Skipta dómurum út fyrir gervigreind á sögufræga mótinu Smári Jökull Jónsson skrifar 9. október 2024 23:17 Novak Djokovic hefur sjö sinnum hrósað sigri á Wimbledon mótinu. Vísir/Getty Eitt af því sem forráðamenn Wimbledon mótsins í tennis eru þekktir fyrir er að halda vel í hefðirnar. Nú stendur hins vegar til að nýta sér gervigreind þegar mótið fer fram á næsta ári. Wimbledon mótið í tennis er einn af sögufrægari íþróttaviðburðum í heimi en mótið hefur verið haldið allt frá árinu 1877 eða í 147 ár. Þar eru leikmenn meðal annars skyldugir til að klæðast hvítu og mega ekki nota sokka, svitabönd eða töskur með merkjum fyrirtækja á. Snyrtilega klæddir línudómarar setja einnig svip sinn á mótið en þeir skera úr um hvort boltinn hafnar innan eða utan vallar og gegna því mikilvægu hlutverki. Nú stendur hins vegar til að skipta áðurnefndum línudómurum út og mun gervigreind taka við hlutverki þeirra. Búnaðurinn ELC [Electronic Line Calling] var prófaður á mótinu síðastliðið sumar og mun taka alfarið við hlutverki línudómara á næsta móti sem fram fer í júlí á næsta ári. Sally Bolton, framkvæmdastjóri mótsins, segir að ákvörðunin sé tekin eftir mikla íhugun. „Við teljum tæknina vera það góða og tímann vera kominn að taka þetta stóra og mikilvæga skref í því markmiði að ná mestu mögulegu nákvæmni í dómgæslu.“ Kerfið er ekki nýtt af nálinni fyrir leikmenn. Það hefur verið notað á Opna ástralska mótinu sem og því Opna bandaríska. Forráðamenn ATP-mótaraðarinnar hafa einnig tilkynnt að gervigreind verði notuð á öllum mótum frá og með næsta ári. Hawk-Eye tæknin hefur verið notuð síðustu árin til að hjálpa dómurum að leiðrétta ákvarðanir í leikjum en nú mun gervigreindin taka ákvarðanir í rauntíma. Tennis Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Fékk egg í andlitið á blaðamannafundi: „Skítuga eggjakakan þín“ Sport Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Formúla 1 Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Fótbolti Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti „Getum gengið stoltar frá borði“ Handbolti Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Fleiri fréttir Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Daði Berg frá Víkingi til Vestra Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður GAZ-leikur kvöldsins: „Leiðinlegt ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta“ Gera grín að Jürgen Klopp Víkingar skipta um gír Tók hana fjögur ár að skrifa ævisögu Anníe Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Fékk egg í andlitið á blaðamannafundi: „Skítuga eggjakakan þín“ Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Dagskráin í dag: Rashford, Bónus deild karla og margt fleira Hinn reynslumikli Stafford eftirsóttur „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Bologna kom til baka gegn AC Milan Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Echeverri má loks spila fyrir Man City Valdi Laudrup besta fótboltamann sögunnar Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Sjá meira
Wimbledon mótið í tennis er einn af sögufrægari íþróttaviðburðum í heimi en mótið hefur verið haldið allt frá árinu 1877 eða í 147 ár. Þar eru leikmenn meðal annars skyldugir til að klæðast hvítu og mega ekki nota sokka, svitabönd eða töskur með merkjum fyrirtækja á. Snyrtilega klæddir línudómarar setja einnig svip sinn á mótið en þeir skera úr um hvort boltinn hafnar innan eða utan vallar og gegna því mikilvægu hlutverki. Nú stendur hins vegar til að skipta áðurnefndum línudómurum út og mun gervigreind taka við hlutverki þeirra. Búnaðurinn ELC [Electronic Line Calling] var prófaður á mótinu síðastliðið sumar og mun taka alfarið við hlutverki línudómara á næsta móti sem fram fer í júlí á næsta ári. Sally Bolton, framkvæmdastjóri mótsins, segir að ákvörðunin sé tekin eftir mikla íhugun. „Við teljum tæknina vera það góða og tímann vera kominn að taka þetta stóra og mikilvæga skref í því markmiði að ná mestu mögulegu nákvæmni í dómgæslu.“ Kerfið er ekki nýtt af nálinni fyrir leikmenn. Það hefur verið notað á Opna ástralska mótinu sem og því Opna bandaríska. Forráðamenn ATP-mótaraðarinnar hafa einnig tilkynnt að gervigreind verði notuð á öllum mótum frá og með næsta ári. Hawk-Eye tæknin hefur verið notuð síðustu árin til að hjálpa dómurum að leiðrétta ákvarðanir í leikjum en nú mun gervigreindin taka ákvarðanir í rauntíma.
Tennis Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Fékk egg í andlitið á blaðamannafundi: „Skítuga eggjakakan þín“ Sport Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Formúla 1 Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Fótbolti Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti „Getum gengið stoltar frá borði“ Handbolti Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Fleiri fréttir Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Daði Berg frá Víkingi til Vestra Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður GAZ-leikur kvöldsins: „Leiðinlegt ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta“ Gera grín að Jürgen Klopp Víkingar skipta um gír Tók hana fjögur ár að skrifa ævisögu Anníe Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Fékk egg í andlitið á blaðamannafundi: „Skítuga eggjakakan þín“ Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Dagskráin í dag: Rashford, Bónus deild karla og margt fleira Hinn reynslumikli Stafford eftirsóttur „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Bologna kom til baka gegn AC Milan Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Echeverri má loks spila fyrir Man City Valdi Laudrup besta fótboltamann sögunnar Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Sjá meira