Samþykktu ályktun og stefna að kosningum í vor Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 6. október 2024 14:50 Fjölmargir tóku til máls þegar rætt var um ríkisstjórnarsamstarfið á landsfundinum í gær. Vinstri græn Tillaga að ályktun um að ríkisstjórnarsamstarfið sé að nálgast leiðarlok var samþykkt á landsfundi Vinstri grænna fyrir skömmu. Í ályktuninni segir meðal annars að ganga verði til kosninga næsta vor. Í drögum að ályktuninni sem fréttastofa hefur undir höndum kemur fram að æskilegt sé að horfa til þess að slíta ríkisstjórnarsamstarfi Vinstri grænna við Sjálfstæðisflokkinn og Framsókn og boða til kosninga með vorinu. Mbl greindi fyrst frá samþyktinni. Í frétt miðilsins segir að ályktuninni hafi verið breytt í samráði við flutningsfólk áður en hún var samþykkt. Samkvæmt heimildum fréttastofu var einróma samþykki um breytinguna. Í ályktuninni segir jafnframt að ríkisstjórnin hafi verið upphaflega mynduð árið 2017 í kjölfar óvæntra kosninga og þannig hafi komist á festa í stjórnmálum undir forystu Vinstri grænna. Síðan þá hafi hreyfingin náð fram mörgum mikilvægum málum en að brýn verkefni séu framundan. Til að hægt sé að halda ríkisstjórnarsamstarfinu áfram telji landsfundurinn að takast verði á við þau knýjandi verkefni sem blasa við á félagslegum grunni. Þá telji fundurinn að ganga verði til kosninga með vorinu. Landsfundur VG fór fram í Víkingsheimilinu í Safamýri nú um helgina. Fyrir fundinum lá tillaga að ályktun um að ríkisstjórnarsamstarfinu verði slitið. Orri Páll Jóhannsson þingflokksformaður Vinstri grænna sagði í samtali við fréttastofu í gær að erfitt væri að segja til um hve margir væru fylgjandi tillögu um stjórnarslit. Á landsfundinum var Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra kjörin formaður flokksins og Guðmundur Ingi Guðbrandsson varaformaður. Nýir meðstjórnendur í stjórn Vinstri grænna eru Aldey Unnar Traustadóttir, Anna Þorsteinsdóttir, Elín Björk Jónasdóttir, Fjölnir Sæmundsson, Jósúa Gabríel Davíðsson, Maarit Kaipainen og Pétur Heimisson. Þá eru Jódís Skúladóttir, Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir, Árni Þór Sigurðsson og Berglind Häsler varamenn. Fréttin hefur verið uppfærð. Vinstri græn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Fleiri fréttir Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Sjá meira
Í drögum að ályktuninni sem fréttastofa hefur undir höndum kemur fram að æskilegt sé að horfa til þess að slíta ríkisstjórnarsamstarfi Vinstri grænna við Sjálfstæðisflokkinn og Framsókn og boða til kosninga með vorinu. Mbl greindi fyrst frá samþyktinni. Í frétt miðilsins segir að ályktuninni hafi verið breytt í samráði við flutningsfólk áður en hún var samþykkt. Samkvæmt heimildum fréttastofu var einróma samþykki um breytinguna. Í ályktuninni segir jafnframt að ríkisstjórnin hafi verið upphaflega mynduð árið 2017 í kjölfar óvæntra kosninga og þannig hafi komist á festa í stjórnmálum undir forystu Vinstri grænna. Síðan þá hafi hreyfingin náð fram mörgum mikilvægum málum en að brýn verkefni séu framundan. Til að hægt sé að halda ríkisstjórnarsamstarfinu áfram telji landsfundurinn að takast verði á við þau knýjandi verkefni sem blasa við á félagslegum grunni. Þá telji fundurinn að ganga verði til kosninga með vorinu. Landsfundur VG fór fram í Víkingsheimilinu í Safamýri nú um helgina. Fyrir fundinum lá tillaga að ályktun um að ríkisstjórnarsamstarfinu verði slitið. Orri Páll Jóhannsson þingflokksformaður Vinstri grænna sagði í samtali við fréttastofu í gær að erfitt væri að segja til um hve margir væru fylgjandi tillögu um stjórnarslit. Á landsfundinum var Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra kjörin formaður flokksins og Guðmundur Ingi Guðbrandsson varaformaður. Nýir meðstjórnendur í stjórn Vinstri grænna eru Aldey Unnar Traustadóttir, Anna Þorsteinsdóttir, Elín Björk Jónasdóttir, Fjölnir Sæmundsson, Jósúa Gabríel Davíðsson, Maarit Kaipainen og Pétur Heimisson. Þá eru Jódís Skúladóttir, Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir, Árni Þór Sigurðsson og Berglind Häsler varamenn. Fréttin hefur verið uppfærð.
Vinstri græn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Fleiri fréttir Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Sjá meira