Fær mun minni fjárstuðning frá almenningi Samúel Karl Ólason skrifar 10. október 2024 22:14 Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur þurft að leita meira á náðir auðjöfra en áður. AP/Julia Demaree Nikhinson Verulega hefur dregið úr smáum fjárveitingum til framboðs Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Hann er sagður hafa leitað meira til auðjöfra til að fylla upp í eyðurnar en Demókratar hafa safnað mun meira af peningum en hann. Tæplega þriðjungur af þeim fjármunum sem Trump fær frá bakhjörlum hefur komið fram fólki sem gaf honum minna en tvö hundruð dali. Í kosningabaráttunni 2020 var þetta hlutfall tæplega helmingur. Þá hefur heildarupphæðin af þessum smáu fjárveitingum einnig lækkað töluvert, samkvæmt greiningu AP fréttaveitunnar. Fram að lokum júnímánaðar hafði hann safnað 98 milljónum dala með slíkum fjárveitingum en á sama tímabili 2020 var þessi sama upphæð 165 milljónir. Demókratar hafa á sama tíma safnað fúlgum fjár. Fyrstu gerði Joe Biden það og Kamala Harris tók síðan við sjóðum hans. Þau söfnuðu 285 milljónum dala frá stuðningsmönnum sem veittu þeim undir tvö hundruð dali. Það samsvarar rúmlega fjörutíu prósentum af heildarupphæðinni sem þau hafa safnað. Þessi þróun hefur leitt til þess að Trump hefur þurft að leita meira á náðir auðmanna og aðgerðahópa sem þeir styðja. Demókratar eru þegar byrjaðir að nýta sér það í auglýsingu sem birt hefur verið í Arizona og Norður-Karólínu. New York Times segir að þar hafi aðgerðahópur á vegum Harris keypt auglýsingar fyrir um 18 milljónir dala, en hún byggir að mestu á myndbandi af Trump segja auðjöfrum á fjáröflun að hann viti að þeir séu moldríkir og lofa þeim lægri sköttum. Segja fjáröflun of aðgangsharða Innanbúðarmenn í Repúblikanaflokknum segja þessa þróun tákna möguleg vandræði fyrir flokkinn á komandi árum. Kannanir sýna að grasrót Repúblikanaflokksins verðu sífellt eldri og eldra fólk hefur iðulega minna milli handanna til að gefa til kosningabaráttu. Þá segja þeir einnig í samtali við AP að fjáröflun Trumps og bandamanna hans sé of aðgangshörð og það hafi þreytt stuðningsmenn flokksins. Mismunandi aðgerðahópar og aðrir sem styðja Trump deila listum yfir stuðningsmenn sín á milli og því rignir yfir þá beiðnum um fjárstyrki úr mörgum áttum. Einn viðmælandi AP sem hefur veitt Repúblikanaflokknum ráðgjöf vegna fjáröflunar, segir að mismunandi fylkingar innan flokksins hafi komið svo illa við stuðningsmenn hans að margir vilji ekki lengur styrkja hann. „Ef þú styrkir svo gott sem hvaða frambjóðanda Repúblikanaflokksins sem er í dag, færðu innan þriggja vikna um þrjátíu til fimmtíu skilaboð á öðrum frambjóðendum sem þú hefur aldrei heyrt af.“ Í könnun sem fyrirtæki Halls gerði fyrr á árinu sögðust 72 prósent af svarendum sem höfðu gefið pening til Repúblikanaflokksins að þeir hefðu áfram fengið skilaboð þar sem þeir voru beðnir um meiri peninga, þrátt fyrir að hafa beðið um að vera tekin af öllum listum flokksins. Fólk sem blaðamenn fréttaveitunnar ræddu við staðfestu þetta sjónarhorn að miklu leyti. Einn viðmælandi sagðist brjálaður á þessum endurteknu beiðnum um peninga. Hún hafði gefið margar smáar greiðslur í fyrra og 2022 en ekkert á þessu ári. Það sama átti við annan sem hafði einnig ekkert gefið á þessu ári. Hann sagðist hættur að skoða skilaboðin sín vegna beiðna frá Repúblikönum. Í svari við fyrirspurn frá fréttaveitunni kenndi talskona Trumps Joe Biden og Kamölu Harris um. Karoline Leavitt sagði efnahag Bandaríkjanna í svo slæmu standi að fólk hefði ekki efni á að styðja stjórnmálaflokka. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Joe Biden Kamala Harris Tengdar fréttir Trump sendi Pútín kóvidpróf á laun Donald Trump, þáverandi Bandaríkjaforseti, sendi Vladímír Pútín, forseta Rússlands, tæki til þess að greina kórónuveirusmit þegar skortur var á þeim í heiminum árið 2020. Pútín bað Trump um að halda sendingunni leyndri. 8. október 2024 15:10 „Mikið af slæmum genum í landinu okkar“ Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, gaf í skyn að það væri „slæmum genum“ um að kenna að ólöglegir innflytjendur fremdu morð. Það væri mikið af „vondum genum“ í Bandaríkjunum. 7. október 2024 22:29 Trump sagði Pence að hann yrði fyrirlitinn og talinn heimskur Nokkrum dögum áður en stuðningsmenn hans ruddu sér leið inn í þinghús Bandaríkjanna til að koma í veg fyrir formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna 2020 og hótuðu meðal annars að hengja Mike Pence, varaforseta, sagði Donald Trump, forseti, Pence að hann yrði „fyrirlitinn“ og talinn „heimskur“ ef hann stöðvaði ekki áðurnefnda staðfestingu. Pence hafði aldrei vald til að gera það en Trump þrýsti ítrekað á hann. 4. október 2024 12:24 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Sjá meira
Tæplega þriðjungur af þeim fjármunum sem Trump fær frá bakhjörlum hefur komið fram fólki sem gaf honum minna en tvö hundruð dali. Í kosningabaráttunni 2020 var þetta hlutfall tæplega helmingur. Þá hefur heildarupphæðin af þessum smáu fjárveitingum einnig lækkað töluvert, samkvæmt greiningu AP fréttaveitunnar. Fram að lokum júnímánaðar hafði hann safnað 98 milljónum dala með slíkum fjárveitingum en á sama tímabili 2020 var þessi sama upphæð 165 milljónir. Demókratar hafa á sama tíma safnað fúlgum fjár. Fyrstu gerði Joe Biden það og Kamala Harris tók síðan við sjóðum hans. Þau söfnuðu 285 milljónum dala frá stuðningsmönnum sem veittu þeim undir tvö hundruð dali. Það samsvarar rúmlega fjörutíu prósentum af heildarupphæðinni sem þau hafa safnað. Þessi þróun hefur leitt til þess að Trump hefur þurft að leita meira á náðir auðmanna og aðgerðahópa sem þeir styðja. Demókratar eru þegar byrjaðir að nýta sér það í auglýsingu sem birt hefur verið í Arizona og Norður-Karólínu. New York Times segir að þar hafi aðgerðahópur á vegum Harris keypt auglýsingar fyrir um 18 milljónir dala, en hún byggir að mestu á myndbandi af Trump segja auðjöfrum á fjáröflun að hann viti að þeir séu moldríkir og lofa þeim lægri sköttum. Segja fjáröflun of aðgangsharða Innanbúðarmenn í Repúblikanaflokknum segja þessa þróun tákna möguleg vandræði fyrir flokkinn á komandi árum. Kannanir sýna að grasrót Repúblikanaflokksins verðu sífellt eldri og eldra fólk hefur iðulega minna milli handanna til að gefa til kosningabaráttu. Þá segja þeir einnig í samtali við AP að fjáröflun Trumps og bandamanna hans sé of aðgangshörð og það hafi þreytt stuðningsmenn flokksins. Mismunandi aðgerðahópar og aðrir sem styðja Trump deila listum yfir stuðningsmenn sín á milli og því rignir yfir þá beiðnum um fjárstyrki úr mörgum áttum. Einn viðmælandi AP sem hefur veitt Repúblikanaflokknum ráðgjöf vegna fjáröflunar, segir að mismunandi fylkingar innan flokksins hafi komið svo illa við stuðningsmenn hans að margir vilji ekki lengur styrkja hann. „Ef þú styrkir svo gott sem hvaða frambjóðanda Repúblikanaflokksins sem er í dag, færðu innan þriggja vikna um þrjátíu til fimmtíu skilaboð á öðrum frambjóðendum sem þú hefur aldrei heyrt af.“ Í könnun sem fyrirtæki Halls gerði fyrr á árinu sögðust 72 prósent af svarendum sem höfðu gefið pening til Repúblikanaflokksins að þeir hefðu áfram fengið skilaboð þar sem þeir voru beðnir um meiri peninga, þrátt fyrir að hafa beðið um að vera tekin af öllum listum flokksins. Fólk sem blaðamenn fréttaveitunnar ræddu við staðfestu þetta sjónarhorn að miklu leyti. Einn viðmælandi sagðist brjálaður á þessum endurteknu beiðnum um peninga. Hún hafði gefið margar smáar greiðslur í fyrra og 2022 en ekkert á þessu ári. Það sama átti við annan sem hafði einnig ekkert gefið á þessu ári. Hann sagðist hættur að skoða skilaboðin sín vegna beiðna frá Repúblikönum. Í svari við fyrirspurn frá fréttaveitunni kenndi talskona Trumps Joe Biden og Kamölu Harris um. Karoline Leavitt sagði efnahag Bandaríkjanna í svo slæmu standi að fólk hefði ekki efni á að styðja stjórnmálaflokka.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Joe Biden Kamala Harris Tengdar fréttir Trump sendi Pútín kóvidpróf á laun Donald Trump, þáverandi Bandaríkjaforseti, sendi Vladímír Pútín, forseta Rússlands, tæki til þess að greina kórónuveirusmit þegar skortur var á þeim í heiminum árið 2020. Pútín bað Trump um að halda sendingunni leyndri. 8. október 2024 15:10 „Mikið af slæmum genum í landinu okkar“ Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, gaf í skyn að það væri „slæmum genum“ um að kenna að ólöglegir innflytjendur fremdu morð. Það væri mikið af „vondum genum“ í Bandaríkjunum. 7. október 2024 22:29 Trump sagði Pence að hann yrði fyrirlitinn og talinn heimskur Nokkrum dögum áður en stuðningsmenn hans ruddu sér leið inn í þinghús Bandaríkjanna til að koma í veg fyrir formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna 2020 og hótuðu meðal annars að hengja Mike Pence, varaforseta, sagði Donald Trump, forseti, Pence að hann yrði „fyrirlitinn“ og talinn „heimskur“ ef hann stöðvaði ekki áðurnefnda staðfestingu. Pence hafði aldrei vald til að gera það en Trump þrýsti ítrekað á hann. 4. október 2024 12:24 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Sjá meira
Trump sendi Pútín kóvidpróf á laun Donald Trump, þáverandi Bandaríkjaforseti, sendi Vladímír Pútín, forseta Rússlands, tæki til þess að greina kórónuveirusmit þegar skortur var á þeim í heiminum árið 2020. Pútín bað Trump um að halda sendingunni leyndri. 8. október 2024 15:10
„Mikið af slæmum genum í landinu okkar“ Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, gaf í skyn að það væri „slæmum genum“ um að kenna að ólöglegir innflytjendur fremdu morð. Það væri mikið af „vondum genum“ í Bandaríkjunum. 7. október 2024 22:29
Trump sagði Pence að hann yrði fyrirlitinn og talinn heimskur Nokkrum dögum áður en stuðningsmenn hans ruddu sér leið inn í þinghús Bandaríkjanna til að koma í veg fyrir formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna 2020 og hótuðu meðal annars að hengja Mike Pence, varaforseta, sagði Donald Trump, forseti, Pence að hann yrði „fyrirlitinn“ og talinn „heimskur“ ef hann stöðvaði ekki áðurnefnda staðfestingu. Pence hafði aldrei vald til að gera það en Trump þrýsti ítrekað á hann. 4. október 2024 12:24