Tekur einarða afstöðu með þungunarrofi og sjálfræði kvenna Hólmfríður Gísladóttir skrifar 3. október 2024 07:44 Það hefur lítið sést til Melaniu í aðdraganda forsetakosninganna vestanhafs. Getty/Leon Neal Melania Trump, eiginkona Donald Trump, tekur einarða afstöðu með þungunarrofi og rétti kvenna til að ráða yfir eigin líkama í nýrri ævisögu sinni. Bókin kemur út um það bil mánuði eftir forsetakosningarnar. „Það er grundvallaratriði að tryggja að konur hafi sjálfræði í því að ákveða hvort þær vilja eignast börn, útfrá eigin sannfæringu, frjálsar frá inngripum eða þrýstingi frá stjórnvöldum,“ segir Melania meðal annars. „Af hverju ætti einhver annar en konan sjálf að hafa vald til þess að ákveða hvað hún gerir við líkama sinn? Grundvallarréttur kvenna til einstaklingsfrelsis, til eigin lífs, veitir henni valdið til að binda enda á meðgöngu ef hún óskar þess.“ Melania er afdráttarlaus í afstöðu sinni, ólíkt eiginmanninum sem hefur bæði hrósað sér af því að hafa orðið til þess að dómurinn í máli Roe gegn Wade var felldur úr gildi og af því að vilja að einstaka ríki ákveði hvernig lögum um þungunarrof skuli háttað. Einnig ósammála eiginmanninum í innflytjendamálum Donald Trump hefur orðið tvísaga um eigin afstöðu og ýmist sagt munu greiða atkvæði með eða á móti tillögu um að vernda rétt kvenna til þungunarrofs í Flórída. Síðast þegar hann tjáði sig um málið sagðist hann myndu greiða atkvæði á móti tillögunni en það er ekki annað að sjá en eiginkonan muni greiða atkvæði með. Melania segir í bók sinni að það að meina konu um að binda enda á þungun jafngildi því að meina henni að taka ákvarðanir varðandi eigin líkama. Segist hún alltaf hafa verið þessarar skoðunar. Þá ver hún þær konur sem ákveða að binda enda á þungun komnar langt á leið og segir að í lang flestum tilvikum sé um að ræða ákvörðun sem sé tekin vegna alvarlegra fósturgalla. Hvetur hún til þess að konum og fjölskyldum þeirra sé sýnd meðaumkun. Melania, sem hefur afar sjaldan tjáð sig um pólitík, segir einnig frá því í bókinni að hún hafi stundum verið ósammála eiginmanni sínum í innflytjendamálum en talið best að eiga þau samtöl í einrúmi frekar en að viðra ágreininginn opinberlega. Hér má finna ítarlega umfjöllun Guardian um málið. Bandaríkin Þungunarrof Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Fleiri fréttir Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Sjá meira
„Það er grundvallaratriði að tryggja að konur hafi sjálfræði í því að ákveða hvort þær vilja eignast börn, útfrá eigin sannfæringu, frjálsar frá inngripum eða þrýstingi frá stjórnvöldum,“ segir Melania meðal annars. „Af hverju ætti einhver annar en konan sjálf að hafa vald til þess að ákveða hvað hún gerir við líkama sinn? Grundvallarréttur kvenna til einstaklingsfrelsis, til eigin lífs, veitir henni valdið til að binda enda á meðgöngu ef hún óskar þess.“ Melania er afdráttarlaus í afstöðu sinni, ólíkt eiginmanninum sem hefur bæði hrósað sér af því að hafa orðið til þess að dómurinn í máli Roe gegn Wade var felldur úr gildi og af því að vilja að einstaka ríki ákveði hvernig lögum um þungunarrof skuli háttað. Einnig ósammála eiginmanninum í innflytjendamálum Donald Trump hefur orðið tvísaga um eigin afstöðu og ýmist sagt munu greiða atkvæði með eða á móti tillögu um að vernda rétt kvenna til þungunarrofs í Flórída. Síðast þegar hann tjáði sig um málið sagðist hann myndu greiða atkvæði á móti tillögunni en það er ekki annað að sjá en eiginkonan muni greiða atkvæði með. Melania segir í bók sinni að það að meina konu um að binda enda á þungun jafngildi því að meina henni að taka ákvarðanir varðandi eigin líkama. Segist hún alltaf hafa verið þessarar skoðunar. Þá ver hún þær konur sem ákveða að binda enda á þungun komnar langt á leið og segir að í lang flestum tilvikum sé um að ræða ákvörðun sem sé tekin vegna alvarlegra fósturgalla. Hvetur hún til þess að konum og fjölskyldum þeirra sé sýnd meðaumkun. Melania, sem hefur afar sjaldan tjáð sig um pólitík, segir einnig frá því í bókinni að hún hafi stundum verið ósammála eiginmanni sínum í innflytjendamálum en talið best að eiga þau samtöl í einrúmi frekar en að viðra ágreininginn opinberlega. Hér má finna ítarlega umfjöllun Guardian um málið.
Bandaríkin Þungunarrof Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Fleiri fréttir Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Sjá meira