Eftirspurn eftir jarðefnaeldsneyti gæti náð hámarki á þessum áratug Kjartan Kjartansson skrifar 16. október 2024 15:33 Sólarorkuver í Ordos í Kína. Kínverjar stóðu fyrir sextíu prósentum af viðbótarframleiðslu á grænni orku í heiminum í fyrra. Vísir/EPA Aukin framleiðsla endurnýjanlegrar orku í heiminum gæti orðið til þess að eftirspurn eftir jarðefnaeldsneyti nái hámarki sínu fyrir lok áratugsins. Stríðsátök sem olíuríki eru aðilar að í Miðausturlöndum og Rússlandi eru þó sögð skapa mikla óvissu. Mannkynið horfir fram á rafmagnsöld þegar það hristir af sér jarðefnaeldsneytisfíkn sína á næstu áratugum. Í árlegri skýrslu um horfur í orkumálum heimsins sem Alþjóðaorkumálastofnunin (IEA) gaf út í dag kemur fram að hægt sé að mæta áframhaldandi vexti í eftirspurn eftir orku með vistvænni orku að öllu leyti. Í þeim heimi gæti offramboð af olíu og jarðgasi leitt til lækkandi orkuverðs sem gæti gert ríkjum kleift að setja aukið fjármagn í græna orku. Aldrei hefur framleiðsla á grænni orku aukist jafnmikið á einu ári og í fyrra samkvæmt skýrslunni en þá bættust við um 560 gígavött af framleiðslugetu á vistvænu rafmagni. Talið er að fjáfestingar í hreinni orku nemi um tveimur billjónum dollara á þessu ári, nánast tvöfalt meira en í jarðefnaeldsneyti, að því er kemur fram í frétt Reuters af skýrslunni. Heil sextíu prósent af viðbótinni í endurnýjanlegri orku kom frá Kína. Útlit er fyrir að sólarorkuframleiðsla Kínverja verði meiri en sem nemur allri núverandi eftirspurn eftir rafmagni í Bandaríkjunum fyrir árið 2030. Mannkynið getur ekki látið bensíndæluna ganga áfram ef hún ætlar að leysa loftslagsvandann.Vísir/EPA Bruni jarðefnaeldsneytis áfram mikill í fyrirsjáanlegri framtíð Þrátt fyrir metvöxt í endurnýjanlegum orkugjöfum er ljóst að mannkynið mun lengi enn halda áfram að spúa gróðurhúsalofttegundum út í andrúmsloft jarðar með bruna á jarðefnaeldsneyti. Vöxturinn hefur enda ekki haldið í við vaxandi eftirspurn í Indlandi, Suðaustur-Asíu og víðar. Þannig gerir IEA nú ráð fyrir að það dragi hægar úr bruna á kolum en áður var talið. Þrír fjórðu hluti orkuframleiðslunnar komi því frá jarðefnaeldsneyti árið 2030. Hlutfallið er nú áttatíu prósent en IEA spáði því í síðustu skýrslu sinni að það yrði komið niður í 73 prósent fyrir lok áratugsins. Miðað við núverandi stefnu ríkisstjórna heims gæti eftirspurn eftir olíu náð hámarki rétt fyrir 2030. Fyrir árið 2035 gæti hún verið komin í svipað horf og nú, fyrst og fremst vegna fjölgunar rafbíla í umferð. Eftirspurn eftir kolum og gasi ætti einnig að ná hámarki fyrir lok áratugsins og lækka síðan eftir það. Til þess að stöðva enn frekari hnattræna hlýnun þarf mannkynið að hætta öllum bruna á jarðefnaeldsneyti. Þar sem koltvísýringur lifir í aldir í lofthjúpi jarðar eykur bruni á hverri einustu olíutunnu og kolamola vandann enn frekar. Óvissa vegna átaka og kosninga Átök og spenna fyrir botni Miðjarðarhafs þar sem Íranir gætu blandast enn frekar inn í stríðsátök við Ísrael og í Rússlandi sem háir enn innrásarstríð í Úkraínu getur sett strik í reikninginn fyrir horfur í orkumálum á næstunni. Orkumálastofnunin telur verulega hættu á að flæði olíu gæti raskast skyndilega vegna stríðsátökanna í Miðausturlöndum. Það sýni mikilvægæi þess að hraða fjárfestingum í hreinni og öruggari orkugjöfum. Þá eru kosningar í ríkjum þar sem um helmingur orkueftirspurnar heimsins er í ár, þar á meðal í Bandaríkjunum. Því gætu orðið verulegar breytingar á orku- og loftslagsstefnu ríkja sem geta ein og sér haft gríðarleg áhrif á eftirspurn eftir jarðefnaeldsneyti og þar með loftslag jarðar. Orkumál Loftslagsmál Bensín og olía Vistvænir bílar Bílar Átök í Ísrael og Palestínu Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Þreföldun á endurnýjanlegri orkuframleiðslu innan seilingar Alþjóðlegt markmið um að þrefalda framleiðslugetu endurnýjanlegrar orku er innan seilingar, að mati Alþjóðaorkumálastofnunarinnar. Orkuframleiðslan dragi þó ekki ein og sér úr losun gróðurhúsalofttegunda sem ógnar loftslagi jarðar. 24. september 2024 12:07 Vöxtur endurnýjanlegrar orku kom í veg fyrir enn meiri aukningu í losun Heimsbyggðin hélt áfram að auka losun á gróðurhúsalofttegundum vegna orkuframleiðslu í fyrra og hefur hún aldrei verið meiri. Forstjóri Alþjóðaorkumálastofnunarinnar segir að losunin hefði aukist þrefalt meira ef ekki væri fyrir vöxt í endurnýjanlegum orkugjöfum. 2. mars 2023 10:12 Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent Fleiri fréttir Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Sjá meira
Mannkynið horfir fram á rafmagnsöld þegar það hristir af sér jarðefnaeldsneytisfíkn sína á næstu áratugum. Í árlegri skýrslu um horfur í orkumálum heimsins sem Alþjóðaorkumálastofnunin (IEA) gaf út í dag kemur fram að hægt sé að mæta áframhaldandi vexti í eftirspurn eftir orku með vistvænni orku að öllu leyti. Í þeim heimi gæti offramboð af olíu og jarðgasi leitt til lækkandi orkuverðs sem gæti gert ríkjum kleift að setja aukið fjármagn í græna orku. Aldrei hefur framleiðsla á grænni orku aukist jafnmikið á einu ári og í fyrra samkvæmt skýrslunni en þá bættust við um 560 gígavött af framleiðslugetu á vistvænu rafmagni. Talið er að fjáfestingar í hreinni orku nemi um tveimur billjónum dollara á þessu ári, nánast tvöfalt meira en í jarðefnaeldsneyti, að því er kemur fram í frétt Reuters af skýrslunni. Heil sextíu prósent af viðbótinni í endurnýjanlegri orku kom frá Kína. Útlit er fyrir að sólarorkuframleiðsla Kínverja verði meiri en sem nemur allri núverandi eftirspurn eftir rafmagni í Bandaríkjunum fyrir árið 2030. Mannkynið getur ekki látið bensíndæluna ganga áfram ef hún ætlar að leysa loftslagsvandann.Vísir/EPA Bruni jarðefnaeldsneytis áfram mikill í fyrirsjáanlegri framtíð Þrátt fyrir metvöxt í endurnýjanlegum orkugjöfum er ljóst að mannkynið mun lengi enn halda áfram að spúa gróðurhúsalofttegundum út í andrúmsloft jarðar með bruna á jarðefnaeldsneyti. Vöxturinn hefur enda ekki haldið í við vaxandi eftirspurn í Indlandi, Suðaustur-Asíu og víðar. Þannig gerir IEA nú ráð fyrir að það dragi hægar úr bruna á kolum en áður var talið. Þrír fjórðu hluti orkuframleiðslunnar komi því frá jarðefnaeldsneyti árið 2030. Hlutfallið er nú áttatíu prósent en IEA spáði því í síðustu skýrslu sinni að það yrði komið niður í 73 prósent fyrir lok áratugsins. Miðað við núverandi stefnu ríkisstjórna heims gæti eftirspurn eftir olíu náð hámarki rétt fyrir 2030. Fyrir árið 2035 gæti hún verið komin í svipað horf og nú, fyrst og fremst vegna fjölgunar rafbíla í umferð. Eftirspurn eftir kolum og gasi ætti einnig að ná hámarki fyrir lok áratugsins og lækka síðan eftir það. Til þess að stöðva enn frekari hnattræna hlýnun þarf mannkynið að hætta öllum bruna á jarðefnaeldsneyti. Þar sem koltvísýringur lifir í aldir í lofthjúpi jarðar eykur bruni á hverri einustu olíutunnu og kolamola vandann enn frekar. Óvissa vegna átaka og kosninga Átök og spenna fyrir botni Miðjarðarhafs þar sem Íranir gætu blandast enn frekar inn í stríðsátök við Ísrael og í Rússlandi sem háir enn innrásarstríð í Úkraínu getur sett strik í reikninginn fyrir horfur í orkumálum á næstunni. Orkumálastofnunin telur verulega hættu á að flæði olíu gæti raskast skyndilega vegna stríðsátökanna í Miðausturlöndum. Það sýni mikilvægæi þess að hraða fjárfestingum í hreinni og öruggari orkugjöfum. Þá eru kosningar í ríkjum þar sem um helmingur orkueftirspurnar heimsins er í ár, þar á meðal í Bandaríkjunum. Því gætu orðið verulegar breytingar á orku- og loftslagsstefnu ríkja sem geta ein og sér haft gríðarleg áhrif á eftirspurn eftir jarðefnaeldsneyti og þar með loftslag jarðar.
Orkumál Loftslagsmál Bensín og olía Vistvænir bílar Bílar Átök í Ísrael og Palestínu Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Þreföldun á endurnýjanlegri orkuframleiðslu innan seilingar Alþjóðlegt markmið um að þrefalda framleiðslugetu endurnýjanlegrar orku er innan seilingar, að mati Alþjóðaorkumálastofnunarinnar. Orkuframleiðslan dragi þó ekki ein og sér úr losun gróðurhúsalofttegunda sem ógnar loftslagi jarðar. 24. september 2024 12:07 Vöxtur endurnýjanlegrar orku kom í veg fyrir enn meiri aukningu í losun Heimsbyggðin hélt áfram að auka losun á gróðurhúsalofttegundum vegna orkuframleiðslu í fyrra og hefur hún aldrei verið meiri. Forstjóri Alþjóðaorkumálastofnunarinnar segir að losunin hefði aukist þrefalt meira ef ekki væri fyrir vöxt í endurnýjanlegum orkugjöfum. 2. mars 2023 10:12 Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent Fleiri fréttir Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Sjá meira
Þreföldun á endurnýjanlegri orkuframleiðslu innan seilingar Alþjóðlegt markmið um að þrefalda framleiðslugetu endurnýjanlegrar orku er innan seilingar, að mati Alþjóðaorkumálastofnunarinnar. Orkuframleiðslan dragi þó ekki ein og sér úr losun gróðurhúsalofttegunda sem ógnar loftslagi jarðar. 24. september 2024 12:07
Vöxtur endurnýjanlegrar orku kom í veg fyrir enn meiri aukningu í losun Heimsbyggðin hélt áfram að auka losun á gróðurhúsalofttegundum vegna orkuframleiðslu í fyrra og hefur hún aldrei verið meiri. Forstjóri Alþjóðaorkumálastofnunarinnar segir að losunin hefði aukist þrefalt meira ef ekki væri fyrir vöxt í endurnýjanlegum orkugjöfum. 2. mars 2023 10:12