upp á sig og fólk fer þá að forðast að vera í aðstæðum ef það skildi stama. Ég tók þá ákvörðun á sínum tíma að láta þetta ekki stoppa mig. Að leyfa fólki bara að heyra að ég stamaði. Þegar þú gerir það og tekst á við þinn mesta ótta þá vinnur þú bug á því.“ Ásgeir segir að sú gagnrýni sem taki mest á hann þegar fólk vænir hann um að vera ekki heiðarlegur. „Að ég sé að vinna gegn betri vitund og það finnst mér verulega ósanngjarnt,“ segir Ásgeir sem lækkaði stýrivexti á dögunum um 0,25 punkta. „Við töldum svo að verðbólgan væri þá á leiðinni niður og erum að gera ráð fyrir því að hún haldi áfram að lækka og við erum aðeins að sjá hvernig þetta lækkunarferli fer og sjá hvort við séum ekki að vinna okkur í haginn.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Seðlabankinn Ástin og lífið Morgunkaffi í Íslandi í dag Mest lesið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Lífið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Lífið Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Lífið Fleiri fréttir Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Sjá meira
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning