Ekki heppilegt ef verkalýðshreyfingin tæmist inn á Alþingi Árni Sæberg skrifar 22. október 2024 12:19 Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness og Starfsgreinasambandsins. Vísir/Ívar Fannar Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér í framboð til Alþingis að þessu sinni. Komið hafi verið að máli við hann, eins og raunar fyrir allar alþingiskosningar síðasta áratuginn, en hann hafi ákveðið eftir langa yfirlegu að kröftum hans sé betur varið í verkalýðshreyfingunni. Þetta segir Vilhjálmur í samtali við Vísi en hann hefur verið sterklega orðaður við framboð til Alþingis, líkt og fleiri forystumenn í verkalýðshreyfingunni. Gefur ekkert upp um hver hefur komið að máli við hann Vilhjálmur vill ekkert gefa upp um það hver hefur komið að máli við hann varðandi framboð. Hann telji enda óheppilegt að verkalýðsforkólfar séu eyrnamerktir tilteknum stjórnmálaflokkum. Því kjósi hann að halda stjórnmálaskoðunum sínum fyrir sjálfan sig, þótt sterkar séu. „Það er oft þannig þegar forystumenn eru eyrnamerktir opinberlega einhverjum ákveðnum stjórnmálaflokki, þá er hætta á því að trúverðugleiki þeirra bíði hnekki. Ég tel ekki til hagsbóta að forystumenn séu stuðningsmenn ákveðinna stjórnmálaflokka. Þá verður erfiðara að gagnrýna og þú verður líka ótrúverðugri ef þú gagnrýnir ekki.“ Nægt framboð af frambjóðendum Vilhjálmur segist telja starfskröftum hans betur borgið innan verkalýðshreyfingarinnar en inni á Alþingi, enda sé þegar nægt framboð af frambjóðendum. Þar vísar hann vitanlega til Ragnars Þórs Ingólfssonar, formanns VR, Kristjáns Þórðar Snæbjörnssonar, formanns Rafiðnaðarsambandsins, og Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, sem hefur þó sagt framboð sitt frekar til stuðnings en í von um þingsæti. „En eins og svo oft áður þá hefur mér staðið ýmislegt til boða, það er svo sem engin breyting þar á. En hver veit hvað framtíðin ber í skauti sér? Að þessu sinni ætla ég að einbeita mér að verkalýðsbaráttunni, enda af nægu að taka þar, að veita stjórnvöldum á hverjum tíma ríkt aðhald. Kostirnir meiri við að halda áfram í skemmtilegu starfi Vilhjálmur minnir á mikilvægi þess að halda þeirri baráttu áfram og bendir á ýmsa sigra sem unnist hafa undanfarið. „Eins og til dæmis núna í síðustu kjarasamningum, þar sem okkur tókst að styrkja stöðu launafólks verulega. Nægir að nefna þar gjaldfrjálsar skólamáltíðir, hækkun á fæðingarorlofi, hækkun á greiðslum úr ábyrgðarsjóði launa, hækkun á barnabótum og annað slíkt. Þetta eru allt baráttumál verkalýðshreyfingarinnar. Ég held að þegar maður tekur kosti og galla þess að fara úr því starfi sem maður er í í dag í það sem hugsanlega gæti komið, þá eru kostirnir að mínum dómi meiri við að halda áfram í því skemmtilega starfi sem ég er í.“ Kerfisbreytinga þörf Vilhjálmur segir það ekki gott ef verkalýðshreyfingin tæmist inn á Alþingi, en svo virðist sem allir og amma þeirra séu á leið í framboð, jafnvel frændur og frænkur líka. Hann voni þó að endurnýjunin á þingi verði til þess að eitthvað verði gert fyrir almenning. „Það sem þarf núna er að stjórnmálamenn taki stöðu með almenningi og heimilum þessa lands. Það þarf að ráðast í kerfisbreytingar. Kerfisbreytingar sem lúta að því að ná niður vöxtum hér á landi, svo það sé hægt að bjóða heimilum og litlum og meðalstórum fyrirtækjum lánakjör til samræmis við það sem gerist í þeim löndum sem við berum okkur saman við.