Lokuðu Ítalíu á Frakkastíg eftir mótmæli Eflingar Kjartan Kjartansson skrifar 7. október 2024 15:20 Fulltrúar Eflingar mótmæltu fyrir utan veitingastaðinn Ítalíu á Frakkastíg fimmtudagskvöldið 12. september 2024. Vísir/Magnús Eigandi veitingastaðarins Ítalíu segir að staðnum hafi verið lokað tímabundið og ljóst sé að hann verði ekki opnaður aftur á Frakkastíg. Hann segist bíða eftir að Efling leggi fram gögn fyrir ásökunum sínum um launaþjófnað sem urðu kveikja að mótmælum við staðinn. Hópur á vegum Eflingar mótmælti meintum launaþjófnaði fyrir utan veitingastaðinn í síðasta mánuði. Síðan þá hefur sendiferðabíl á vegum stéttarfélagsins verið lagt fyrir utan veitingastaðinn sem á eru letraðar ásakanir um launaþjófnað, vinnuréttarbrot og skattsvik. Forsvarsmenn Eflingar höfnuðu því að fjarlægja bílinn þrátt fyrir að hópur núverandi starfsfólks Ítalíu hefði mótmælt við skrifstofur stéttarfélagsins á föstudag. Starfsfólkið sagðist óttast að missa störf sín á staðnum þar sem skilaboð Eflingar fældu frá viðskiptavini. Elvar Ingimarsson, eigandi Ítalíu, segir að staðurinn hafi verið lokaður frá því í síðustu viku á meðan farið sé yfir málið. Ekki sé ljóst hvort hann verði opnaður aftur en það verði þá að minnsta kosti ekki á Frakkastíg. Ekki sé búið að ákveða að loka staðnum varanlega og engum hafi enn verið sagt upp störfum. „Ég ætla bara að byrja á því að svara þessum ásökunum og sjá svo bara til með framhaldið,“ segir Elvar. Lögfræðingur hans hafi ítrekað við Eflingu að fá upplýsingar um á hvaða gögnum félagið byggi ásakanir sínar. „Við fáum engin svör. Samkvæmt okkar bókum erum við með þessa pappíra alla á hreinu.“ Segir starfsfólk enn eiga inni laun Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, fullyrti að Elvar hefði enn ekki greitt stórum hópi fólks laun og að hann skuldaði skattinum tugi milljóna króna á föstudag. Efling ætlaði þess vegna ekki að hætta herferð sinni gegn fyrirtækinu. Elvar hafnaði þessum ásökunum í viðtali við fréttastofu Stöðvar 2 fyrir helgi en viðurkenndi að greiðslur í lífeyrissjóði og stéttarfélög hefðu dregist. Fullyrti hann að unnið væri að því að lagfæra það. Veitingastaðir Stéttarfélög Kjaramál Reykjavík Deilur Eflingar og Ítalíu Tengdar fréttir Starfsfólk Ítalíu vill bíl Eflingar burt Starfsfólk Ítalíu mætti á skrifstofur Eflingar við Guðrúnartún nú rétt fyrir hádegi, til þess að krefjast þess að fulltrúar stéttarfélagsins hættu að leggja sendiferðabíl fyrir utan veitingastaðinn. Á bílinn hafa verið sett skilaboð um að viðskipti við Ítalíu séu fjármögnun launaþjófnaðar, vinnuréttarbrota og skattsvika. 4. október 2024 12:46 Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira
Hópur á vegum Eflingar mótmælti meintum launaþjófnaði fyrir utan veitingastaðinn í síðasta mánuði. Síðan þá hefur sendiferðabíl á vegum stéttarfélagsins verið lagt fyrir utan veitingastaðinn sem á eru letraðar ásakanir um launaþjófnað, vinnuréttarbrot og skattsvik. Forsvarsmenn Eflingar höfnuðu því að fjarlægja bílinn þrátt fyrir að hópur núverandi starfsfólks Ítalíu hefði mótmælt við skrifstofur stéttarfélagsins á föstudag. Starfsfólkið sagðist óttast að missa störf sín á staðnum þar sem skilaboð Eflingar fældu frá viðskiptavini. Elvar Ingimarsson, eigandi Ítalíu, segir að staðurinn hafi verið lokaður frá því í síðustu viku á meðan farið sé yfir málið. Ekki sé ljóst hvort hann verði opnaður aftur en það verði þá að minnsta kosti ekki á Frakkastíg. Ekki sé búið að ákveða að loka staðnum varanlega og engum hafi enn verið sagt upp störfum. „Ég ætla bara að byrja á því að svara þessum ásökunum og sjá svo bara til með framhaldið,“ segir Elvar. Lögfræðingur hans hafi ítrekað við Eflingu að fá upplýsingar um á hvaða gögnum félagið byggi ásakanir sínar. „Við fáum engin svör. Samkvæmt okkar bókum erum við með þessa pappíra alla á hreinu.“ Segir starfsfólk enn eiga inni laun Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, fullyrti að Elvar hefði enn ekki greitt stórum hópi fólks laun og að hann skuldaði skattinum tugi milljóna króna á föstudag. Efling ætlaði þess vegna ekki að hætta herferð sinni gegn fyrirtækinu. Elvar hafnaði þessum ásökunum í viðtali við fréttastofu Stöðvar 2 fyrir helgi en viðurkenndi að greiðslur í lífeyrissjóði og stéttarfélög hefðu dregist. Fullyrti hann að unnið væri að því að lagfæra það.
Veitingastaðir Stéttarfélög Kjaramál Reykjavík Deilur Eflingar og Ítalíu Tengdar fréttir Starfsfólk Ítalíu vill bíl Eflingar burt Starfsfólk Ítalíu mætti á skrifstofur Eflingar við Guðrúnartún nú rétt fyrir hádegi, til þess að krefjast þess að fulltrúar stéttarfélagsins hættu að leggja sendiferðabíl fyrir utan veitingastaðinn. Á bílinn hafa verið sett skilaboð um að viðskipti við Ítalíu séu fjármögnun launaþjófnaðar, vinnuréttarbrota og skattsvika. 4. október 2024 12:46 Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira
Starfsfólk Ítalíu vill bíl Eflingar burt Starfsfólk Ítalíu mætti á skrifstofur Eflingar við Guðrúnartún nú rétt fyrir hádegi, til þess að krefjast þess að fulltrúar stéttarfélagsins hættu að leggja sendiferðabíl fyrir utan veitingastaðinn. Á bílinn hafa verið sett skilaboð um að viðskipti við Ítalíu séu fjármögnun launaþjófnaðar, vinnuréttarbrota og skattsvika. 4. október 2024 12:46