Ríkisstjórnin á valdi „minnsta og veikasta“ flokksins Hólmfríður Gísladóttir skrifar 9. október 2024 09:56 „Nei takk,“ segir Óli Björn um áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarf. Vísir/Vilhelm „Framganga Vinstri grænna er með þeim hætti að útilokað er að réttlæta samstarf við þá í ríkisstjórn,“ segir Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Langlundargeð hans sé á þrotum. Í aðsendri grein í Morgunblaðinu segir Óli Björn að Vinstri grænir undir forystu Svandísar Svavarsdóttur, sem hann taldi einn klókasta stjórnmálamann samtímans, í raun hafa bundið enda á ríkisstjórnarsamstarfið. Ói Björn segir marga kjósendur Sjálfstæðisflokksins hafa verið ósátta við þá ákvörðun að halda ríkisstjórnarsamstarfinu áfram í kjölfar þess að Svandís, þá matvælaráðherra, frestaði hvalveiðum. Honum hefði sjálfum þótt ákvörðun ráðherra „blaut tuska“ í andlit þingmanna samstarfsflokkanna. „Vantraust mitt í garð Vinstri grænna vegna þessa hafði mikil áhrif á þá ákvörðun mína að segja af mér sem þingflokksformaður fyrir rúmu ári. Þingflokksformaður stærsta stjórnarflokks sem treystir ekki ráðherrum samstarfsflokks getur illa rækt skyldur sínar. Ég verð að viðurkenna að það voru mistök af minni hálfu að hafa ekki gengið lengra,“ segir Óli Björn í greininni. Það hafi legið fyrir frá upphafi að ríkisstjórnarsamstarfið yrði ekki án málamiðlana. Reyndin hefði hins vegar orðið sú að málamiðlanirnar hefðu ekki alltaf endurspeglað þá staðreynd að Sjálfstæðisflokkurinn væri fjölmennasti þingflokkurinn í ríkisstjórninni og á Alþingi. Sáttfýsi Sjálfstæðismanna hefði reynst þeim dýrkeypt og flokknum sendar kaldar kveðjur á nýafstöðnum landsfundi Vinstri grænna. „Hægriöflin (Sjálfstæðisflokkurinn) voru sögð þjóna sérhagsmunum en ekki almannahagsmunum og ala á útlendingaandúð. Gömul úrelt slagorð um auðstéttina og fjármagnsöflin fengu inni í ályktunum fundarins,“ segir Óli Björn. Landsfundurinn hafi verið til marks um að ríkisstjórnin gæti aðeins haldið áfram á forsendum „minnsta og veikasta“ stjórnmálaflokksins. „Slík ríkisstjórn nær aldrei árangri enda búin að missa erindi sitt. Það eina sem hægt er að segja er einfalt og skýrt: Nei, takk,“ segir Óli Björn. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Mest lesið Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Fullir í flugi Innlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Skiltið skein of skært vegna bilunar í búnaði Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Sjá meira
Í aðsendri grein í Morgunblaðinu segir Óli Björn að Vinstri grænir undir forystu Svandísar Svavarsdóttur, sem hann taldi einn klókasta stjórnmálamann samtímans, í raun hafa bundið enda á ríkisstjórnarsamstarfið. Ói Björn segir marga kjósendur Sjálfstæðisflokksins hafa verið ósátta við þá ákvörðun að halda ríkisstjórnarsamstarfinu áfram í kjölfar þess að Svandís, þá matvælaráðherra, frestaði hvalveiðum. Honum hefði sjálfum þótt ákvörðun ráðherra „blaut tuska“ í andlit þingmanna samstarfsflokkanna. „Vantraust mitt í garð Vinstri grænna vegna þessa hafði mikil áhrif á þá ákvörðun mína að segja af mér sem þingflokksformaður fyrir rúmu ári. Þingflokksformaður stærsta stjórnarflokks sem treystir ekki ráðherrum samstarfsflokks getur illa rækt skyldur sínar. Ég verð að viðurkenna að það voru mistök af minni hálfu að hafa ekki gengið lengra,“ segir Óli Björn í greininni. Það hafi legið fyrir frá upphafi að ríkisstjórnarsamstarfið yrði ekki án málamiðlana. Reyndin hefði hins vegar orðið sú að málamiðlanirnar hefðu ekki alltaf endurspeglað þá staðreynd að Sjálfstæðisflokkurinn væri fjölmennasti þingflokkurinn í ríkisstjórninni og á Alþingi. Sáttfýsi Sjálfstæðismanna hefði reynst þeim dýrkeypt og flokknum sendar kaldar kveðjur á nýafstöðnum landsfundi Vinstri grænna. „Hægriöflin (Sjálfstæðisflokkurinn) voru sögð þjóna sérhagsmunum en ekki almannahagsmunum og ala á útlendingaandúð. Gömul úrelt slagorð um auðstéttina og fjármagnsöflin fengu inni í ályktunum fundarins,“ segir Óli Björn. Landsfundurinn hafi verið til marks um að ríkisstjórnin gæti aðeins haldið áfram á forsendum „minnsta og veikasta“ stjórnmálaflokksins. „Slík ríkisstjórn nær aldrei árangri enda búin að missa erindi sitt. Það eina sem hægt er að segja er einfalt og skýrt: Nei, takk,“ segir Óli Björn.
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Mest lesið Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Fullir í flugi Innlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Skiltið skein of skært vegna bilunar í búnaði Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Sjá meira