Engin afsökun lengur fyrir því að mæta ekki í brjóstaskimun Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 10. október 2024 21:02 Hópur fagnaði ákvörðun Willum Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra um að lækka komugjald í brjóstaskimun í Brjóstamiðstöð í dag. Nú hafi engin afsökun fyrir að mæta ekki. Vísir/Einar Stórefla á þátttöku kvenna í brjóstaskimun með því að lækka komugjaldið í fimm hundruð krónur. Þátttaka hefur dregist verulega saman á síðustu árum og yfirlæknir Brjóstamiðstöðvar vonar að fleiri mæti nú í skimun. Þrátt fyrir að næstum allar konur fái boð um brjóstaskimun hér á landi er aðeins helmingur þeirra sem þiggur það, hlutfallið hefur lækkað um tíu prósent síðustu ár. Vill að stórefla þátttökuna Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra vill stórefla þátttöku kvenna með því að lækka komugjald úr sex þúsund krónum í fimm hundruð kall. „Æskilegt er að hlutfall kvenna sem mæti sé um 75 prósent og nú á gjaldið alla vega ekki að vera hindrun,“ segir Willum. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra Mikilvægt að greina meinið snemma Svanheiður Lóa Rafnsdóttir yfirlæknir á Brjóstamiðstöð segir að um tvö hundruð konur greinist á ári með brjóstakrabbamein. Þá látist um 50 árlega úr sjúkdómnum. „Það er gríðarlega mikilvægt að greina meinið sem fyrst því þá aukast batahorfur verulega. Við greinum vikulega 4-5 konur en nýgengi brjóstakrabbameins fer hækkandi,“ segir hún. Svanheiður Lóa Rafnsdóttir yfirlæknir á Brjóstamiðstöð.Vísir/Einar Svanheiður býst við að margar konur taki nú við sér en mæting yngri kvenna og kvenna af erlendum uppruna hefur verið dræmari en annarra. „Við gerum allt sem við getum til að taka á móti auknum fjölda kvenna,“ segir hún. Ótrúlega mikilvægt Alma Möllur landlæknir hvetur konur til að svara kallinu. „Ég vil hvetja allar konur til að mæta í brjóstaskimun, það er ótrúlega mikilvægt,“ segir Alma. Alma Möller landlæknir.Vísir/Einar Fréttamaður kannaði hversu lengi það tekur að fara í sjálfa skimunina og það tók ekki nema fimm mínútur. Fjárskortur eða tímaleysi ættu því ekki að vera nein afsökun fyrir því að mæta ekki í skimun. Heilbrigðismál Landspítalinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Þrátt fyrir að næstum allar konur fái boð um brjóstaskimun hér á landi er aðeins helmingur þeirra sem þiggur það, hlutfallið hefur lækkað um tíu prósent síðustu ár. Vill að stórefla þátttökuna Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra vill stórefla þátttöku kvenna með því að lækka komugjald úr sex þúsund krónum í fimm hundruð kall. „Æskilegt er að hlutfall kvenna sem mæti sé um 75 prósent og nú á gjaldið alla vega ekki að vera hindrun,“ segir Willum. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra Mikilvægt að greina meinið snemma Svanheiður Lóa Rafnsdóttir yfirlæknir á Brjóstamiðstöð segir að um tvö hundruð konur greinist á ári með brjóstakrabbamein. Þá látist um 50 árlega úr sjúkdómnum. „Það er gríðarlega mikilvægt að greina meinið sem fyrst því þá aukast batahorfur verulega. Við greinum vikulega 4-5 konur en nýgengi brjóstakrabbameins fer hækkandi,“ segir hún. Svanheiður Lóa Rafnsdóttir yfirlæknir á Brjóstamiðstöð.Vísir/Einar Svanheiður býst við að margar konur taki nú við sér en mæting yngri kvenna og kvenna af erlendum uppruna hefur verið dræmari en annarra. „Við gerum allt sem við getum til að taka á móti auknum fjölda kvenna,“ segir hún. Ótrúlega mikilvægt Alma Möllur landlæknir hvetur konur til að svara kallinu. „Ég vil hvetja allar konur til að mæta í brjóstaskimun, það er ótrúlega mikilvægt,“ segir Alma. Alma Möller landlæknir.Vísir/Einar Fréttamaður kannaði hversu lengi það tekur að fara í sjálfa skimunina og það tók ekki nema fimm mínútur. Fjárskortur eða tímaleysi ættu því ekki að vera nein afsökun fyrir því að mæta ekki í skimun.
Heilbrigðismál Landspítalinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira