Engin afsökun lengur fyrir því að mæta ekki í brjóstaskimun Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 10. október 2024 21:02 Hópur fagnaði ákvörðun Willum Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra um að lækka komugjald í brjóstaskimun í Brjóstamiðstöð í dag. Nú hafi engin afsökun fyrir að mæta ekki. Vísir/Einar Stórefla á þátttöku kvenna í brjóstaskimun með því að lækka komugjaldið í fimm hundruð krónur. Þátttaka hefur dregist verulega saman á síðustu árum og yfirlæknir Brjóstamiðstöðvar vonar að fleiri mæti nú í skimun. Þrátt fyrir að næstum allar konur fái boð um brjóstaskimun hér á landi er aðeins helmingur þeirra sem þiggur það, hlutfallið hefur lækkað um tíu prósent síðustu ár. Vill að stórefla þátttökuna Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra vill stórefla þátttöku kvenna með því að lækka komugjald úr sex þúsund krónum í fimm hundruð kall. „Æskilegt er að hlutfall kvenna sem mæti sé um 75 prósent og nú á gjaldið alla vega ekki að vera hindrun,“ segir Willum. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra Mikilvægt að greina meinið snemma Svanheiður Lóa Rafnsdóttir yfirlæknir á Brjóstamiðstöð segir að um tvö hundruð konur greinist á ári með brjóstakrabbamein. Þá látist um 50 árlega úr sjúkdómnum. „Það er gríðarlega mikilvægt að greina meinið sem fyrst því þá aukast batahorfur verulega. Við greinum vikulega 4-5 konur en nýgengi brjóstakrabbameins fer hækkandi,“ segir hún. Svanheiður Lóa Rafnsdóttir yfirlæknir á Brjóstamiðstöð.Vísir/Einar Svanheiður býst við að margar konur taki nú við sér en mæting yngri kvenna og kvenna af erlendum uppruna hefur verið dræmari en annarra. „Við gerum allt sem við getum til að taka á móti auknum fjölda kvenna,“ segir hún. Ótrúlega mikilvægt Alma Möllur landlæknir hvetur konur til að svara kallinu. „Ég vil hvetja allar konur til að mæta í brjóstaskimun, það er ótrúlega mikilvægt,“ segir Alma. Alma Möller landlæknir.Vísir/Einar Fréttamaður kannaði hversu lengi það tekur að fara í sjálfa skimunina og það tók ekki nema fimm mínútur. Fjárskortur eða tímaleysi ættu því ekki að vera nein afsökun fyrir því að mæta ekki í skimun. Heilbrigðismál Landspítalinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Óli Örn er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Þrátt fyrir að næstum allar konur fái boð um brjóstaskimun hér á landi er aðeins helmingur þeirra sem þiggur það, hlutfallið hefur lækkað um tíu prósent síðustu ár. Vill að stórefla þátttökuna Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra vill stórefla þátttöku kvenna með því að lækka komugjald úr sex þúsund krónum í fimm hundruð kall. „Æskilegt er að hlutfall kvenna sem mæti sé um 75 prósent og nú á gjaldið alla vega ekki að vera hindrun,“ segir Willum. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra Mikilvægt að greina meinið snemma Svanheiður Lóa Rafnsdóttir yfirlæknir á Brjóstamiðstöð segir að um tvö hundruð konur greinist á ári með brjóstakrabbamein. Þá látist um 50 árlega úr sjúkdómnum. „Það er gríðarlega mikilvægt að greina meinið sem fyrst því þá aukast batahorfur verulega. Við greinum vikulega 4-5 konur en nýgengi brjóstakrabbameins fer hækkandi,“ segir hún. Svanheiður Lóa Rafnsdóttir yfirlæknir á Brjóstamiðstöð.Vísir/Einar Svanheiður býst við að margar konur taki nú við sér en mæting yngri kvenna og kvenna af erlendum uppruna hefur verið dræmari en annarra. „Við gerum allt sem við getum til að taka á móti auknum fjölda kvenna,“ segir hún. Ótrúlega mikilvægt Alma Möllur landlæknir hvetur konur til að svara kallinu. „Ég vil hvetja allar konur til að mæta í brjóstaskimun, það er ótrúlega mikilvægt,“ segir Alma. Alma Möller landlæknir.Vísir/Einar Fréttamaður kannaði hversu lengi það tekur að fara í sjálfa skimunina og það tók ekki nema fimm mínútur. Fjárskortur eða tímaleysi ættu því ekki að vera nein afsökun fyrir því að mæta ekki í skimun.
Heilbrigðismál Landspítalinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Óli Örn er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent