Pavel: Þetta er verkefni fyrir Ægi sjálfan Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. október 2024 15:01 Ægir Þór Steinarsson leiðir sóknarleik Stjörnunnar og gefur tóninn í varnarleiknum. Vísir/Diego Ægir Þór Steinarsson og félagar í Stjörnunni hafa unnið tvo fyrstu leiki tímabilsins á móti Val og KR. Íslenski landsliðsfyrirliðinn hefur farið vel af stað og fékk mikið hrós í síðasta Bónus Körfuboltakvöldi. Ægir Þór er með 18,0 stig og 11,5 stoðsendingar að meðaltali í fyrstu tveimur leikjum Stjörnunnar. Pavel Ermolinskij og Helgi Már Magnússon ræddi frammistöðu leikstjórnanda Garðabæjarliðsins í byrjun móts. Fjórtán stoðsendingar „Við töluðum mikið um Ægi Þór Steinarsson á síðasta tímabili því hann var allt í öllu hjá þessu liði. Hann er með fjórtán stoðsendingar í þessum leik. Hann er með boltann nær allan leikinn og hann tapar honum bara einu sinni. Hversu mikilvægur er þessi drengur fyrir þetta lið,“ spurði Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Körfuboltakvölds. „Eins og hefur verið sagt milljón sinnum þá er þetta prímusmótor og þetta er bara það sem þú vilt fá frá leikstjórnandanum þínum,“ sagði Helgi Már. Þrífst best þegar þeir auka hraðann „Hann þefar menn uppi og spilar hörku vörn. Hann þrífst best og mér fannst Stjarnan þrífast best þegar þeir keyra allir upp tempóið og auka hraðann. Hætta við að rembast við að setja upp á hálfum velli og reyna frekar að taka fyrsta hlaupið í bakið á þeim og sjá til hvort þeir geti fengið eitthvað úr úr því,“ sagði Helgi. „Fyrir mér þá var of mikið á hans herðum á síðasta tímabili. Hann var beðinn um það og gerði það mjög vel. Liðið var eins og það var þá,“ sagði Pavel og hélt áfram: „Þetta er verkefni fyrir Ægi sjálfan. Þetta er hornsteinninn í liðinu og ég held að Ægir sé einn af þessum toppmönnum sem þú vilt byggja lið í kringum. Það er gott að byrja á honum,“ sagði Pavel. Vill sjá agressífari Ægi „Eitt af verkefnunum fyrir Stjörnuna er að hann finni þessa línu sem hann þarf að vera á. Hann var beðinn um mikið í fyrra og ég held að hann sé að hugsa núna: Við erum komnir með einhvern mannskap, komnir með einhverja hæfileika í liðið,“ sagði Pavel sem var ekki alltaf of ánægður með sóknarleik Stjörnunnar í fyrstu tveimur leikjunum. „Mér finnst sóknarleikur Stjörnunnar líta best út þegar Ægir setur hausinn niður og fer af stað. Þegar Hilmar gerir það sama. Þetta er aðeins einfaldara. Ef að það er lausnin fyrir þá að Ægir sé aðeins agressífari, þangað til að þeir finni út úr einhverjum öðrum hlutum, þá ættu þeir ekki að vera að rembast gegn því,“ sagði Pavel. Það má horfa á alla umfjöllunina um Ægi hér fyrir neðan. Stjarnan tekur á móti ÍR klukkan 19.15 í kvöld og leikurinn verður sýndur beint á Bónus deildar rás númer tvö. Þrír aðrir leikir eru einnig á dagskrá og eru þeir sýndir beint á Stöð 2 Sport 5 (Álftanes - Valur klukkan 19.15), Bónus deildarrás 1 (Grindavík - Höttur, klukkan 20.15, GAZ-leikur) og Bónus deildarrás 3 (Tindastóll - Haukar klukkan 19.15). Skiptiborðið fylgist síðan með öllum leikjunum í einu á Stöð 2 Sport rásinni og gerir síðan kvöldið upp þegar leikjunum lýkur. Klippa: Umræða Körfuboltakvölds um Ægi Þór Steinarsson Bónus-deild karla Körfuboltakvöld Stjarnan Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Grindavík | Erfitt verkefni fyrir Grindvíkinga Í beinni: Keflavík - Tindastóll | Úrslitakeppnin hefst Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ „Málum alla staði sem við spilum á bláa og hvíta“ „Ætlum ekki að vera farþegar í úrslitakeppinni“ Uppgjörið: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Sjá meira
