Erlent

Stað­festa and­lát leið­toga Hamas

Jón Þór Stefánsson skrifar
Yahya Sinwar hafði leitt Hamas frá árinu 2017.
Yahya Sinwar hafði leitt Hamas frá árinu 2017. EPA

Ísraelski herinn hefur staðfest að þeir hafi banað Yahya Sinwar, leiðtoga Hamas-samtakanna, í átökum á Gasaströndinni í gær. Lík hans fannst í dag og í DNA-rannsókn hefur leitt í ljós að um hann hafi verið að ræða.

Sinwar var 62 ára gamall. Hann er talinn hafa verið aðalskipuleggjandi árásarinnar á Ísrael þann 7. október í fyrra.Hann hafði leitt Hamas frá árinu 2017 en hann gekk til liðs við samtökin á níunda áratug síðustu aldar.

Fjallað var nánar um átökin sem leiddu Yahya til dauða á Vísi í dag. Þá umfjöllun má finna hér.

Samkvæmt Ísraelska hernum var Sinwar skotinn til bana ásamt tveimur öðrum Hamas-liðum í Rafah í gær. Ísraelsku hermennirnir eru sagðir ekki hafa gert sér grein fyrir í fyrstu að Sinwar hafi verið einn þeirra sem var skotinn. Það kom í ljós í morgun þegar vettvangurinn var skoðaður betur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×