Skipta dómurum út fyrir gervigreind á sögufræga mótinu Smári Jökull Jónsson skrifar 9. október 2024 23:17 Novak Djokovic hefur sjö sinnum hrósað sigri á Wimbledon mótinu. Vísir/Getty Eitt af því sem forráðamenn Wimbledon mótsins í tennis eru þekktir fyrir er að halda vel í hefðirnar. Nú stendur hins vegar til að nýta sér gervigreind þegar mótið fer fram á næsta ári. Wimbledon mótið í tennis er einn af sögufrægari íþróttaviðburðum í heimi en mótið hefur verið haldið allt frá árinu 1877 eða í 147 ár. Þar eru leikmenn meðal annars skyldugir til að klæðast hvítu og mega ekki nota sokka, svitabönd eða töskur með merkjum fyrirtækja á. Snyrtilega klæddir línudómarar setja einnig svip sinn á mótið en þeir skera úr um hvort boltinn hafnar innan eða utan vallar og gegna því mikilvægu hlutverki. Nú stendur hins vegar til að skipta áðurnefndum línudómurum út og mun gervigreind taka við hlutverki þeirra. Búnaðurinn ELC [Electronic Line Calling] var prófaður á mótinu síðastliðið sumar og mun taka alfarið við hlutverki línudómara á næsta móti sem fram fer í júlí á næsta ári. Sally Bolton, framkvæmdastjóri mótsins, segir að ákvörðunin sé tekin eftir mikla íhugun. „Við teljum tæknina vera það góða og tímann vera kominn að taka þetta stóra og mikilvæga skref í því markmiði að ná mestu mögulegu nákvæmni í dómgæslu.“ Kerfið er ekki nýtt af nálinni fyrir leikmenn. Það hefur verið notað á Opna ástralska mótinu sem og því Opna bandaríska. Forráðamenn ATP-mótaraðarinnar hafa einnig tilkynnt að gervigreind verði notuð á öllum mótum frá og með næsta ári. Hawk-Eye tæknin hefur verið notuð síðustu árin til að hjálpa dómurum að leiðrétta ákvarðanir í leikjum en nú mun gervigreindin taka ákvarðanir í rauntíma. Tennis Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Salah, Doc Zone og auðveld bráð Arsenal Sport Fleiri fréttir Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Dagskráin í dag: Salah, Doc Zone og auðveld bráð Arsenal Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Þjálfari meistaranna á hálum ís „Ég held ég viti núna hversu hröð ég er“ Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Sjá meira
Wimbledon mótið í tennis er einn af sögufrægari íþróttaviðburðum í heimi en mótið hefur verið haldið allt frá árinu 1877 eða í 147 ár. Þar eru leikmenn meðal annars skyldugir til að klæðast hvítu og mega ekki nota sokka, svitabönd eða töskur með merkjum fyrirtækja á. Snyrtilega klæddir línudómarar setja einnig svip sinn á mótið en þeir skera úr um hvort boltinn hafnar innan eða utan vallar og gegna því mikilvægu hlutverki. Nú stendur hins vegar til að skipta áðurnefndum línudómurum út og mun gervigreind taka við hlutverki þeirra. Búnaðurinn ELC [Electronic Line Calling] var prófaður á mótinu síðastliðið sumar og mun taka alfarið við hlutverki línudómara á næsta móti sem fram fer í júlí á næsta ári. Sally Bolton, framkvæmdastjóri mótsins, segir að ákvörðunin sé tekin eftir mikla íhugun. „Við teljum tæknina vera það góða og tímann vera kominn að taka þetta stóra og mikilvæga skref í því markmiði að ná mestu mögulegu nákvæmni í dómgæslu.“ Kerfið er ekki nýtt af nálinni fyrir leikmenn. Það hefur verið notað á Opna ástralska mótinu sem og því Opna bandaríska. Forráðamenn ATP-mótaraðarinnar hafa einnig tilkynnt að gervigreind verði notuð á öllum mótum frá og með næsta ári. Hawk-Eye tæknin hefur verið notuð síðustu árin til að hjálpa dómurum að leiðrétta ákvarðanir í leikjum en nú mun gervigreindin taka ákvarðanir í rauntíma.
Tennis Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Salah, Doc Zone og auðveld bráð Arsenal Sport Fleiri fréttir Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Dagskráin í dag: Salah, Doc Zone og auðveld bráð Arsenal Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Þjálfari meistaranna á hálum ís „Ég held ég viti núna hversu hröð ég er“ Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Sjá meira