Risaþota flaug í lágflugi yfir Reykjavík Kolbeinn Tumi Daðason og Atli Ísleifsson skrifa 3. október 2024 13:31 Flugfélagið kveður Boeing 747-breiðþotuna sem farþegaflugvél en sú fyrsta var tekin í rekstur fyrir 31 ári. KMU Síðasta farþegaflug Air Atlanta á Boeing 747 verður um klukkan tvö í dag. Flogið verður í lágflugi yfir Reykjavík í tilefni dagsins og þaðan í sérstakt kveðjuflug með starfsmenn félagsins til Casablanca í Marokkó í Norður-Afríku. Flugfélagið kveður Boeing 747-breiðþotuna sem farþegaflugvél en sú fyrsta var tekin í rekstur fyrir 31 ári. Sú flugvél sem um ræðir í dag var upphaflega smíðuð fyrir Air France árið 2004 og er því tuttugu ára. Árið 2016 var hún tekin í þjónustu Air Atlanta Icelandic sem TF-AAL. Flugvélin er merkt Saudia-flugfélaginu sem Atlanta flýgur fyrir en vélin sinnti meðal annars pílagrímaflugi í sumar. Hún er skrásett hjá systurfélaginu Air Atlanta Europe á Möltu með skráningarnúmerið 9H-AZA og getur borið 460 farþega. Kvikmyndatökumaður Stöðvar 2 er staðsettur í Öskjuhlíð í Reykjavík og mun streyma frá fluginu á þriðja tímanum. Flugvélin flýgur í um þrjú þúsund feta hæð en viðbúið er að vegna stærðar flugvélarinnar muni fólk á höfuðborgarsvæðinu telja hana mun nær jörðu en hún í raun er. Uppfært: Lágfluginu er lokið.
Flugfélagið kveður Boeing 747-breiðþotuna sem farþegaflugvél en sú fyrsta var tekin í rekstur fyrir 31 ári. Sú flugvél sem um ræðir í dag var upphaflega smíðuð fyrir Air France árið 2004 og er því tuttugu ára. Árið 2016 var hún tekin í þjónustu Air Atlanta Icelandic sem TF-AAL. Flugvélin er merkt Saudia-flugfélaginu sem Atlanta flýgur fyrir en vélin sinnti meðal annars pílagrímaflugi í sumar. Hún er skrásett hjá systurfélaginu Air Atlanta Europe á Möltu með skráningarnúmerið 9H-AZA og getur borið 460 farþega. Kvikmyndatökumaður Stöðvar 2 er staðsettur í Öskjuhlíð í Reykjavík og mun streyma frá fluginu á þriðja tímanum. Flugvélin flýgur í um þrjú þúsund feta hæð en viðbúið er að vegna stærðar flugvélarinnar muni fólk á höfuðborgarsvæðinu telja hana mun nær jörðu en hún í raun er. Uppfært: Lágfluginu er lokið.
Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Air Atlanta Reykjavík Tengdar fréttir Veikindi flugstjóra settu óvænt strik í flugáætlun Atlanta-þotu Áhöfn Boeing 747-þotu Air Atlanta, TF-AMI, flaug með hátt í eitthundrað tonn af lyfjum frá Evrópu til Suður-Afríku. Eftir lendingu í Jóhannesarborg þurfti starfsfólk félagsins í skyndi að bregðast við óvæntum veikindum flugstjóra. 3. október 2024 10:48 Flugfreyjan frestaði íbúðakaupum og fórnaði sparnaðinum í flugnám Hún var orðin flugfreyja, sá svo að hún gæti allt eins orðið flugmaður og fórnaði húsnæðissparnaðinum í flugnám. Núna stýrir hún stærstu þotum íslenska flugflotans. 30. september 2024 22:11 Síðasta farþegaflug Air Atlanta á Boeing 747-júmbóþotunni Flugfélagið Air Atlanta er að kveðja Boeing 747-breiðþotuna sem farþegaflugvél eftir 31 ár í rekstri. Síðasta farþegaflug Atlanta á júmbó-þotunni verður sérstakt kveðjuflug til Norður-Afríku um næstu helgi með starfsmenn félagsins. 29. september 2024 21:21 Mest lesið Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Innlent Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Erlent Hlýnandi veður Veður Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Innlent Hestar á vappi um Kórana Innlent Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Innlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Mette Frederiksen heldur til Grænlands Erlent Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Sjá meira
Veikindi flugstjóra settu óvænt strik í flugáætlun Atlanta-þotu Áhöfn Boeing 747-þotu Air Atlanta, TF-AMI, flaug með hátt í eitthundrað tonn af lyfjum frá Evrópu til Suður-Afríku. Eftir lendingu í Jóhannesarborg þurfti starfsfólk félagsins í skyndi að bregðast við óvæntum veikindum flugstjóra. 3. október 2024 10:48
Flugfreyjan frestaði íbúðakaupum og fórnaði sparnaðinum í flugnám Hún var orðin flugfreyja, sá svo að hún gæti allt eins orðið flugmaður og fórnaði húsnæðissparnaðinum í flugnám. Núna stýrir hún stærstu þotum íslenska flugflotans. 30. september 2024 22:11
Síðasta farþegaflug Air Atlanta á Boeing 747-júmbóþotunni Flugfélagið Air Atlanta er að kveðja Boeing 747-breiðþotuna sem farþegaflugvél eftir 31 ár í rekstri. Síðasta farþegaflug Atlanta á júmbó-þotunni verður sérstakt kveðjuflug til Norður-Afríku um næstu helgi með starfsmenn félagsins. 29. september 2024 21:21