Búin að sjá fyrir sér að lyfta skildinum: „Hugsa um það daglega“ Valur Páll Eiríksson skrifar 4. október 2024 16:31 Ásta Eir Árnadóttir hefur sjaldan verið eins spennt. Vísir/Vilhelm „Ég held þetta verði geggjaður leikur og einstakt tækifæri fyrir fólk að koma og horfa á þennan leik,“ segir Ásta Eir Árnadóttir, fyrirliði Breiðabliks, um hreinan úrslitaleik hennar kvenna við Val um Íslandsmeistaratitilinn í fótbolta á morgun. „Ég er búin að vera tala um þetta alla vikuna við stelpurnar og fólk í kringum mig hvað ég er ótrúlega spennt. Ég hef aldrei verið jafn spennt að spila fótboltaleik,“ segir Ásta Eir jafnframt. Klippa: „Búin að vera tala um þetta alla vikuna“ Búast má við taktískri baráttu tveggja langbestu liða landsins en Ásta segir þó að það verði markaveisla í Hlíðunum á morgun. „Þegar við mætumst þá eru þetta tvö vel skipulögð varnarlið fyrst og fremst. Ég veit það ekki alveg, ég held að þetta gæti verið spurning um hver skorar fyrst og svo gamla góða dagsformið. Ég er samt bjartsýn á að þetta verði sóknarbolti, við förum í þetta eins og við höfum verið að spila í úrslitakeppninni þar sem við höfum verið að skora mörk. Ég ætla að lofa markaveislu,“ segir Ásta. Blikakonur hafa það forskot að vera stigi ofar en Valur í deildinni og dugar því jafntefli. Ásta segir Kópavogskonur ekki hafa það í huga. „Það getur verið ef þú ert að pæla í því en við höfum ekki verið af því. Það er hættulegur leikur að hugsa þannig. Við ætlum að mæta í leikinn til að vinna.“ Gott fyrir græna hjartað að fá titilinn heim Blikakonur hafa verið að elta Val síðustu ár og töpuðu síðast úrslitaleik bikarsins nú í sumar. Valur hefur unnið Íslandsmeistaratitilinn síðustu þrjú ár og vonast þær grænu til að enda þá hrinu. Ásta segist hafa séð fyrir sér að lyfta Bestu deildar skildinum fræga. „Já, bara mjög oft. Ég hugsa um það daglega. Ég held að það sé gott að hugsa það og sjá það fyrir þér. Þú þarft að sjá fyrir þér að þú vinnir, skorir mörk og verjir markið þitt. Það er þjálfari í teyminu okkar sem hefur talað um þetta í mörg ár að sjá þetta fyrir okkur,“ „Ég fer inn í þennan leik sjáandi fyrir mér allt það besta,“ segir Ásta. Það myndi þá hafa mikla þýðingu að endurheimta titilinn frá Valskonum. „Þetta myndi þýða margt og gott. Svolítið svona loksins. Við erum búin að vera í þessu öðru sæti undanfarin ár og tapað nokkrum bikarúrslitaleikjum og alls konar vesen. Það væri gott fyrir græna hjartað mitt að fá bikarinn heim,“ segir Ásta. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Leikur Vals og Breiðabliks hefst klukkan 16:15 á morgun. Bein útsending og upphitun hefst klukkan 15:45 á Stöð 2 Sport. Breiðablik Valur Besta deild kvenna Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enski boltinn Fleiri fréttir Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Sjá meira
„Ég er búin að vera tala um þetta alla vikuna við stelpurnar og fólk í kringum mig hvað ég er ótrúlega spennt. Ég hef aldrei verið jafn spennt að spila fótboltaleik,“ segir Ásta Eir jafnframt. Klippa: „Búin að vera tala um þetta alla vikuna“ Búast má við taktískri baráttu tveggja langbestu liða landsins en Ásta segir þó að það verði markaveisla í Hlíðunum á morgun. „Þegar við mætumst þá eru þetta tvö vel skipulögð varnarlið fyrst og fremst. Ég veit það ekki alveg, ég held að þetta gæti verið spurning um hver skorar fyrst og svo gamla góða dagsformið. Ég er samt bjartsýn á að þetta verði sóknarbolti, við förum í þetta eins og við höfum verið að spila í úrslitakeppninni þar sem við höfum verið að skora mörk. Ég ætla að lofa markaveislu,“ segir Ásta. Blikakonur hafa það forskot að vera stigi ofar en Valur í deildinni og dugar því jafntefli. Ásta segir Kópavogskonur ekki hafa það í huga. „Það getur verið ef þú ert að pæla í því en við höfum ekki verið af því. Það er hættulegur leikur að hugsa þannig. Við ætlum að mæta í leikinn til að vinna.“ Gott fyrir græna hjartað að fá titilinn heim Blikakonur hafa verið að elta Val síðustu ár og töpuðu síðast úrslitaleik bikarsins nú í sumar. Valur hefur unnið Íslandsmeistaratitilinn síðustu þrjú ár og vonast þær grænu til að enda þá hrinu. Ásta segist hafa séð fyrir sér að lyfta Bestu deildar skildinum fræga. „Já, bara mjög oft. Ég hugsa um það daglega. Ég held að það sé gott að hugsa það og sjá það fyrir þér. Þú þarft að sjá fyrir þér að þú vinnir, skorir mörk og verjir markið þitt. Það er þjálfari í teyminu okkar sem hefur talað um þetta í mörg ár að sjá þetta fyrir okkur,“ „Ég fer inn í þennan leik sjáandi fyrir mér allt það besta,“ segir Ásta. Það myndi þá hafa mikla þýðingu að endurheimta titilinn frá Valskonum. „Þetta myndi þýða margt og gott. Svolítið svona loksins. Við erum búin að vera í þessu öðru sæti undanfarin ár og tapað nokkrum bikarúrslitaleikjum og alls konar vesen. Það væri gott fyrir græna hjartað mitt að fá bikarinn heim,“ segir Ásta. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Leikur Vals og Breiðabliks hefst klukkan 16:15 á morgun. Bein útsending og upphitun hefst klukkan 15:45 á Stöð 2 Sport.
Breiðablik Valur Besta deild kvenna Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enski boltinn Fleiri fréttir Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Sjá meira