Í fréttatilkynningu frá Vinstri grænum segir að að loknu ávarpi formanns verði fundurinn lokaður öðrum en fundarmönnum.
Samkvæmt dagskrá verði fundi frestað klukkan 22 í kvöld og þá renni út frestur til að bjóða sig fram í stjórn.
Fundur haldi svo áfram á laugardagsmorgunn klukkan 8:30 og klukkan 15:30 verði stjórnarkjör og nýkjörinn formaður heldur ræðu. Svandís Svavarsdóttir hefur enn sem komið er ein gefið kost á sér í embætti formanns.
Guðmundur Ingi og Jódís Skúladóttir munu heyja baráttu um sæti varaformanns.
Ræðu Guðmundar Inga má sjá í spilaranum hér að neðan: