Sigmundur góður sessunautur af því að hann mæti sjaldan Árni Sæberg skrifar 2. október 2024 12:03 Ef marka má færslu Björns Levís gerist það sjaldan að setið er í öllum þessum sætum. X „Sigmundur Davíð er sessunautur minn á þessu þingi. Hann hefur verið það einu sinni áður. Hann er mjög góður sessunautur af því að hann situr eiginlega aldrei í sætinu sínu,“ segir þingmaður Pírata um formann Miðflokksins. Hann veltir því fyrir sér hvort leiðin að 19 prósenta fylgi sé að mæta ekki í vinnuna. Þetta segir Björn Leví Gunnarsson í langri færslu á Facebook, þar sem hann birtir meðal annars einhver konar rappeinvígi milli Sigmundar Davíðs árið 2009 og Sigmundar Davíðs árið 2024, sem samið er af gervigreind. Fær meira pláss í litlum salnum Björn Leví segir það mikinn kost sessunautar á Alþingi að mæta sjaldan á þingfundi, enda fái hann aðeins meira pláss í litlum þingsalnum. Fleiri þingmenn Pírata ættu því að geta fagnað með Birni Leví, enda dróst Sigmundur Davíð á borð með þremur Pírötum. „Stundum hefur mér þótt Píratarnir vera alveg á réttri línu, til dæmis með persónufrelsi og tölvumálin sem þeir eru auðvitað áhugasamir um. En stundum verða þeir alveg mjög skrýtnir. Þannig ég veit ekki alveg hverju ég á von á í þessum hópi. Það var strax byrjað að reyna að sannfæra mig um að ganga til liðs við þennan hóp sem varð þarna til fyrir tilviljun,“ sagði Sigmundur Davíð í samtali við Vísi eftir að dregið hafði verið í sæti. Mæti ekki á nefndarfundi heldur Björn Leví segir aftur á móti að mæting á þingfundi segi ekki alla söguna. Mæting í nefndir sé aðeins betri vísbending um það hvernig þingmaður sinni starfi sínu. Sigmundur Davíð sé skráður aðalmaður í tvær nefndir, framtíðarnefnd og utanríkismálanefnd. Miðað við fundargerðir utanríkisnefndar hafi Sigmundur Davíð mætt átta sinnum á réttum tíma á fundi hennar, fjórum sinnum of seint eða farið snemma og 19 sinnum ekki mætt yfir höfuð. Í framtíðarnefnd hafi hann verið fjarverandi á öllum fundum utan þess fyrsta, sem komnar eru fundargerðir fyrir. „Var hann kannski í áheyrnarnefndunum í staðinn? Nei, ég skoðaði svona 30 fundargerðir frá atvinnuveganefnd og efnahags- og viðskiptanefnd og fann hann hvergi í þeim fundargerðum enda veit ég ekki til þess að hann hafi mætt á neina af þeim fundum og nennti því ekki að leita meira.“ Leiðin að nítján prósenta fylgi? „Er þetta leiðin til þess að fá 19% í skoðanakönnum? Að sinna bara ekki þingstörfunum? Ef svo er þá þarf ég alvarlega að fara að íhuga hvernig ég sinni þessu starfi --- eða ekki,“ segir Björn Leví. Í nýjast þjóðarpúlsi Gallup, sem birtur var í gær mælist Miðflokkur Sigmundar Davíðs með 19 prósenta fylgi og er næststærsti flokkur landsins. Félli ef hann væri í menntaskóla Björn Leví er ekki sá fyrsti til þess að gagnrýna takmarkaða viðveru Sigmundar Davíðs í þinginu. Í grein Lilju Hrundar Lúðvíksdóttur, starfsmanns þingflokks Sjálfstæðiflokksins, á dögunum kom fram að fjarvistarhlutfall Sigmundar Davíðs við atkvæðagreiðslur hefði verið 62 prósent á síðasta þingvetri. Nokkuð ljóst er að enginn kæmist upp með slíka mætingu í menntaskóla. Þá benti Lilja Hrund einnig á að á síðustu sex þingvetrum hafi Sigmundur Davíð aðeins lagt fram frumvarp fimm sinnum, öll um sömu tvö málin. Miðflokkurinn Alþingi Píratar Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Sjá meira
Þetta segir Björn Leví Gunnarsson í langri færslu á Facebook, þar sem hann birtir meðal annars einhver konar rappeinvígi milli Sigmundar Davíðs árið 2009 og Sigmundar Davíðs árið 2024, sem samið er af gervigreind. Fær meira pláss í litlum salnum Björn Leví segir það mikinn kost sessunautar á Alþingi að mæta sjaldan á þingfundi, enda fái hann aðeins meira pláss í litlum þingsalnum. Fleiri þingmenn Pírata ættu því að geta fagnað með Birni Leví, enda dróst Sigmundur Davíð á borð með þremur Pírötum. „Stundum hefur mér þótt Píratarnir vera alveg á réttri línu, til dæmis með persónufrelsi og tölvumálin sem þeir eru auðvitað áhugasamir um. En stundum verða þeir alveg mjög skrýtnir. Þannig ég veit ekki alveg hverju ég á von á í þessum hópi. Það var strax byrjað að reyna að sannfæra mig um að ganga til liðs við þennan hóp sem varð þarna til fyrir tilviljun,“ sagði Sigmundur Davíð í samtali við Vísi eftir að dregið hafði verið í sæti. Mæti ekki á nefndarfundi heldur Björn Leví segir aftur á móti að mæting á þingfundi segi ekki alla söguna. Mæting í nefndir sé aðeins betri vísbending um það hvernig þingmaður sinni starfi sínu. Sigmundur Davíð sé skráður aðalmaður í tvær nefndir, framtíðarnefnd og utanríkismálanefnd. Miðað við fundargerðir utanríkisnefndar hafi Sigmundur Davíð mætt átta sinnum á réttum tíma á fundi hennar, fjórum sinnum of seint eða farið snemma og 19 sinnum ekki mætt yfir höfuð. Í framtíðarnefnd hafi hann verið fjarverandi á öllum fundum utan þess fyrsta, sem komnar eru fundargerðir fyrir. „Var hann kannski í áheyrnarnefndunum í staðinn? Nei, ég skoðaði svona 30 fundargerðir frá atvinnuveganefnd og efnahags- og viðskiptanefnd og fann hann hvergi í þeim fundargerðum enda veit ég ekki til þess að hann hafi mætt á neina af þeim fundum og nennti því ekki að leita meira.“ Leiðin að nítján prósenta fylgi? „Er þetta leiðin til þess að fá 19% í skoðanakönnum? Að sinna bara ekki þingstörfunum? Ef svo er þá þarf ég alvarlega að fara að íhuga hvernig ég sinni þessu starfi --- eða ekki,“ segir Björn Leví. Í nýjast þjóðarpúlsi Gallup, sem birtur var í gær mælist Miðflokkur Sigmundar Davíðs með 19 prósenta fylgi og er næststærsti flokkur landsins. Félli ef hann væri í menntaskóla Björn Leví er ekki sá fyrsti til þess að gagnrýna takmarkaða viðveru Sigmundar Davíðs í þinginu. Í grein Lilju Hrundar Lúðvíksdóttur, starfsmanns þingflokks Sjálfstæðiflokksins, á dögunum kom fram að fjarvistarhlutfall Sigmundar Davíðs við atkvæðagreiðslur hefði verið 62 prósent á síðasta þingvetri. Nokkuð ljóst er að enginn kæmist upp með slíka mætingu í menntaskóla. Þá benti Lilja Hrund einnig á að á síðustu sex þingvetrum hafi Sigmundur Davíð aðeins lagt fram frumvarp fimm sinnum, öll um sömu tvö málin.
Miðflokkurinn Alþingi Píratar Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Sjá meira