Fyrrverandi framherji Man. Utd atvinnumaður í tennis Sindri Sverrisson skrifar 22. október 2024 15:16 Diego Forlán raðaði inn mörkum í fótboltanum en er nú farinn að skora stig í tennis. Getty/Cathrin Mueller Úrúgvæinn Diego Forlán, fyrrverandi sóknarmaður Manchester United, mun í næsta mánuði keppa á sínu fyrsta atvinnumannamóti í tennis. Forlán mun keppa í tvíliðaleik á móti í heimalandi sínu, Úrúgvæ, í næsta mánuði. Þessi 45 ára gamli íþróttamaður lagði fótboltaskóna á hilluna árið 2019 en hann lék á sínum ferli til að mynda með Manchester United árin 2002-2004, Villarreal, Atlético Madrid og Inter. Forlán þótti efnilegur tennisspilari á táningsaldri og eftir að hann hætti í fótbolta hefur hann notað spaðann sífellt meira, og keppt í ITF Masters mótum, sem eru fyrir eldri keppendur. En mótið í næsta mánuði er hluti af Áskorendamótaröðinni, og fær Forlán sérstakt boðssæti (e. wildcard) á mótið til að keppa með Argentínumanninum Federico Coria. Sá er í 101. sæti heimslistans í einliðaleik og komst hæst upp í 49. sæti á síðasta ári. Forlán lék á sínum tíma alls 98 leiki fyrir Manchester United áður en hann fór til Villarreal og raðaði inn mörkum á Spáni. Hann hlaut gullskóinn í Evrópu árin 2005 og 2009, og varð markakóngur HM 2010 í Suður-Afríku, þar sem Úrúgvæ vann til bronsverðlauna. Þá átti hann sinn þátt í því að Úrúgvæ varð Suður-Ameríkumeistari ári síðar. Tennis Fótbolti Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Íslenski boltinn Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin Íslenski boltinn Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Körfubolti Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti Fleiri fréttir Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Leik lokið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Pelikanarnir búnir að gefast upp „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Dæmdur í áttatíu leikja bann og tapar 769 milljónum króna HM stækkað og verðlaunaféð tvöfaldað Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ McIlroy meiddur í aðdraganda Masters Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Valskonur fá seinni leikinn heima Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni KA kaus að losa sig við þjálfarann „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Dagskráin í dag: Úrslitakeppnin rúllar áfram Sjá meira
Forlán mun keppa í tvíliðaleik á móti í heimalandi sínu, Úrúgvæ, í næsta mánuði. Þessi 45 ára gamli íþróttamaður lagði fótboltaskóna á hilluna árið 2019 en hann lék á sínum ferli til að mynda með Manchester United árin 2002-2004, Villarreal, Atlético Madrid og Inter. Forlán þótti efnilegur tennisspilari á táningsaldri og eftir að hann hætti í fótbolta hefur hann notað spaðann sífellt meira, og keppt í ITF Masters mótum, sem eru fyrir eldri keppendur. En mótið í næsta mánuði er hluti af Áskorendamótaröðinni, og fær Forlán sérstakt boðssæti (e. wildcard) á mótið til að keppa með Argentínumanninum Federico Coria. Sá er í 101. sæti heimslistans í einliðaleik og komst hæst upp í 49. sæti á síðasta ári. Forlán lék á sínum tíma alls 98 leiki fyrir Manchester United áður en hann fór til Villarreal og raðaði inn mörkum á Spáni. Hann hlaut gullskóinn í Evrópu árin 2005 og 2009, og varð markakóngur HM 2010 í Suður-Afríku, þar sem Úrúgvæ vann til bronsverðlauna. Þá átti hann sinn þátt í því að Úrúgvæ varð Suður-Ameríkumeistari ári síðar.
Tennis Fótbolti Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Íslenski boltinn Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin Íslenski boltinn Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Körfubolti Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti Fleiri fréttir Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Leik lokið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Pelikanarnir búnir að gefast upp „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Dæmdur í áttatíu leikja bann og tapar 769 milljónum króna HM stækkað og verðlaunaféð tvöfaldað Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ McIlroy meiddur í aðdraganda Masters Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Valskonur fá seinni leikinn heima Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni KA kaus að losa sig við þjálfarann „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Dagskráin í dag: Úrslitakeppnin rúllar áfram Sjá meira