Ægir Þór er með 18,0 stig og 11,5 stoðsendingar að meðaltali í fyrstu tveimur leikjum Stjörnunnar. Pavel Ermolinskij og Helgi Már Magnússon ræddi frammistöðu leikstjórnanda Garðabæjarliðsins í byrjun móts. Fjórtán stoðsendingar „Við töluðum mikið um Ægi Þór Steinarsson á síðasta tímabili því hann var allt í öllu hjá þessu liði. Hann er með fjórtán stoðsendingar í þessum leik. Hann er með boltann nær allan leikinn og hann tapar honum bara einu sinni. Hversu mikilvægur er þessi drengur fyrir þetta lið,“ spurði Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Körfuboltakvölds. „Eins og hefur verið sagt milljón sinnum þá er þetta prímusmótor og þetta er bara það sem þú vilt fá frá leikstjórnandanum þínum,“ sagði Helgi Már. Þrífst best þegar þeir auka hraðann „Hann þefar menn uppi og spilar hörku vörn. Hann þrífst best og mér fannst Stjarnan þrífast best þegar þeir keyra allir upp tempóið og auka hraðann. Hætta við að rembast við að setja upp á hálfum velli og reyna frekar að taka fyrsta hlaupið í bakið á þeim og sjá til hvort þeir geti fengið eitthvað úr úr því,“ sagði Helgi. „Fyrir mér þá var of mikið á hans herðum á síðasta tímabili. Hann var beðinn um það og gerði það mjög vel. Liðið var eins og það var þá,“ sagði Pavel og hélt áfram: „Þetta er verkefni fyrir Ægi sjálfan. Þetta er hornsteinninn í liðinu og ég held að Ægir sé einn af þessum toppmönnum sem þú vilt byggja lið í kringum. Það er gott að byrja á honum,“ sagði Pavel. Vill sjá agressífari Ægi „Eitt af verkefnunum fyrir Stjörnuna er að hann finni þessa línu sem hann þarf að vera á. Hann var beðinn um mikið í fyrra og ég held að hann sé að hugsa núna: Við erum komnir með einhvern mannskap, komnir með einhverja hæfileika í liðið,“ sagði Pavel sem var ekki alltaf of ánægður með sóknarleik Stjörnunnar í fyrstu tveimur leikjunum. „Mér finnst sóknarleikur Stjörnunnar líta best út þegar Ægir setur hausinn niður og fer af stað. Þegar Hilmar gerir það sama. Þetta er aðeins einfaldara. Ef að það er lausnin fyrir þá að Ægir sé aðeins agressífari, þangað til að þeir finni út úr einhverjum öðrum hlutum, þá ættu þeir ekki að vera að rembast gegn því,“ sagði Pavel. Það má horfa á alla umfjöllunina um Ægi hér fyrir neðan. Stjarnan tekur á móti ÍR klukkan 19.15 í kvöld og leikurinn verður sýndur beint á Bónus deildar rás númer tvö. Þrír aðrir leikir eru einnig á dagskrá og eru þeir sýndir beint á Stöð 2 Sport 5 (Álftanes - Valur klukkan 19.15), Bónus deildarrás 1 (Grindavík - Höttur, klukkan 20.15, GAZ-leikur) og Bónus deildarrás 3 (Tindastóll - Haukar klukkan 19.15). Skiptiborðið fylgist síðan með öllum leikjunum í einu á Stöð 2 Sport rásinni og gerir síðan kvöldið upp þegar leikjunum lýkur. Klippa: Umræða Körfuboltakvölds um Ægi Þór Steinarsson
Bónus-deild karla Körfuboltakvöld Stjarnan Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Grindavík | Erfitt verkefni fyrir Grindvíkinga Í beinni: Keflavík - Tindastóll | Úrslitakeppnin hefst Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ „Málum alla staði sem við spilum á bláa og hvíta“ „Ætlum ekki að vera farþegar í úrslitakeppinni“ Uppgjörið: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Sjá meira