Tekur einarða afstöðu með þungunarrofi og sjálfræði kvenna Hólmfríður Gísladóttir skrifar 3. október 2024 07:44 Það hefur lítið sést til Melaniu í aðdraganda forsetakosninganna vestanhafs. Getty/Leon Neal Melania Trump, eiginkona Donald Trump, tekur einarða afstöðu með þungunarrofi og rétti kvenna til að ráða yfir eigin líkama í nýrri ævisögu sinni. Bókin kemur út um það bil mánuði eftir forsetakosningarnar. „Það er grundvallaratriði að tryggja að konur hafi sjálfræði í því að ákveða hvort þær vilja eignast börn, útfrá eigin sannfæringu, frjálsar frá inngripum eða þrýstingi frá stjórnvöldum,“ segir Melania meðal annars. „Af hverju ætti einhver annar en konan sjálf að hafa vald til þess að ákveða hvað hún gerir við líkama sinn? Grundvallarréttur kvenna til einstaklingsfrelsis, til eigin lífs, veitir henni valdið til að binda enda á meðgöngu ef hún óskar þess.“ Melania er afdráttarlaus í afstöðu sinni, ólíkt eiginmanninum sem hefur bæði hrósað sér af því að hafa orðið til þess að dómurinn í máli Roe gegn Wade var felldur úr gildi og af því að vilja að einstaka ríki ákveði hvernig lögum um þungunarrof skuli háttað. Einnig ósammála eiginmanninum í innflytjendamálum Donald Trump hefur orðið tvísaga um eigin afstöðu og ýmist sagt munu greiða atkvæði með eða á móti tillögu um að vernda rétt kvenna til þungunarrofs í Flórída. Síðast þegar hann tjáði sig um málið sagðist hann myndu greiða atkvæði á móti tillögunni en það er ekki annað að sjá en eiginkonan muni greiða atkvæði með. Melania segir í bók sinni að það að meina konu um að binda enda á þungun jafngildi því að meina henni að taka ákvarðanir varðandi eigin líkama. Segist hún alltaf hafa verið þessarar skoðunar. Þá ver hún þær konur sem ákveða að binda enda á þungun komnar langt á leið og segir að í lang flestum tilvikum sé um að ræða ákvörðun sem sé tekin vegna alvarlegra fósturgalla. Hvetur hún til þess að konum og fjölskyldum þeirra sé sýnd meðaumkun. Melania, sem hefur afar sjaldan tjáð sig um pólitík, segir einnig frá því í bókinni að hún hafi stundum verið ósammála eiginmanni sínum í innflytjendamálum en talið best að eiga þau samtöl í einrúmi frekar en að viðra ágreininginn opinberlega. Hér má finna ítarlega umfjöllun Guardian um málið. Bandaríkin Þungunarrof Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Fleiri fréttir Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Sjá meira
„Það er grundvallaratriði að tryggja að konur hafi sjálfræði í því að ákveða hvort þær vilja eignast börn, útfrá eigin sannfæringu, frjálsar frá inngripum eða þrýstingi frá stjórnvöldum,“ segir Melania meðal annars. „Af hverju ætti einhver annar en konan sjálf að hafa vald til þess að ákveða hvað hún gerir við líkama sinn? Grundvallarréttur kvenna til einstaklingsfrelsis, til eigin lífs, veitir henni valdið til að binda enda á meðgöngu ef hún óskar þess.“ Melania er afdráttarlaus í afstöðu sinni, ólíkt eiginmanninum sem hefur bæði hrósað sér af því að hafa orðið til þess að dómurinn í máli Roe gegn Wade var felldur úr gildi og af því að vilja að einstaka ríki ákveði hvernig lögum um þungunarrof skuli háttað. Einnig ósammála eiginmanninum í innflytjendamálum Donald Trump hefur orðið tvísaga um eigin afstöðu og ýmist sagt munu greiða atkvæði með eða á móti tillögu um að vernda rétt kvenna til þungunarrofs í Flórída. Síðast þegar hann tjáði sig um málið sagðist hann myndu greiða atkvæði á móti tillögunni en það er ekki annað að sjá en eiginkonan muni greiða atkvæði með. Melania segir í bók sinni að það að meina konu um að binda enda á þungun jafngildi því að meina henni að taka ákvarðanir varðandi eigin líkama. Segist hún alltaf hafa verið þessarar skoðunar. Þá ver hún þær konur sem ákveða að binda enda á þungun komnar langt á leið og segir að í lang flestum tilvikum sé um að ræða ákvörðun sem sé tekin vegna alvarlegra fósturgalla. Hvetur hún til þess að konum og fjölskyldum þeirra sé sýnd meðaumkun. Melania, sem hefur afar sjaldan tjáð sig um pólitík, segir einnig frá því í bókinni að hún hafi stundum verið ósammála eiginmanni sínum í innflytjendamálum en talið best að eiga þau samtöl í einrúmi frekar en að viðra ágreininginn opinberlega. Hér má finna ítarlega umfjöllun Guardian um málið.
Bandaríkin Þungunarrof Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Fleiri fréttir Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Sjá meira