Kraumar í kennurum vegna ummæla Einars Bjarki Sigurðsson skrifar 13. október 2024 13:20 Álfhildur Leifsdóttir, formaður Kennarasambands Norðurlands vestra, og Einar Þorsteinsson borgarstjóri. Vísir/Vilhelm Kennarastéttin er æf út í borgarstjóra eftir ummæli hans á ráðstefnu um helgina. Grunnskólakennari spyr sig hvort sveitarfélögin ráði við rekstur grunnskólanna ef aðrir yfirmenn deila skoðunum borgarstjóra. „Mér finnst einhvern veginn öll tölfræði, til dæmis bara um skólana okkar, benda til þess að við séum að gera eitthvað algerlega vitlaust. Að kennararnir séu að biðja um það að fá að vera minna með börnum, en eru samt veikari en nokkru sinni fyrr. Kenna minna og með fleiri undirbúningstíma,“ sagði Einar Þorsteinsson borgarstjóri á fjármálaráðstefnu sveitarfélaganna fyrir helgi. Hann sagði kennara vera að semja sig frá kennsluskyldu og annarri viðveru. Undirbúningstímum þeirra fjölgi og það kosti borgina verulegar fjárhæðir, þar sem á móti þurfi að greiða fyrir afleysingar. Orð Einars hafa farið illa ofan í kennarastéttina og fjölmargir þaðan hjólað í borgarstjórann á samfélagsmiðlum. Álfhildur Leifsdóttir, grunnskólakennari og formaður Kennarasambands Norðurlands vestra, var á ráðstefnunni. „Það var svona að mér fannst mikið virðingarleysi þessa ráðafólks í garð þessarar stéttar sem sér um menntun og uppeldi barna í okkar samfélagi. Mér er svolítið spurn bara, ráða sveitarfélögin þá við þetta verkefni? Ef við erum svona mikill vandi á höndum sveitarfélaganna,“ segir Álfhildur. Starf kennara sé fjölbreytt og krefjandi. „Við erum að vinna gríðarlega flókna, gefandi, skemmtilega en líka oft erfiða vinnu inni í kennslustofunni. Ef við eigum að gera það vel, þá þurfum við stuðning. Við þurfum stuðning inn í stofuna og við þurfum stuðning okkar ráðamanna og yfirmanna við það flókna verkefni sem við erum að skila,“ segir Álfhildur. Kennarasamband Íslands deildi myndbandi af ræðu Einars og fjölmargir hafa skrifað ummæli þar undir. „Dapurlegt þegar æðsti yfirmaður Reykjavíkurborgar talar af svo miklum hroka, þekkingarleysi og lítilsvirðingu á störfum kennara og væntingum þeirra. Hann veit greinilega ekkert! Hafi hann skömm fyrir!“ skrifar ein. „Takk Einar Þorsteinsson fyrir hlýleg orð og skilning (kaldhæðni) Fer að sofa í kvöld með sorg í hjarta,“ bætir önnur við. Þá hafa fleiri deilt klippunni á samfélagsmiðlum, þar á meðal Jónína Einarsdóttir leikskólastjóri á Stakkaborg. Hún segir Einari að drífa í að semja við kennara sem gætu verið á leið í verkfall á næstunni. Orð hans séu ekkert nema olía á eldinn. Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Skóla- og menntamál Grunnskólar Leikskólar Framhaldsskólar Tónlistarnám Reykjavík Borgarstjórn Sveitarstjórnarmál Börn og uppeldi Kennaraverkfall 2024 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Sjá meira
„Mér finnst einhvern veginn öll tölfræði, til dæmis bara um skólana okkar, benda til þess að við séum að gera eitthvað algerlega vitlaust. Að kennararnir séu að biðja um það að fá að vera minna með börnum, en eru samt veikari en nokkru sinni fyrr. Kenna minna og með fleiri undirbúningstíma,“ sagði Einar Þorsteinsson borgarstjóri á fjármálaráðstefnu sveitarfélaganna fyrir helgi. Hann sagði kennara vera að semja sig frá kennsluskyldu og annarri viðveru. Undirbúningstímum þeirra fjölgi og það kosti borgina verulegar fjárhæðir, þar sem á móti þurfi að greiða fyrir afleysingar. Orð Einars hafa farið illa ofan í kennarastéttina og fjölmargir þaðan hjólað í borgarstjórann á samfélagsmiðlum. Álfhildur Leifsdóttir, grunnskólakennari og formaður Kennarasambands Norðurlands vestra, var á ráðstefnunni. „Það var svona að mér fannst mikið virðingarleysi þessa ráðafólks í garð þessarar stéttar sem sér um menntun og uppeldi barna í okkar samfélagi. Mér er svolítið spurn bara, ráða sveitarfélögin þá við þetta verkefni? Ef við erum svona mikill vandi á höndum sveitarfélaganna,“ segir Álfhildur. Starf kennara sé fjölbreytt og krefjandi. „Við erum að vinna gríðarlega flókna, gefandi, skemmtilega en líka oft erfiða vinnu inni í kennslustofunni. Ef við eigum að gera það vel, þá þurfum við stuðning. Við þurfum stuðning inn í stofuna og við þurfum stuðning okkar ráðamanna og yfirmanna við það flókna verkefni sem við erum að skila,“ segir Álfhildur. Kennarasamband Íslands deildi myndbandi af ræðu Einars og fjölmargir hafa skrifað ummæli þar undir. „Dapurlegt þegar æðsti yfirmaður Reykjavíkurborgar talar af svo miklum hroka, þekkingarleysi og lítilsvirðingu á störfum kennara og væntingum þeirra. Hann veit greinilega ekkert! Hafi hann skömm fyrir!“ skrifar ein. „Takk Einar Þorsteinsson fyrir hlýleg orð og skilning (kaldhæðni) Fer að sofa í kvöld með sorg í hjarta,“ bætir önnur við. Þá hafa fleiri deilt klippunni á samfélagsmiðlum, þar á meðal Jónína Einarsdóttir leikskólastjóri á Stakkaborg. Hún segir Einari að drífa í að semja við kennara sem gætu verið á leið í verkfall á næstunni. Orð hans séu ekkert nema olía á eldinn.
Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Skóla- og menntamál Grunnskólar Leikskólar Framhaldsskólar Tónlistarnám Reykjavík Borgarstjórn Sveitarstjórnarmál Börn og uppeldi Kennaraverkfall 2024 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Sjá meira