Bar fram samsæriskenningar á fyrsta kosningafundinum Samúel Karl Ólason skrifar 18. október 2024 14:21 Elon Musk á sviði í Pennsylvaníu í gær. AP/Matt Rourke Elon Musk, einn auðugasti maður heims, bar í gær upp gamlar og ósannar samsæriskenningar um kosningasvik í forsetakosningunum 2020. Það gerði hann á kosningafundi fyrir Donald Trump í Pennsylvaníu og gaf hann meðal annars til kynna að kosningavélar Dominion Voting Systems hefðu verið notuð til kosningasvika. Dominion framleiðir kosningavélar sem eru notaðar víða í Bandaríkjunum en margar samsæriskenningar beindust að fyrirtækinu eftir kosningarnar 2020 og höfðaði fyrirtækið mál gegn ýmsu fólki og fjölmiðlum sem dreifðu þeim. Margar af ásökunum um kosningasvindl sem beindust að Dominion sneru meðal annars að því að vélar fyrirtækisins hefðu verið forritaðar til að breyta atkvæðum sem Trump fékk í atkvæði til Bidens. Dreifing þessarar samsæriskenninga kostaði Fox News meira en hundrað milljarða króna, eftir að Dominion höfðaði mál gegn fjölmiðlafyrirtækinu. Dómskjöl sýndu fram á að starfsmenn og yfirmenn Fox vissu að kosningasvindl hefði ekki átt sér stað en héldu því samt ítrekað á lofti. Bandamenn Trumps höfðuðu fjölda mála vegna meints kosningasvindls 2020 en nánast öllum þeirra var vísað frá og ekkert þeirra skilaði árangri. Rannsóknir hafa ítrekað sýnt fram á að umfangsmikið kosningasvindl átti sér ekki stað í kosningunum. Heilt yfir eru kosningasvik mjög sjaldgæf í Bandaríkjunum, samkvæmt sérfræðingum, og yfirleitt þegar það á sér stað kemst upp um það. Á áðurnefndum kosningafundi í skóla í úthverfi Philadeilhia í gærkvöldi, sem var fyrsti kosningafundurinn þar sem Musk var einn á sviði, nefndi auðjöfurinn nokkrar samsæriskenningar á sviði, þegar maður í salnum spurði hann út í kosningasvindl. Þá hélt Musk því fram að þegar kæmi að utankjörfundaratkvæðum væri mjög erfitt að sanna kosningasvindl, og að kjósendur þyrftu ekki að sanna að þeir væru ríkisborgarar Bandaríkjanna. Hvorugt er rétt. „Það voru nokkuð undarlegir hlutir sem gerðust, sem voru tölfræðilega ótrúlega ólíklegir,“ sagði Musk, samkvæmt frétt CNN. Þá nefndi hann vélar Dominion og hélt því fram að þær hefðu eingöngu verið notaðar í Philadelphia og í Maricopa-sýslu í Arizona og í mjög fáum öðrum sýslum Bandaríkjanna. „Virðist það ekki heljarinnar tilviljun?“ spurði Musk. Í yfirlýsingu frá Dominion segir að fyrirtækið hafi ekki gert út vélar í Philadelphia og þar að auki sé alltaf pappírsslóð með atkvæðum sem greidd eru gegnum vélar fyrirtækisins. Talningar og rannsóknir hafi ítrekað sýnt fram á að vélarnar skili réttum niðurstöðum. „Þetta eru staðreyndir.“ Reuters hefur einnig sagt frá því að vélar Dominion voru notaðar í að minnsta kosti 24 ríkjum Bandaríkjanna árið 2020. Þá hafa embættismenn úr báðum flokkum í bæði Pennnsylvaníu og Arizona ítrekað sagt að niðurstöður kosninganna í ríkjunum árið 2020 hafi verið réttar. Joe Biden sigraði Trump í báðum. Samkvæmt frétt NBC News talaði Musk einnig um að eingöngu ætti að notast við kjörseðla úr pappír í Bandaríkjunum. Tölvum væri ekki treystandi. Á öðrum tímapunkti hélt Musk því fram að Kamölu Harris, mótframbjóðanda Trumps, væri stjórnað úr skuggunum af óþekktum hópi fólks. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Kamala Harris Elon Musk Tengdar fréttir Mætti á Fox í gær og á í viðræðum um viðtal við Rogan Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna og forsetaefni Demókrataflokksins, var til viðtals á Fox News í gær og sitt sýnist hverjum um hvernig hún stóð sig. 17. október 2024 10:41 Lagði Trump til 10 milljarða króna á þremur mánuðum Auðjöfurinn Elon Musk gaf 75 milljónir dala, jafnvirði rúmlega 10 milljarða króna, í kosningasjóðinn America PAC á aðeins þremur mánuðum, sem fjármagnar aðgerðir til að fá kjósendur Donald Trump á kjörstað í barátturíkjunum sjö. 16. október 2024 07:09 Kosningafundur breyttist í undarlegt diskótek Kosningafundur Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, í Pennsylvaníu í gær breyttist í einhverskonar diskótek eftir að huga þurfti að tveimur áhorfendum í salnum. Í stað þess að svara spurningum úr sal, eins og til stóð, lét Trump spila tónlist í tæpar fjörutíu mínútur á meðan hann stóð á sviðinu og vaggaði sér. 15. október 2024 11:40 Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Sjá meira
