Erfitt að setja tölu á hve margir vilji stjórnarslit Vésteinn Örn Pétursson skrifar 5. október 2024 12:20 Orri Páll er þingflokksformaður Vinstri grænna. Vísir/Vilhelm Fjölmargir tóku til máls þegar rætt var um ríkisstjórnarsamstarfið á Landsfundi VG sem nú fer fram. Á morgun verður tillaga um stjórnarslit afgreidd en þingflokksformaðurinn segir erfitt að segja til um hversu margir séu fylgjandi tillögunni. Landsfundur VG fer fram í Víkingsheimilinu í Safamýri nú um helgina, en klukkan níu í morgun voru á dagskrá umræður um stöðu flokksins eftir sjö ára ríkisstjórnarsamstarf með Framsókn og Sjálfstæðisflokki. Þingflokksformaðurinn segir fundarmenn hafa rætt málin vel. „Við áttum hreinskiptar og heiðarlegar samræður, og mjög mörg sem tóku til máls undir þessum lið. Hann var að mínu mati mjög þarfur, og ég held að það sé sammerkt með okkur hér. Við erum fjöldamörg mætt á þennan landsfund og mikill hugur í fólki. Þetta var nauðsynlegt en líka mjög gaman,“ segir Orri Páll Jóhannsson, þingflokksformaður VG. Fyrir fundinum liggur tillaga að ályktun um að ríkisstjórnarsamstarfinu verði slitið, en allar tillögur verða afgreiddar á morgun. Orri segir erfitt að festa hendur á hversu margir fundarmanna séu fylgjandi tillögunni. „Þarna voru mjög skiptar skoðanir, bæði dregin upp sjónarmið um þann árangur sem við höfum náð í þessu ríkisstjórnarsamstarfi en líka þau sjónarmið sem koma fram í þeirri tillögu sem hefur verið til mikillar umræðu um slit á ríkisstjórnarsamstarfi, og allt þar á milli.“ Engin einhlít niðurstaða hafi komið út úr umræðunum, á morgun komi í ljós hvernig mál fara. Guðmundur Ingi Guðbrandsson og Jódís Skúladóttir, frambjóðendur til varaformanns, sögðu í gær að ef það yrði vilji landsfundar að slíta samstarfinu yrði að hlusta á þær raddir. Vinstri græn hafa ekki riðið feitum hesti í skoðanakönnunum að undanförnu. Í dag birti Morgunblaðið nýja könnun Prósents, þar sem flokkurinn mælist með þrjú prósent. Orri segir það sannarlega hafa verið til umræðu. „Ekki bara á fundinum, heldur bara á undanförnum mánuðum. Eins og þú bendir á þá hafa fylgiskannanir ekki verið sérstaklega hliðhollar okkur í VG að undanförnu. Þetta er afar fjölmennur fundur og eins og ég segi, mikill hugur í fólki og enginn bilbugur, þó mælingarnar séu sannarlega ekki skemmtilegar.“ Vinstri græn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
Landsfundur VG fer fram í Víkingsheimilinu í Safamýri nú um helgina, en klukkan níu í morgun voru á dagskrá umræður um stöðu flokksins eftir sjö ára ríkisstjórnarsamstarf með Framsókn og Sjálfstæðisflokki. Þingflokksformaðurinn segir fundarmenn hafa rætt málin vel. „Við áttum hreinskiptar og heiðarlegar samræður, og mjög mörg sem tóku til máls undir þessum lið. Hann var að mínu mati mjög þarfur, og ég held að það sé sammerkt með okkur hér. Við erum fjöldamörg mætt á þennan landsfund og mikill hugur í fólki. Þetta var nauðsynlegt en líka mjög gaman,“ segir Orri Páll Jóhannsson, þingflokksformaður VG. Fyrir fundinum liggur tillaga að ályktun um að ríkisstjórnarsamstarfinu verði slitið, en allar tillögur verða afgreiddar á morgun. Orri segir erfitt að festa hendur á hversu margir fundarmanna séu fylgjandi tillögunni. „Þarna voru mjög skiptar skoðanir, bæði dregin upp sjónarmið um þann árangur sem við höfum náð í þessu ríkisstjórnarsamstarfi en líka þau sjónarmið sem koma fram í þeirri tillögu sem hefur verið til mikillar umræðu um slit á ríkisstjórnarsamstarfi, og allt þar á milli.“ Engin einhlít niðurstaða hafi komið út úr umræðunum, á morgun komi í ljós hvernig mál fara. Guðmundur Ingi Guðbrandsson og Jódís Skúladóttir, frambjóðendur til varaformanns, sögðu í gær að ef það yrði vilji landsfundar að slíta samstarfinu yrði að hlusta á þær raddir. Vinstri græn hafa ekki riðið feitum hesti í skoðanakönnunum að undanförnu. Í dag birti Morgunblaðið nýja könnun Prósents, þar sem flokkurinn mælist með þrjú prósent. Orri segir það sannarlega hafa verið til umræðu. „Ekki bara á fundinum, heldur bara á undanförnum mánuðum. Eins og þú bendir á þá hafa fylgiskannanir ekki verið sérstaklega hliðhollar okkur í VG að undanförnu. Þetta er afar fjölmennur fundur og eins og ég segi, mikill hugur í fólki og enginn bilbugur, þó mælingarnar séu sannarlega ekki skemmtilegar.“
Vinstri græn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent