„Sölumaður dauðans“ aftur í vopnasölu Samúel Karl Ólason skrifar 7. október 2024 20:03 Viktor Bout, situr á þingi í Rússlandi en hann stundaði á árum áður umfangsmikla vopnasölu um heiminn allan. Getty/Boris Alekseev Viktor Bout, alræmdur vopnasali sem gekk lengi undir nafninu „Sölumaður dauðans“ er aftur farinn að selja vopn, tæpum tveimur árum eftir að honum var sleppt úr fangelsi í Bandaríkjunum. Honum var sleppt í fangaskiptum en Rússar slepptu þá körfuboltakonunni Brittney Griner, sem hafði verið dæmd í níu ára fangelsi fyrir að vera með smávægilegt magn af hassolíu í farangri sínum. Samkvæmt heimildum Wall Street Journal hefur Bout átt í viðræðum við erindreka frá Hútum um kaup á vopnum frá Rússlandi. Bout, sem er 57 ára gamall, seldi í áratugi vopn frá árum Sovétríkjanna til ríkisstjórna og einræðisherra í Afríku, Suður-Ameríku og Mið-Austurlöndum. Ferill hans er sagður hafa verið kveikjan að handriti myndarinnar Lord of War, með Nicolas Cage í aðalhlutverki. Hann var handtekinn í Taílandi árið 2008 og dæmdur í fangelsi í Bandaríkjunum árið 2012, meðal annars fyrir umfangsmikla vopnasölu og brot gegn refsiaðgerðum og viðskiptaþvingunum. Eins og áður segir var honum svo sleppt úr fangelsi í fangaskiptum árið 2022. Sjá einnig: Griner sleppt úr fangelsi í skiptum fyrir alræmdan vopnasala Síðan honum var sleppt úr fangelsi hefur Bout gengið til liðs við hægri stjórnmálaflokk í Rússlandi og vann hann þingsæti árið 2023. Þegar erindrekar frá Hútum ferðuðust til Moskvu í ágúst, til að ræða kaup á vopnum fyrir um tíu milljónir dala hittu þeir Bout, samkvæmt WSJ, og hefur hann komið að viðræðunum en ekki liggur fyrir hvort það sé fyrir hönd yfirvalda í Rússlandi eða eingöngu með samþykki þeirra. Í frétt WSJ segir óljóst hvort viðræður Bout við Húta tengist viðleitni hópsins til að fá háþróaðar stýriflaugar frá Rússum. Ekkert bendi til þess að slíkar flaugar hafi verið sendar til Jemen. Þess í stað eru Hútar sagðir vilja kaupa AK-74 riffla og skotfæri, auk eldflauga sem hannaðar eru til að granda skriðdrekum og flugvélum. Sjá einnig: Hútar vilja háþróaðar stýriflaugar frá Rússum Í viðtali við TASS, rússneska fréttaveitu í eigu ríkisins, segir Bout vera WSJ vera „smellubeitu“. Dmitrí Peskóv, talsmaður Vladimírs Pútin, forseta Rússlands, slær á svipaða strengi. Eins og bent er á í grein WSJ segir Bout ekkert um það hvort hann sé aftur farinn að starfa við vopnasölu. Steve Zissou, lögmaður Bout í Bandaríkjunum, neitaði að segja hvort skjólstæðingur sinn hefði hitt Húta. „Viktor Bout hefur ekki komið að flutningaiðnaðinum í rúm tuttugu ár. En ef ríkisstjórn Rússlands hefur heimilað honum að koma að vopnasendingum til andstæðinga Bandaríkjanna, væri það ekkert öðruvísi en það að yfirvöld Bandaríkjanna sendi vopn og gereyðingarvopn til andstæðinga Rússlands eins og þeir hafa gert í Úkraínu.“ Rússland Jemen Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Fleiri fréttir 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Sjá meira
Samkvæmt heimildum Wall Street Journal hefur Bout átt í viðræðum við erindreka frá Hútum um kaup á vopnum frá Rússlandi. Bout, sem er 57 ára gamall, seldi í áratugi vopn frá árum Sovétríkjanna til ríkisstjórna og einræðisherra í Afríku, Suður-Ameríku og Mið-Austurlöndum. Ferill hans er sagður hafa verið kveikjan að handriti myndarinnar Lord of War, með Nicolas Cage í aðalhlutverki. Hann var handtekinn í Taílandi árið 2008 og dæmdur í fangelsi í Bandaríkjunum árið 2012, meðal annars fyrir umfangsmikla vopnasölu og brot gegn refsiaðgerðum og viðskiptaþvingunum. Eins og áður segir var honum svo sleppt úr fangelsi í fangaskiptum árið 2022. Sjá einnig: Griner sleppt úr fangelsi í skiptum fyrir alræmdan vopnasala Síðan honum var sleppt úr fangelsi hefur Bout gengið til liðs við hægri stjórnmálaflokk í Rússlandi og vann hann þingsæti árið 2023. Þegar erindrekar frá Hútum ferðuðust til Moskvu í ágúst, til að ræða kaup á vopnum fyrir um tíu milljónir dala hittu þeir Bout, samkvæmt WSJ, og hefur hann komið að viðræðunum en ekki liggur fyrir hvort það sé fyrir hönd yfirvalda í Rússlandi eða eingöngu með samþykki þeirra. Í frétt WSJ segir óljóst hvort viðræður Bout við Húta tengist viðleitni hópsins til að fá háþróaðar stýriflaugar frá Rússum. Ekkert bendi til þess að slíkar flaugar hafi verið sendar til Jemen. Þess í stað eru Hútar sagðir vilja kaupa AK-74 riffla og skotfæri, auk eldflauga sem hannaðar eru til að granda skriðdrekum og flugvélum. Sjá einnig: Hútar vilja háþróaðar stýriflaugar frá Rússum Í viðtali við TASS, rússneska fréttaveitu í eigu ríkisins, segir Bout vera WSJ vera „smellubeitu“. Dmitrí Peskóv, talsmaður Vladimírs Pútin, forseta Rússlands, slær á svipaða strengi. Eins og bent er á í grein WSJ segir Bout ekkert um það hvort hann sé aftur farinn að starfa við vopnasölu. Steve Zissou, lögmaður Bout í Bandaríkjunum, neitaði að segja hvort skjólstæðingur sinn hefði hitt Húta. „Viktor Bout hefur ekki komið að flutningaiðnaðinum í rúm tuttugu ár. En ef ríkisstjórn Rússlands hefur heimilað honum að koma að vopnasendingum til andstæðinga Bandaríkjanna, væri það ekkert öðruvísi en það að yfirvöld Bandaríkjanna sendi vopn og gereyðingarvopn til andstæðinga Rússlands eins og þeir hafa gert í Úkraínu.“
Rússland Jemen Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Fleiri fréttir 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Sjá meira