Dominion framleiðir kosningavélar sem eru notaðar víða í Bandaríkjunum en margar samsæriskenningar beindust að fyrirtækinu eftir kosningarnar 2020 og höfðaði fyrirtækið mál gegn ýmsu fólki og fjölmiðlum sem dreifðu þeim. Margar af ásökunum um kosningasvindl sem beindust að Dominion sneru meðal annars að því að vélar fyrirtækisins hefðu verið forritaðar til að breyta atkvæðum sem Trump fékk í atkvæði til Bidens. Dreifing þessarar samsæriskenninga kostaði Fox News meira en hundrað milljarða króna, eftir að Dominion höfðaði mál gegn fjölmiðlafyrirtækinu. Dómskjöl sýndu fram á að starfsmenn og yfirmenn Fox vissu að kosningasvindl hefði ekki átt sér stað en héldu því samt ítrekað á lofti. Bandamenn Trumps höfðuðu fjölda mála vegna meints kosningasvindls 2020 en nánast öllum þeirra var vísað frá og ekkert þeirra skilaði árangri. Rannsóknir hafa ítrekað sýnt fram á að umfangsmikið kosningasvindl átti sér ekki stað í kosningunum. Heilt yfir eru kosningasvik mjög sjaldgæf í Bandaríkjunum, samkvæmt sérfræðingum, og yfirleitt þegar það á sér stað kemst upp um það. Á áðurnefndum kosningafundi í skóla í úthverfi Philadeilhia í gærkvöldi, sem var fyrsti kosningafundurinn þar sem Musk var einn á sviði, nefndi auðjöfurinn nokkrar samsæriskenningar á sviði, þegar maður í salnum spurði hann út í kosningasvindl. Þá hélt Musk því fram að þegar kæmi að utankjörfundaratkvæðum væri mjög erfitt að sanna kosningasvindl, og að kjósendur þyrftu ekki að sanna að þeir væru ríkisborgarar Bandaríkjanna. Hvorugt er rétt. „Það voru nokkuð undarlegir hlutir sem gerðust, sem voru tölfræðilega ótrúlega ólíklegir,“ sagði Musk, samkvæmt frétt CNN. Þá nefndi hann vélar Dominion og hélt því fram að þær hefðu eingöngu verið notaðar í Philadelphia og í Maricopa-sýslu í Arizona og í mjög fáum öðrum sýslum Bandaríkjanna. „Virðist það ekki heljarinnar tilviljun?“ spurði Musk. Í yfirlýsingu frá Dominion segir að fyrirtækið hafi ekki gert út vélar í Philadelphia og þar að auki sé alltaf pappírsslóð með atkvæðum sem greidd eru gegnum vélar fyrirtækisins. Talningar og rannsóknir hafi ítrekað sýnt fram á að vélarnar skili réttum niðurstöðum. „Þetta eru staðreyndir.“ Reuters hefur einnig sagt frá því að vélar Dominion voru notaðar í að minnsta kosti 24 ríkjum Bandaríkjanna árið 2020. Þá hafa embættismenn úr báðum flokkum í bæði Pennnsylvaníu og Arizona ítrekað sagt að niðurstöður kosninganna í ríkjunum árið 2020 hafi verið réttar. Joe Biden sigraði Trump í báðum. Samkvæmt frétt NBC News talaði Musk einnig um að eingöngu ætti að notast við kjörseðla úr pappír í Bandaríkjunum. Tölvum væri ekki treystandi. Á öðrum tímapunkti hélt Musk því fram að Kamölu Harris, mótframbjóðanda Trumps, væri stjórnað úr skuggunum af óþekktum hópi fólks.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Kamala Harris Elon Musk Tengdar fréttir Mætti á Fox í gær og á í viðræðum um viðtal við Rogan Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna og forsetaefni Demókrataflokksins, var til viðtals á Fox News í gær og sitt sýnist hverjum um hvernig hún stóð sig. 17. október 2024 10:41 Lagði Trump til 10 milljarða króna á þremur mánuðum Auðjöfurinn Elon Musk gaf 75 milljónir dala, jafnvirði rúmlega 10 milljarða króna, í kosningasjóðinn America PAC á aðeins þremur mánuðum, sem fjármagnar aðgerðir til að fá kjósendur Donald Trump á kjörstað í barátturíkjunum sjö. 16. október 2024 07:09 Kosningafundur breyttist í undarlegt diskótek Kosningafundur Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, í Pennsylvaníu í gær breyttist í einhverskonar diskótek eftir að huga þurfti að tveimur áhorfendum í salnum. Í stað þess að svara spurningum úr sal, eins og til stóð, lét Trump spila tónlist í tæpar fjörutíu mínútur á meðan hann stóð á sviðinu og vaggaði sér. 15. október 2024 11:40 Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Sjá meira
Mætti á Fox í gær og á í viðræðum um viðtal við Rogan Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna og forsetaefni Demókrataflokksins, var til viðtals á Fox News í gær og sitt sýnist hverjum um hvernig hún stóð sig. 17. október 2024 10:41
Lagði Trump til 10 milljarða króna á þremur mánuðum Auðjöfurinn Elon Musk gaf 75 milljónir dala, jafnvirði rúmlega 10 milljarða króna, í kosningasjóðinn America PAC á aðeins þremur mánuðum, sem fjármagnar aðgerðir til að fá kjósendur Donald Trump á kjörstað í barátturíkjunum sjö. 16. október 2024 07:09
Kosningafundur breyttist í undarlegt diskótek Kosningafundur Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, í Pennsylvaníu í gær breyttist í einhverskonar diskótek eftir að huga þurfti að tveimur áhorfendum í salnum. Í stað þess að svara spurningum úr sal, eins og til stóð, lét Trump spila tónlist í tæpar fjörutíu mínútur á meðan hann stóð á sviðinu og vaggaði sér. 15. október 2024 11:40