“ Alþingi Stéttarfélög Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Þetta segir Vilhjálmur í samtali við Vísi en hann hefur verið sterklega orðaður við framboð til Alþingis, líkt og fleiri forystumenn í verkalýðshreyfingunni. Gefur ekkert upp um hver hefur komið að máli við hann Vilhjálmur vill ekkert gefa upp um það hver hefur komið að máli við hann varðandi framboð. Hann telji enda óheppilegt að verkalýðsforkólfar séu eyrnamerktir tilteknum stjórnmálaflokkum. Því kjósi hann að halda stjórnmálaskoðunum sínum fyrir sjálfan sig, þótt sterkar séu. „Það er oft þannig þegar forystumenn eru eyrnamerktir opinberlega einhverjum ákveðnum stjórnmálaflokki, þá er hætta á því að trúverðugleiki þeirra bíði hnekki. Ég tel ekki til hagsbóta að forystumenn séu stuðningsmenn ákveðinna stjórnmálaflokka. Þá verður erfiðara að gagnrýna og þú verður líka ótrúverðugri ef þú gagnrýnir ekki.“ Nægt framboð af frambjóðendum Vilhjálmur segist telja starfskröftum hans betur borgið innan verkalýðshreyfingarinnar en inni á Alþingi, enda sé þegar nægt framboð af frambjóðendum. Þar vísar hann vitanlega til Ragnars Þórs Ingólfssonar, formanns VR, Kristjáns Þórðar Snæbjörnssonar, formanns Rafiðnaðarsambandsins, og Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, sem hefur þó sagt framboð sitt frekar til stuðnings en í von um þingsæti. „En eins og svo oft áður þá hefur mér staðið ýmislegt til boða, það er svo sem engin breyting þar á. En hver veit hvað framtíðin ber í skauti sér? Að þessu sinni ætla ég að einbeita mér að verkalýðsbaráttunni, enda af nægu að taka þar, að veita stjórnvöldum á hverjum tíma ríkt aðhald. Kostirnir meiri við að halda áfram í skemmtilegu starfi Vilhjálmur minnir á mikilvægi þess að halda þeirri baráttu áfram og bendir á ýmsa sigra sem unnist hafa undanfarið. „Eins og til dæmis núna í síðustu kjarasamningum, þar sem okkur tókst að styrkja stöðu launafólks verulega. Nægir að nefna þar gjaldfrjálsar skólamáltíðir, hækkun á fæðingarorlofi, hækkun á greiðslum úr ábyrgðarsjóði launa, hækkun á barnabótum og annað slíkt. Þetta eru allt baráttumál verkalýðshreyfingarinnar. Ég held að þegar maður tekur kosti og galla þess að fara úr því starfi sem maður er í í dag í það sem hugsanlega gæti komið, þá eru kostirnir að mínum dómi meiri við að halda áfram í því skemmtilega starfi sem ég er í.“ Kerfisbreytinga þörf Vilhjálmur segir það ekki gott ef verkalýðshreyfingin tæmist inn á Alþingi, en svo virðist sem allir og amma þeirra séu á leið í framboð, jafnvel frændur og frænkur líka. Hann voni þó að endurnýjunin á þingi verði til þess að eitthvað verði gert fyrir almenning. „Það sem þarf núna er að stjórnmálamenn taki stöðu með almenningi og heimilum þessa lands. Það þarf að ráðast í kerfisbreytingar. Kerfisbreytingar sem lúta að því að ná niður vöxtum hér á landi, svo það sé hægt að bjóða heimilum og litlum og meðalstórum fyrirtækjum lánakjör til samræmis við það sem gerist í þeim löndum sem við berum okkur saman við.“
Alþingi Stéttarfélög Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira