Ekki heppilegt ef verkalýðshreyfingin tæmist inn á Alþingi Árni Sæberg skrifar 22. október 2024 12:19 Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness og Starfsgreinasambandsins. Vísir/Ívar Fannar Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér í framboð til Alþingis að þessu sinni. Komið hafi verið að máli við hann, eins og raunar fyrir allar alþingiskosningar síðasta áratuginn, en hann hafi ákveðið eftir langa yfirlegu að kröftum hans sé betur varið í verkalýðshreyfingunni. Þetta segir Vilhjálmur í samtali við Vísi en hann hefur verið sterklega orðaður við framboð til Alþingis, líkt og fleiri forystumenn í verkalýðshreyfingunni. Gefur ekkert upp um hver hefur komið að máli við hann Vilhjálmur vill ekkert gefa upp um það hver hefur komið að máli við hann varðandi framboð. Hann telji enda óheppilegt að verkalýðsforkólfar séu eyrnamerktir tilteknum stjórnmálaflokkum. Því kjósi hann að halda stjórnmálaskoðunum sínum fyrir sjálfan sig, þótt sterkar séu. „Það er oft þannig þegar forystumenn eru eyrnamerktir opinberlega einhverjum ákveðnum stjórnmálaflokki, þá er hætta á því að trúverðugleiki þeirra bíði hnekki. Ég tel ekki til hagsbóta að forystumenn séu stuðningsmenn ákveðinna stjórnmálaflokka. Þá verður erfiðara að gagnrýna og þú verður líka ótrúverðugri ef þú gagnrýnir ekki.“ Nægt framboð af frambjóðendum Vilhjálmur segist telja starfskröftum hans betur borgið innan verkalýðshreyfingarinnar en inni á Alþingi, enda sé þegar nægt framboð af frambjóðendum. Þar vísar hann vitanlega til Ragnars Þórs Ingólfssonar, formanns VR, Kristjáns Þórðar Snæbjörnssonar, formanns Rafiðnaðarsambandsins, og Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, sem hefur þó sagt framboð sitt frekar til stuðnings en í von um þingsæti. „En eins og svo oft áður þá hefur mér staðið ýmislegt til boða, það er svo sem engin breyting þar á. En hver veit hvað framtíðin ber í skauti sér? Að þessu sinni ætla ég að einbeita mér að verkalýðsbaráttunni, enda af nægu að taka þar, að veita stjórnvöldum á hverjum tíma ríkt aðhald. Kostirnir meiri við að halda áfram í skemmtilegu starfi Vilhjálmur minnir á mikilvægi þess að halda þeirri baráttu áfram og bendir á ýmsa sigra sem unnist hafa undanfarið. „Eins og til dæmis núna í síðustu kjarasamningum, þar sem okkur tókst að styrkja stöðu launafólks verulega. Nægir að nefna þar gjaldfrjálsar skólamáltíðir, hækkun á fæðingarorlofi, hækkun á greiðslum úr ábyrgðarsjóði launa, hækkun á barnabótum og annað slíkt. Þetta eru allt baráttumál verkalýðshreyfingarinnar. Ég held að þegar maður tekur kosti og galla þess að fara úr því starfi sem maður er í í dag í það sem hugsanlega gæti komið, þá eru kostirnir að mínum dómi meiri við að halda áfram í því skemmtilega starfi sem ég er í.“ Kerfisbreytinga þörf Vilhjálmur segir það ekki gott ef verkalýðshreyfingin tæmist inn á Alþingi, en svo virðist sem allir og amma þeirra séu á leið í framboð, jafnvel frændur og frænkur líka. Hann voni þó að endurnýjunin á þingi verði til þess að eitthvað verði gert fyrir almenning. „Það sem þarf núna er að stjórnmálamenn taki stöðu með almenningi og heimilum þessa lands. Það þarf að ráðast í kerfisbreytingar. Kerfisbreytingar sem lúta að því að ná niður vöxtum hér á landi, svo það sé hægt að bjóða heimilum og litlum og meðalstórum fyrirtækjum lánakjör til samræmis við það sem gerist í þeim löndum sem við berum okkur saman við.“ Alþingi Stéttarfélög Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Innlent Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Erlent Fleiri fréttir Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Sjá meira
Þetta segir Vilhjálmur í samtali við Vísi en hann hefur verið sterklega orðaður við framboð til Alþingis, líkt og fleiri forystumenn í verkalýðshreyfingunni. Gefur ekkert upp um hver hefur komið að máli við hann Vilhjálmur vill ekkert gefa upp um það hver hefur komið að máli við hann varðandi framboð. Hann telji enda óheppilegt að verkalýðsforkólfar séu eyrnamerktir tilteknum stjórnmálaflokkum. Því kjósi hann að halda stjórnmálaskoðunum sínum fyrir sjálfan sig, þótt sterkar séu. „Það er oft þannig þegar forystumenn eru eyrnamerktir opinberlega einhverjum ákveðnum stjórnmálaflokki, þá er hætta á því að trúverðugleiki þeirra bíði hnekki. Ég tel ekki til hagsbóta að forystumenn séu stuðningsmenn ákveðinna stjórnmálaflokka. Þá verður erfiðara að gagnrýna og þú verður líka ótrúverðugri ef þú gagnrýnir ekki.“ Nægt framboð af frambjóðendum Vilhjálmur segist telja starfskröftum hans betur borgið innan verkalýðshreyfingarinnar en inni á Alþingi, enda sé þegar nægt framboð af frambjóðendum. Þar vísar hann vitanlega til Ragnars Þórs Ingólfssonar, formanns VR, Kristjáns Þórðar Snæbjörnssonar, formanns Rafiðnaðarsambandsins, og Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, sem hefur þó sagt framboð sitt frekar til stuðnings en í von um þingsæti. „En eins og svo oft áður þá hefur mér staðið ýmislegt til boða, það er svo sem engin breyting þar á. En hver veit hvað framtíðin ber í skauti sér? Að þessu sinni ætla ég að einbeita mér að verkalýðsbaráttunni, enda af nægu að taka þar, að veita stjórnvöldum á hverjum tíma ríkt aðhald. Kostirnir meiri við að halda áfram í skemmtilegu starfi Vilhjálmur minnir á mikilvægi þess að halda þeirri baráttu áfram og bendir á ýmsa sigra sem unnist hafa undanfarið. „Eins og til dæmis núna í síðustu kjarasamningum, þar sem okkur tókst að styrkja stöðu launafólks verulega. Nægir að nefna þar gjaldfrjálsar skólamáltíðir, hækkun á fæðingarorlofi, hækkun á greiðslum úr ábyrgðarsjóði launa, hækkun á barnabótum og annað slíkt. Þetta eru allt baráttumál verkalýðshreyfingarinnar. Ég held að þegar maður tekur kosti og galla þess að fara úr því starfi sem maður er í í dag í það sem hugsanlega gæti komið, þá eru kostirnir að mínum dómi meiri við að halda áfram í því skemmtilega starfi sem ég er í.“ Kerfisbreytinga þörf Vilhjálmur segir það ekki gott ef verkalýðshreyfingin tæmist inn á Alþingi, en svo virðist sem allir og amma þeirra séu á leið í framboð, jafnvel frændur og frænkur líka. Hann voni þó að endurnýjunin á þingi verði til þess að eitthvað verði gert fyrir almenning. „Það sem þarf núna er að stjórnmálamenn taki stöðu með almenningi og heimilum þessa lands. Það þarf að ráðast í kerfisbreytingar. Kerfisbreytingar sem lúta að því að ná niður vöxtum hér á landi, svo það sé hægt að bjóða heimilum og litlum og meðalstórum fyrirtækjum lánakjör til samræmis við það sem gerist í þeim löndum sem við berum okkur saman við.“
Alþingi Stéttarfélög Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Innlent Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Erlent Fleiri fréttir Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Sjá meira