Vá! Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar 18. október 2024 17:01 Við hjá VÁ, félagi um vernd fjarðar á Seyðisfirði höfum síðastliðin fjögur ár barist gegn áformum Kaldvíkur (áður Ice Fish Farm og þar áður Fiskeldi Austfjarða) um 10.000 tonna sjókvíaeldi í firðinum, sem er ekkert annað en stóriðja. Byrjað á vitlausum enda Árið 2023 gerði Gallup skoðanakönnun fyrir sveitarfélagið Múlaþing og mældist þessi andstaða þá 75% meðal íbúa. Félagið hefur sent inn athugasemdir á öllum samráðsstigum með málefnalegum rökum fyrir að mistök hafi verið gerð er Seyðisfjörður var settur í burðarþolsmat þótt fyrir lægi að fjörðurinn hentaði engan veginn fyrir slíka starfsemi; bent var á siglinglaleið, helgunarsvæði Farice sæstrengsins, hættu á ofanflóðum, vernduð svæði og síðast en ekki síst viðhorf íbúa á Seyðisfirði. Sýndarsamráð við gerð haf- og strandsvæðaskipulags Haf- og strandsvæðaskipulagið sem leggur grunn að leyfisveitingum fyrirtækisins átti að gera í breiðu samráði við alla hagaðila s.s. íbúa. Það reyndist því miður sýndarsamráð þar sem innviðaráðherra samþykkti skipulagið einungis viku eftir að skoðanakannanir sýndu þessa yfirgnæfandi andstöðu. Fyrsta áhættumat siglinga óhagstætt - lenti í skúffunni Við gerð Haf- og strandsvæðaskipulags kallaði Vegagerðin eftir að VSÓ ráðgjöf gerði áhættumat siglinga. Samkvæmt því mati var útilokað að huga frekar að sjókvíaeldi í firðinum. Matið fór beint ofan ofan í skúffu hjá svæðisráði og skipulagið samþykkt með fyrirvara um áhættumat siglinga og ofanflóða. Þetta væri fyndið ef það væri ekki svona sorglegt! Fyrirtækið Kaldvík hefur nú látið vinna fyrir sig annað áhættumat siglinga hjá sama ráðgjafafyrirtæki, og viti menn; matið var Kaldvík í hag! Það hlýtur að teljast merkilegt að fjörðurinn hafi tekið svona miklum breytingum við það eitt að skipta um verkkaupa. Kaldvík kaupir líka ofanflóðamatið Sömuleiðis er fyrirtækið Kaldvík kaupandi að ofanflóðamati Veðurstofunnar og sendi fyrirtækið aðeins inn hnit fyrir kvíar en ekki eldissvæðið í heild. Það er ekki góð stjórnsýsla að láta umsækjanda vera kaupanda af mikilvægum gögnum sem þessum. Eins eru lögin skýr, ofanflóðamat átti að liggja fyrir að beiðni Skipulagsstofnunar og undirritað af umhverfisráðherra áður en innviðaráðherra samþykkti skipulagið. Athugasemdir Farice hunsaðar Aðrir alvarlegir ágallar eru líka fólgnir í því að ekki sé tekið tillit til þeirrar ógnar við fjarskiptaöryggi sem fyrirhuguðu sjókvíaeldi fylgir, en Farice strengurinn sem liggur í Seyðisfirði er grundvöllur stórs hluta af fjarskiptaöryggi Íslands við umheiminn og enn stærri hluti af fjarskiptaneti Færeyja. Hafa umsagnir félagsins Farice ehf., sem er í ríkiseigu, verið hunsaðar af yfirvöldum en þar kemur m.a. fram að nauðsynlegt sé að breyta fjarskiptalögum til að tryggja öryggi strengsins verði af fyrirhuguðu eldi í Seyðisfirði. Íbúar draga línu í sjóinn og vernda Seyðisfjörð Íbúar fjarðarins komu saman 12. október s.l. og húsfyllir var í félagsheimilinu Herðubreið. Þar friðlýstu íbúar fjörðinn sinn á táknrænan hátt er þau drógu línu þvert yfir fjörðinn, það táknaði bæði vernd hans og þá örvæntingu sem ríkir meðal íbúa. Hér má sjá áhrifamikið myndband til að minna á þá skýlausu kröfu að fá að byggja áfram upp sitt samfélag í sátt við náttúru og lífríki. (linkur: www.va-felag.is ). Samkvæmt frétt RÚV 15.október s.l. er engu líkara en MAST ætli að drífa í gang auglýsingu fyrir rekstrarleyfi fyrir sjókvíaeldi í Seyðisfirði þar sem enn eina ferðina verður boðið uppá gervisamráð og er okkur gefinn kostur á að skila inn athugasemdum innan fjögurra vikna. Mitt í þessu öllu er ríkisstjórnin sprungin og starfsstjórn við völd sem ekki hefur umboð til að taka stórar, umdeildar pólitískar ákvarðanir. VÁ, félag um vernd fjarðar, krefst þess að EKKI verði auglýst rekstrarleyfi á meðan óvissa ríkir í pólitíkinni á landinu. Það eru of margir ágallar og málið er of umdeilt til þess að því megi nú lauma í gegnum kerfin á meðan að starfsstjórn er við völd. Dragið línuna með okkur - skráið ykkur í VÁ - í dag! Að lokum biðlum við til alls hugsandi fólks að leggjast á árar með okkur! Vinsamlegast deilið baráttumyndbandinu og skráið ykkur í félagið gegnum heimasíðuna va-felag.is (www.va-felag.is) og fylgið okkur á samfélagsmiðlum. Ekkert árgjald fylgir félagsaðild, um móralskan stuðning er að ræða en líka valfrjálst að styðja með framlögum. Það þarf aðeins að fylla út einfalt form á heimasíðunni. Við þurfum á stuðningi ykkar að halda - við erum að berjast við ofríki fólks sem hefur úr gríðarlegum fjármunum að spila. Lokaorðin koma frá baráttufundi Seyðfirðinga þar sem ómaði í salnum: Við stöndum vörð um Seyðisfjörð, við eigum aðeins eina jörð!! VÁ á fb: https://www.facebook.com/seydisfjordur.is VÁ á instagram: https://www.instagram.com/va_verndfjardar Fyrir hönd VÁ, félags um vernd fjarðar, Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fiskeldi Múlaþing Sjókvíaeldi Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Sjá meira
Við hjá VÁ, félagi um vernd fjarðar á Seyðisfirði höfum síðastliðin fjögur ár barist gegn áformum Kaldvíkur (áður Ice Fish Farm og þar áður Fiskeldi Austfjarða) um 10.000 tonna sjókvíaeldi í firðinum, sem er ekkert annað en stóriðja. Byrjað á vitlausum enda Árið 2023 gerði Gallup skoðanakönnun fyrir sveitarfélagið Múlaþing og mældist þessi andstaða þá 75% meðal íbúa. Félagið hefur sent inn athugasemdir á öllum samráðsstigum með málefnalegum rökum fyrir að mistök hafi verið gerð er Seyðisfjörður var settur í burðarþolsmat þótt fyrir lægi að fjörðurinn hentaði engan veginn fyrir slíka starfsemi; bent var á siglinglaleið, helgunarsvæði Farice sæstrengsins, hættu á ofanflóðum, vernduð svæði og síðast en ekki síst viðhorf íbúa á Seyðisfirði. Sýndarsamráð við gerð haf- og strandsvæðaskipulags Haf- og strandsvæðaskipulagið sem leggur grunn að leyfisveitingum fyrirtækisins átti að gera í breiðu samráði við alla hagaðila s.s. íbúa. Það reyndist því miður sýndarsamráð þar sem innviðaráðherra samþykkti skipulagið einungis viku eftir að skoðanakannanir sýndu þessa yfirgnæfandi andstöðu. Fyrsta áhættumat siglinga óhagstætt - lenti í skúffunni Við gerð Haf- og strandsvæðaskipulags kallaði Vegagerðin eftir að VSÓ ráðgjöf gerði áhættumat siglinga. Samkvæmt því mati var útilokað að huga frekar að sjókvíaeldi í firðinum. Matið fór beint ofan ofan í skúffu hjá svæðisráði og skipulagið samþykkt með fyrirvara um áhættumat siglinga og ofanflóða. Þetta væri fyndið ef það væri ekki svona sorglegt! Fyrirtækið Kaldvík hefur nú látið vinna fyrir sig annað áhættumat siglinga hjá sama ráðgjafafyrirtæki, og viti menn; matið var Kaldvík í hag! Það hlýtur að teljast merkilegt að fjörðurinn hafi tekið svona miklum breytingum við það eitt að skipta um verkkaupa. Kaldvík kaupir líka ofanflóðamatið Sömuleiðis er fyrirtækið Kaldvík kaupandi að ofanflóðamati Veðurstofunnar og sendi fyrirtækið aðeins inn hnit fyrir kvíar en ekki eldissvæðið í heild. Það er ekki góð stjórnsýsla að láta umsækjanda vera kaupanda af mikilvægum gögnum sem þessum. Eins eru lögin skýr, ofanflóðamat átti að liggja fyrir að beiðni Skipulagsstofnunar og undirritað af umhverfisráðherra áður en innviðaráðherra samþykkti skipulagið. Athugasemdir Farice hunsaðar Aðrir alvarlegir ágallar eru líka fólgnir í því að ekki sé tekið tillit til þeirrar ógnar við fjarskiptaöryggi sem fyrirhuguðu sjókvíaeldi fylgir, en Farice strengurinn sem liggur í Seyðisfirði er grundvöllur stórs hluta af fjarskiptaöryggi Íslands við umheiminn og enn stærri hluti af fjarskiptaneti Færeyja. Hafa umsagnir félagsins Farice ehf., sem er í ríkiseigu, verið hunsaðar af yfirvöldum en þar kemur m.a. fram að nauðsynlegt sé að breyta fjarskiptalögum til að tryggja öryggi strengsins verði af fyrirhuguðu eldi í Seyðisfirði. Íbúar draga línu í sjóinn og vernda Seyðisfjörð Íbúar fjarðarins komu saman 12. október s.l. og húsfyllir var í félagsheimilinu Herðubreið. Þar friðlýstu íbúar fjörðinn sinn á táknrænan hátt er þau drógu línu þvert yfir fjörðinn, það táknaði bæði vernd hans og þá örvæntingu sem ríkir meðal íbúa. Hér má sjá áhrifamikið myndband til að minna á þá skýlausu kröfu að fá að byggja áfram upp sitt samfélag í sátt við náttúru og lífríki. (linkur: www.va-felag.is ). Samkvæmt frétt RÚV 15.október s.l. er engu líkara en MAST ætli að drífa í gang auglýsingu fyrir rekstrarleyfi fyrir sjókvíaeldi í Seyðisfirði þar sem enn eina ferðina verður boðið uppá gervisamráð og er okkur gefinn kostur á að skila inn athugasemdum innan fjögurra vikna. Mitt í þessu öllu er ríkisstjórnin sprungin og starfsstjórn við völd sem ekki hefur umboð til að taka stórar, umdeildar pólitískar ákvarðanir. VÁ, félag um vernd fjarðar, krefst þess að EKKI verði auglýst rekstrarleyfi á meðan óvissa ríkir í pólitíkinni á landinu. Það eru of margir ágallar og málið er of umdeilt til þess að því megi nú lauma í gegnum kerfin á meðan að starfsstjórn er við völd. Dragið línuna með okkur - skráið ykkur í VÁ - í dag! Að lokum biðlum við til alls hugsandi fólks að leggjast á árar með okkur! Vinsamlegast deilið baráttumyndbandinu og skráið ykkur í félagið gegnum heimasíðuna va-felag.is (www.va-felag.is) og fylgið okkur á samfélagsmiðlum. Ekkert árgjald fylgir félagsaðild, um móralskan stuðning er að ræða en líka valfrjálst að styðja með framlögum. Það þarf aðeins að fylla út einfalt form á heimasíðunni. Við þurfum á stuðningi ykkar að halda - við erum að berjast við ofríki fólks sem hefur úr gríðarlegum fjármunum að spila. Lokaorðin koma frá baráttufundi Seyðfirðinga þar sem ómaði í salnum: Við stöndum vörð um Seyðisfjörð, við eigum aðeins eina jörð!! VÁ á fb: https://www.facebook.com/seydisfjordur.is VÁ á instagram: https://www.instagram.com/va_verndfjardar Fyrir hönd VÁ, félags um vernd fjarðar, Benedikta Guðrún Svavarsdóttir
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar