GAZið: „Þegar svona mikil velgengni er, þá kemur smá doði í mannskapinn“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 8. október 2024 22:59 Helgi Már þekkir það að verja titla og telur núverandi Íslandsmeistara þurfa á hjálp að halda. vísir Pavel Ermolinskij og Helgi Már Magnússon, margfaldir meistarar með KR á árum áður, ræddu meðal annars núverandi Íslandsmeistara Vals í fjórða þætti af GAZið, hlaðvarpsþætti um körfubolta. Pavel hefur á tilfinningunni að eitthvað vanti í liðið og Helgi tók undir. Pavel sagði hlustendum frá því að hann treysti mjög mikið á tilfinningar, myndi sér margar skoðanir og taki margar ákvarðanir út frá því hvernig honum líður, hvað tilfinningin segir honum. Tilfinningin fyrir Valsliðinu er ekki góð. „Tilfinningin segir mér að það vanti einhvers konar líf og partý, stemningu, ég veit ekki alveg hvað það er og næ ekki að koma rétta orðinu að því. En það er einhver tilfinning um að það vanti eitthvað,“ sagði Pavel um Íslandsmeistarana. Valur tapaði í úrslitaleik meistaranna gegn Keflavík og aftur í fyrsta deildarleik tímabilsins gegn Stjörnunni. Þurfa mann þó Kristófer sé á batavegi „Það vantar smá uppfærslu, smá ferskleika inn í þennan sterka kjarna til að kveikja í þessu eða búa til einhvern núning sem kemur þessu í gang. Upplifunin er þegar maður horfir á þennan leik að þeim vanti mann, Kára vantar einhvern til aðstoðar. Þeir geta ekki eingöngu keyrt á þessu liði þangað til Kristófer kemur aftur,“ tók Helgi Már undir og velti vöngum yfir því hvenær og hversu vel Kristófer Acox myndi snúa aftur. Hann hefði engar áhyggjur af því að Kristófer kæmist á endanum í stand, en sagði að það myndi taka tíma. „Jafnvel þó Kristófer væri þarna myndi maður vilja fá einhvern frískleika inn. Þeir eru búnir að vera í úrslitum núna þrjú ár í röð og þegar svona mikil velgengni er, þá kemur smá doði í mannskapinn,“ sagði Helgi einnig. Þáttinn í heild sinni má finna hér fyrir neðan. Umræðan um Val hefst eftir rétt rúmar tíu mínútur. Bónus-deild karla Valur Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Sjá meira
Pavel sagði hlustendum frá því að hann treysti mjög mikið á tilfinningar, myndi sér margar skoðanir og taki margar ákvarðanir út frá því hvernig honum líður, hvað tilfinningin segir honum. Tilfinningin fyrir Valsliðinu er ekki góð. „Tilfinningin segir mér að það vanti einhvers konar líf og partý, stemningu, ég veit ekki alveg hvað það er og næ ekki að koma rétta orðinu að því. En það er einhver tilfinning um að það vanti eitthvað,“ sagði Pavel um Íslandsmeistarana. Valur tapaði í úrslitaleik meistaranna gegn Keflavík og aftur í fyrsta deildarleik tímabilsins gegn Stjörnunni. Þurfa mann þó Kristófer sé á batavegi „Það vantar smá uppfærslu, smá ferskleika inn í þennan sterka kjarna til að kveikja í þessu eða búa til einhvern núning sem kemur þessu í gang. Upplifunin er þegar maður horfir á þennan leik að þeim vanti mann, Kára vantar einhvern til aðstoðar. Þeir geta ekki eingöngu keyrt á þessu liði þangað til Kristófer kemur aftur,“ tók Helgi Már undir og velti vöngum yfir því hvenær og hversu vel Kristófer Acox myndi snúa aftur. Hann hefði engar áhyggjur af því að Kristófer kæmist á endanum í stand, en sagði að það myndi taka tíma. „Jafnvel þó Kristófer væri þarna myndi maður vilja fá einhvern frískleika inn. Þeir eru búnir að vera í úrslitum núna þrjú ár í röð og þegar svona mikil velgengni er, þá kemur smá doði í mannskapinn,“ sagði Helgi einnig. Þáttinn í heild sinni má finna hér fyrir neðan. Umræðan um Val hefst eftir rétt rúmar tíu mínútur.
Bónus-deild karla Valur Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum