Sinwar var 62 ára gamall. Hann er talinn hafa verið aðalskipuleggjandi árásarinnar á Ísrael þann 7. október í fyrra.Hann hafði leitt Hamas frá árinu 2017 en hann gekk til liðs við samtökin á níunda áratug síðustu aldar.
Fjallað var nánar um átökin sem leiddu Yahya til dauða á Vísi í dag. Þá umfjöllun má finna hér.
Samkvæmt Ísraelska hernum var Sinwar skotinn til bana ásamt tveimur öðrum Hamas-liðum í Rafah í gær. Ísraelsku hermennirnir eru sagðir ekki hafa gert sér grein fyrir í fyrstu að Sinwar hafi verið einn þeirra sem var skotinn. Það kom í ljós í morgun þegar vettvangurinn var skoðaður betur.