Davíð Friðjónsson aðstoðarvarðstjóri slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu staðfestir þetta í samtali við fréttastofu, og segir áreksturinn hafa verið nokkuð harðan. Hann segir engin meiri háttar slys hafa orðið á fólki en þrír verið fluttir á slysadeild til skoðunar.
Veginum var lokað vegna árekstursins og að sögn Davíðs verður opnað fyrir umferð um hann á ný þegar búið verður að draga bílana í burtu frá vettvangi. Að öðru leyti sé starfi á vettvangi lokið.
Fréttin hefur verið uppfærð.