„Það varð algjör sprenging“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 22. október 2024 21:32 Nú er hægt að sækja vegabréf í Hagkaup, Skeifunni. Vísir/Sigurjón Yfirgnæfandi meirihluti umsækjenda um ný skilríki hafa óskað eftir að sækja þau í Hagkaup í Skeifunni eftir að opnað var á þann möguleika í gær. Kostnaður Þjóðskrár vegna þjónustusamnings við verslunina nemur kostnaði við eitt stöðugildi og þurfti verkefnið ekki að fara í útboð. Einhverjir töldu að um væri að ræða síðbúið aprílgabb þegar greint var frá því í gær að sækja vegabréf og nafnskírteini í verslun Hagkaupa í Skeifunni. Svo er hins vegar ekki og hafa viðtökurnar ekki látið á sér standa en síðan í gær hafa langflestir sem sótt hafa um nýtt vegabréf óskað eftir að sækja skilríki sín þangað að sögn Júlíu Þorvaldsdóttur, framkvæmdastjóra hjá Þjóðskrá. „Það varð algjör sprenging. Korter í tólf í gær opnaði á þennan möguleika hjá sýslumanni og 68 prósent allra þeirra sem sóttu um skilríki í gær völdu að sækja hér. Þannig að hér erum við í dag, fyrsta daginn, með fimmtíu skilríki og 78% þeirra sem hafa sótt um í dag hafa kosið að sækja hingað,“ segir Júlía, en það voru nýjustu tölur sem lágu fyrir þegar fréttastofa hitti á hana í Skeifunni síðdegis í dag. Hún segir hugmyndina fyrst og fremst að auka þjónustu við viðskiptavini stofnunarinnar. Meðal þess sem lá til grundvallar áður en hugmyndin var borin undir Hagkaup var staðsetning miðsvæðis og rúmur opnunartími sem auðveldi fólki að nálgast skilríki og komi í veg fyrir flöskuhálsa í móttöku Þjóðskrár. Júlía Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Þjóðskrá, er himinlifandi með hvernig tilraunaverkefnið hefur farið af stað.Vísir/Sigurjón „Þetta er tilraunaverkefni, það má aldrei gleymast. Og þjónustusamningurinn við Hagkaup er til sex mánaða. Það er enginn auka kostnaður fyrir einstaklinga og við gerðum bara ráð fyrir þessu í okkar áætlunum. Þetta er í rauninni bara eitt stöðugildi sirka en það í rauninni telur ekki af því að þegar að hætta hjá okkur sökum aldurs þá höfum við ekki verið að ráða í staðinn. Hjá Þjóðskrá er starfað eftir straumlínustjórnun og erum í stöðugum umbótum og þetta er bara partur af því,“ segir Júlía. Hún vill ekki svara því til hvað þjónustusamningurinn hljóðar upp á í krónum talið. „Það er bara okkar í milli en það er sirka stöðugildi,“ segir Júlía. „Þetta er innan útboðsskyldra upphæða. Þetta eru það lágar upphæðir. En svo að sjálfsögðu ef þetta verður lengra þá fer þetta í útboð, það er algjört skilyrði.“ Stjórnsýsla Verslun Vegabréf Reykjavík Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Aron Can heill á húfi Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Einhverjir töldu að um væri að ræða síðbúið aprílgabb þegar greint var frá því í gær að sækja vegabréf og nafnskírteini í verslun Hagkaupa í Skeifunni. Svo er hins vegar ekki og hafa viðtökurnar ekki látið á sér standa en síðan í gær hafa langflestir sem sótt hafa um nýtt vegabréf óskað eftir að sækja skilríki sín þangað að sögn Júlíu Þorvaldsdóttur, framkvæmdastjóra hjá Þjóðskrá. „Það varð algjör sprenging. Korter í tólf í gær opnaði á þennan möguleika hjá sýslumanni og 68 prósent allra þeirra sem sóttu um skilríki í gær völdu að sækja hér. Þannig að hér erum við í dag, fyrsta daginn, með fimmtíu skilríki og 78% þeirra sem hafa sótt um í dag hafa kosið að sækja hingað,“ segir Júlía, en það voru nýjustu tölur sem lágu fyrir þegar fréttastofa hitti á hana í Skeifunni síðdegis í dag. Hún segir hugmyndina fyrst og fremst að auka þjónustu við viðskiptavini stofnunarinnar. Meðal þess sem lá til grundvallar áður en hugmyndin var borin undir Hagkaup var staðsetning miðsvæðis og rúmur opnunartími sem auðveldi fólki að nálgast skilríki og komi í veg fyrir flöskuhálsa í móttöku Þjóðskrár. Júlía Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Þjóðskrá, er himinlifandi með hvernig tilraunaverkefnið hefur farið af stað.Vísir/Sigurjón „Þetta er tilraunaverkefni, það má aldrei gleymast. Og þjónustusamningurinn við Hagkaup er til sex mánaða. Það er enginn auka kostnaður fyrir einstaklinga og við gerðum bara ráð fyrir þessu í okkar áætlunum. Þetta er í rauninni bara eitt stöðugildi sirka en það í rauninni telur ekki af því að þegar að hætta hjá okkur sökum aldurs þá höfum við ekki verið að ráða í staðinn. Hjá Þjóðskrá er starfað eftir straumlínustjórnun og erum í stöðugum umbótum og þetta er bara partur af því,“ segir Júlía. Hún vill ekki svara því til hvað þjónustusamningurinn hljóðar upp á í krónum talið. „Það er bara okkar í milli en það er sirka stöðugildi,“ segir Júlía. „Þetta er innan útboðsskyldra upphæða. Þetta eru það lágar upphæðir. En svo að sjálfsögðu ef þetta verður lengra þá fer þetta í útboð, það er algjört skilyrði.“
Stjórnsýsla Verslun Vegabréf Reykjavík Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Aron Can heill á húfi Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira