„Getur skorað en þetta er enginn Remy Martin“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. október 2024 12:03 Wendell Green þurfti 25 skot til að skora 21 stig á móti Njarðvíkingum. Vísir/Anton Brink Wendell Green fékk tækifæri til að tryggja Keflavík sigur á nágrönnum sínum í Njarðvík í stórleiknum í Bónus deild karla í körfubolta í gærkvöldi en klikkaði úr mjög góðu skotfæri. Bónus Körfuboltakvöld ræddi frammistöðu Green. Green skoraði vissulega 21 stig en var bara með átján prósent þriggja stiga nýtingu þar sem aðeins 2 af 11 skotum rötuðu rétta leið. „Hann er stigahæsti maður Keflavíkurliðsins en náðu Njarðvíkingar að gera það sem þeir þurftu á móti honum,“ spurði Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Körfuboltakvöld. „Hann þurfti að hafa alveg ofboðslega mikið fyrir þessu og á meðan hann er að ‚drippla' boltanum og reyna, reyna og reyna þá brýtur hann dálítið upp flæðið hjá Keflavíkurliðinu,“ sagði Teitur Örlygsson, sérfræðingur Körfuboltakvölds. „Það er það sem Njarðvík vill því fimm á fimm vörnin hjá Njarðvík er mjög góð. Þeir halda þessu Keflavíkurliði í tólf stigum í fjórða leikhluta,“ sagði Teitur. „Hann var ekkert að komast framhjá þeim. Það var ekki fyrr en í lokin þegar manni fannst [Isaiah] Coddon vera sprunginn. Hann var ekkert að labba framhjá þeim,“ sagði Helgi Már Magnússon, sérfræðingur Körfuboltakvölds. „Bæði Veigar [Páll Alexandersson] og Coddon héldu honum mjög vel í skefjum fannst mér. Þeir héldu honum út úr teignum og svo lifir þú bara með þessum skotum,“ sagði Helgi „Þessi strákur getur skorað en þetta er enginn Remy Martin,“ sagði Helgi. „Nei við skulum hætta að bera þá saman,“ skaut Teitur inn í en Stefán vildi vita hvort það væri áhyggjuefni fyrir Keflavík. „Hann er með 21 stig úr 25 skotum og aðeins eina stoðsendingu. Keflavík vantar einhvern sem getur sprengt þetta upp og bombað honum úr. Remy fattaði það eftir x marga leiki,“ sagði Helgi. „Þá var hann gjörsamlega óstöðvandi,“ sagði Teitur. „Mér finnst Wendell ekki hafa þann eiginleika að geta keyrt á menn endalaust og búið til eitthvað. Hann þarf að hafa svolítið fyrir því að komast framhjá mönnum,“ sagði Helgi. Klippa: Körfuboltakvöld: Wendell Green er enginn Remy Martin Bónus-deild karla Körfuboltakvöld Keflavík ÍF Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Keflavík - Tindastóll | Úrslitakeppnin hefst Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ „Málum alla staði sem við spilum á bláa og hvíta“ „Ætlum ekki að vera farþegar í úrslitakeppinni“ Uppgjörið: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 103-110 | Tókst ekki að stela öðru sætinu Sjá meira
Green skoraði vissulega 21 stig en var bara með átján prósent þriggja stiga nýtingu þar sem aðeins 2 af 11 skotum rötuðu rétta leið. „Hann er stigahæsti maður Keflavíkurliðsins en náðu Njarðvíkingar að gera það sem þeir þurftu á móti honum,“ spurði Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Körfuboltakvöld. „Hann þurfti að hafa alveg ofboðslega mikið fyrir þessu og á meðan hann er að ‚drippla' boltanum og reyna, reyna og reyna þá brýtur hann dálítið upp flæðið hjá Keflavíkurliðinu,“ sagði Teitur Örlygsson, sérfræðingur Körfuboltakvölds. „Það er það sem Njarðvík vill því fimm á fimm vörnin hjá Njarðvík er mjög góð. Þeir halda þessu Keflavíkurliði í tólf stigum í fjórða leikhluta,“ sagði Teitur. „Hann var ekkert að komast framhjá þeim. Það var ekki fyrr en í lokin þegar manni fannst [Isaiah] Coddon vera sprunginn. Hann var ekkert að labba framhjá þeim,“ sagði Helgi Már Magnússon, sérfræðingur Körfuboltakvölds. „Bæði Veigar [Páll Alexandersson] og Coddon héldu honum mjög vel í skefjum fannst mér. Þeir héldu honum út úr teignum og svo lifir þú bara með þessum skotum,“ sagði Helgi „Þessi strákur getur skorað en þetta er enginn Remy Martin,“ sagði Helgi. „Nei við skulum hætta að bera þá saman,“ skaut Teitur inn í en Stefán vildi vita hvort það væri áhyggjuefni fyrir Keflavík. „Hann er með 21 stig úr 25 skotum og aðeins eina stoðsendingu. Keflavík vantar einhvern sem getur sprengt þetta upp og bombað honum úr. Remy fattaði það eftir x marga leiki,“ sagði Helgi. „Þá var hann gjörsamlega óstöðvandi,“ sagði Teitur. „Mér finnst Wendell ekki hafa þann eiginleika að geta keyrt á menn endalaust og búið til eitthvað. Hann þarf að hafa svolítið fyrir því að komast framhjá mönnum,“ sagði Helgi. Klippa: Körfuboltakvöld: Wendell Green er enginn Remy Martin
Bónus-deild karla Körfuboltakvöld Keflavík ÍF Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Keflavík - Tindastóll | Úrslitakeppnin hefst Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ „Málum alla staði sem við spilum á bláa og hvíta“ „Ætlum ekki að vera farþegar í úrslitakeppinni“ Uppgjörið: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 103-110 | Tókst ekki að stela öðru sætinu Sjá meira