Landsfundur Vinstri grænna stendur yfir um helgina og voru niðurstöður úr kjöri til formanns tilkynntar rétt í þessu. Svandís Svavarsdóttir var ein í framboði og hlaut 169 atkvæði af 175 greiddum.
Guðmundur Ingi hlaut 145 atkvæði gegn 27 atkvæðum Jódísar Skúladóttur þingmanns Vinstri grænna. Alls voru 176 atkvæði greidd.
Ritari og gjaldkeri sjálfkjörin
Hólmfríður Jennýjar- Árnadóttir var sjálkjörin ritari flokksins með 146 atkvæði af 164 greiddum. Steinar Harðarson var jafnframt sjálfkjörinn í stöðu gjaldkeri með 159 atkvæði. Hann hefur gegnt þeirri stöðu frá því í fyrra.
Nýir meðstjórnendur í stjórn Vinstri grænna eru Aldey Unnar Traustadóttir, Anna Þorsteinsdóttir, Elín Björk Jónasdóttir, Fjölnir Sæmundsson, Jósúa Gabríel Davíðsson, Maarit Kaipainen og Pétur Heimisson.
Þá eru Jódís Skúladóttir, Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir, Árni Þór Sigurðsson og Berglind Häsler varamenn.