Verðugir verðlaunahafar Stefán Pálsson skrifar 13. október 2024 12:01 Í liðinni viku var tilkynnt að friðarverðlaun Nóbels fyrir árið 2024 færu til Nioh Hidankyo, samtaka eftirlifenda kjarnorkuárásanna á Hírósíma og Nagasakí. Samtök þessi voru stofnuð árið 1956 í tvíþættum tilgangi. Í fyrsta lagi mátti fólkið sem lenti í árásunum afdrifaríku þola ótrúlega fordóma og útskúfun í japönsku samfélagi. Um þá ljótu sögu er meðal annars fjallað á áhrifamikinn hátt í kvikmyndinni Snertingu sem gerð var eftir samnefndri skáldsögu Ólafs Jóhanns Ólafssonar, sem sjálfsagt er að hvetja alla til að kynna sér. Hitt meginmarkmið Nioh Hidankyo var frá upphafi að vekja athygli á ógnum kjarnorkuvopna og hvetja ráðamenn heimsins til að útrýma slíkum vopnum. Samtökin voru stofnuð um það leyti sem kjarnorkukapphlaup risaveldanna var að hefjast fyrir alvöru. Bæði Bandaríkin og Sovétríkin höfðu þróað vetnssprengjur sem voru margfalt öflugari en þær sprengjur sem varpað hafði verið á japönsku borgirnar tvær. Á næstu árum kepptust ríkin tvö við að framleiða sífellt kröftugri vopn og voru tilraunasprengingar þeirra tíðar, með alvarlegum afleiðingum fyrir líf og heilsu milljóna manna á stóru svæði. Því miður hefur barátta kjarnorkuvopnaandstæðinga sjaldan eða aldrei verið brýnni en nú um stundir. Bandaríkin og Rússland hafa á síðustu árum snúið baki við mörgum af veigamestu afvopnunarsáttmálum Kalda stríðsins, auk þess sem svimandi fjárhæðum er varið til þróunar á nýjum kjarnorkuvopnum. Í þeirri vinnu gæla herstjórnendur sífellt meira við möguleikann á „staðbundinni notkun“ kjarnorkuvopna – líkt og þau geti verið raunhæfur valkostur í hernaði í stað þess að vera álitið örþrifaráð sem líklega myndi leiða til gjöreyðingar mannkyns. Tvö kjarnorkuveldi, Rússland og Ísrael eiga nú í blóðugum styrjöldum sem auðveldlega geta stigmagnast. Þá má ekki gleyma hættunni á að kjarnavopnum verði beitt af misgáningi eða slys verði við umferð þeirra og flutninga. Fyrir Íslendinga er vert að hafa í huga að á hverjum degi sigla kafbátar með kjarnorkuvopn um höfin umhverfis landið. Friðarverðlaun Nóbels 2024 eru góð áminning um mikilvægi baráttunnar gegn kjarnorkuvopnum. Þar er eitt öflugasta tækið sáttmáli Sameinuðu þjóðanna um bann við kjarnorkuvopnum sem nærri 100 ríki hafa undirritað. Í þeim hópi eru því miður engin aðildarríki Nató, enda er bandalagið ekki hvað síst til um kjarnorkuvopn og áskilur sér rétt til að beita þeim að fyrra bragði. Það er sjálfsögð krafa að Ísland skipi sér tafarlaust í sveit þeirra ríkja sem vinna að útrýmingu kjarnorkuvopna. Höfundur er í miðnefnd Samtaka hernaðarandstæðinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Pálsson Kjarnorka Nóbelsverðlaun Japan Mest lesið Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Sjá meira
Í liðinni viku var tilkynnt að friðarverðlaun Nóbels fyrir árið 2024 færu til Nioh Hidankyo, samtaka eftirlifenda kjarnorkuárásanna á Hírósíma og Nagasakí. Samtök þessi voru stofnuð árið 1956 í tvíþættum tilgangi. Í fyrsta lagi mátti fólkið sem lenti í árásunum afdrifaríku þola ótrúlega fordóma og útskúfun í japönsku samfélagi. Um þá ljótu sögu er meðal annars fjallað á áhrifamikinn hátt í kvikmyndinni Snertingu sem gerð var eftir samnefndri skáldsögu Ólafs Jóhanns Ólafssonar, sem sjálfsagt er að hvetja alla til að kynna sér. Hitt meginmarkmið Nioh Hidankyo var frá upphafi að vekja athygli á ógnum kjarnorkuvopna og hvetja ráðamenn heimsins til að útrýma slíkum vopnum. Samtökin voru stofnuð um það leyti sem kjarnorkukapphlaup risaveldanna var að hefjast fyrir alvöru. Bæði Bandaríkin og Sovétríkin höfðu þróað vetnssprengjur sem voru margfalt öflugari en þær sprengjur sem varpað hafði verið á japönsku borgirnar tvær. Á næstu árum kepptust ríkin tvö við að framleiða sífellt kröftugri vopn og voru tilraunasprengingar þeirra tíðar, með alvarlegum afleiðingum fyrir líf og heilsu milljóna manna á stóru svæði. Því miður hefur barátta kjarnorkuvopnaandstæðinga sjaldan eða aldrei verið brýnni en nú um stundir. Bandaríkin og Rússland hafa á síðustu árum snúið baki við mörgum af veigamestu afvopnunarsáttmálum Kalda stríðsins, auk þess sem svimandi fjárhæðum er varið til þróunar á nýjum kjarnorkuvopnum. Í þeirri vinnu gæla herstjórnendur sífellt meira við möguleikann á „staðbundinni notkun“ kjarnorkuvopna – líkt og þau geti verið raunhæfur valkostur í hernaði í stað þess að vera álitið örþrifaráð sem líklega myndi leiða til gjöreyðingar mannkyns. Tvö kjarnorkuveldi, Rússland og Ísrael eiga nú í blóðugum styrjöldum sem auðveldlega geta stigmagnast. Þá má ekki gleyma hættunni á að kjarnavopnum verði beitt af misgáningi eða slys verði við umferð þeirra og flutninga. Fyrir Íslendinga er vert að hafa í huga að á hverjum degi sigla kafbátar með kjarnorkuvopn um höfin umhverfis landið. Friðarverðlaun Nóbels 2024 eru góð áminning um mikilvægi baráttunnar gegn kjarnorkuvopnum. Þar er eitt öflugasta tækið sáttmáli Sameinuðu þjóðanna um bann við kjarnorkuvopnum sem nærri 100 ríki hafa undirritað. Í þeim hópi eru því miður engin aðildarríki Nató, enda er bandalagið ekki hvað síst til um kjarnorkuvopn og áskilur sér rétt til að beita þeim að fyrra bragði. Það er sjálfsögð krafa að Ísland skipi sér tafarlaust í sveit þeirra ríkja sem vinna að útrýmingu kjarnorkuvopna. Höfundur er í miðnefnd Samtaka hernaðarandstæðinga.
Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun